"Upp" risin

Það hafðist í dag að komast í föt og á fætur, að vísu í áföngum en allt hafðist þetta með þolinmæðinni. Mætti galvösk í afmæliskaffi til Kidda bróður sem tók á móti okkur, glerfínn og svakalega unglegur.  Hvernig fer hann að þessu??  Heilbrigt líferni spilar þar inn í veit ég, en vá......hvað hann lítur vel út, þau hjónin reyndar bæði.  Ég stefni á "extreme makover" fyrir mitt hálfrar aldar afmæli í haust.  Annars frábært að hitta stórfjölskylduna en hefði viljað sjá fleiri.

Er sem sé upprisin en vantar enn talsvert á að ég sé orðin góð, úthaldið skammarlega lítið í dag enda skriðið beint upp í sófa þegar heim var komið.  Ég gat hins vegar stjórnað liðinu, Haffinn mátti sjálfur setja í þvottavélina og undirbúa brottför sína til Ungverjalands í býtið á þriðjudagsmorgun.  Ég bæti honum þetta upp á morgun, verð dugleg Whistling
Ekki laust við að það sé kominn smá herpingur í magan vegna brottfarar hans en veit að ég hitti hann fljótlega aftur.  Katan að fara á sunnudagsmorgun, eldsnemma líka.  Það verður sett upp loftbrú á milli Búdapest og Íslands í vetur enda nóg um að vera.

Er smá spæld yfir því að hafa þurft að eyða þessum fáu frídögum mínum í þessa pest, handónýt til alls og við sem ætluðum að geta svo margt. M.a að skeppa á Þingvöll, fara heim, kíkja í ber og ég veit ekki hvað og hvað.  Það verður að bíða betri tíma. Höfum reyndar átt "quality time" saman, hvert og eitt kúrandi í sitthvorum sófanum með teppi og notalegheit.

Úff, ekki laust við að þessi pest hafi minnt mig illþyrmilega á nýafstaðin veikindi og lyfjameðferð, hóstinn búinn að vera skelfilegur.  Ekki sælar minningar þar á ferð, skil eiginlega ekki hvernig við, sem höfum fengið krabbamein og þurft meðferð, komumst heil út úr þeirri vegferð. Auðvitað er maður reiðubúinn til að leggja slíkt á sig og meira en það í baráttunni við þennan skratta en ég er þess fullviss að enginn sem ekki hefur gengið í gegnum þetta ferli, veit hvað það er erfitt og skelfilegt tímabil í raun.  Á ég þá ekki einungis við líkamleg einkenni og aukaverkanir heldur og einnig andlegu líðanina, óvissuna, áfallið, og eftirköst þess.  Pollýönnu hlutverkið og allt það. Þrátt fyrir áratuga reynslu í hjúkrun, gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu erfitt þetta væri, taldi mig þekkja ferlið og líðanina út í gegn.  Þar skjátlaðist mér en á móti kemur það að ég er reynslunni ríkari, sterkari einstaklingur og laus við árann.

Nú fer mín snemma í háttinn, fyrsti vinnudagurinn í skólanum á morgun, allt að bresta á.  Þarf að finna mér starf sem ég get sinnt samhliða kennslunni enda launin ekki nægileg til að reka heimili sem eina fyrirvinnan.  Hef ákveðið á láta enn reyna á atvinnumöguleika mína í heimabyggð, bíð spennt eftir niðurstöðum um það hvort menntun og reynsla hafi vægi þegar kemur að vali á umsækjendum og mati á hæfni.  Nýtt fólk við stjórnvölinn sem boðaði breytta og bjarta tíma og lýðræði þar sem jafnræðis gætir. Sturlungaöld á að vera liðin hjá og stríðsöxin grafin.  Spennandi tímar framundan á krossgötunum og gaman að vera tilW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Núna verður þú að fara varlega með þig og ná úr þér pestinni. Þarftu ekki bara að fá lyf við þessu. Ég dáist að þér og þeim sem fara í gegnum erfiða meðferð, þarf sjálf ekki að þola það því ég er ólæknandi tilfelli. Hef samt fengið smjörþefinn af þessu í gegnum taugaskemmdar tær. Hefði kannski lagt meira á mig ef batinn væri handan við hornið en fyrst ekki þá slepp ég létt. Frábært að heyra af duglegum krökkunum þínum og vonandi gengur þeim vel í útlandinu, eru þau bæði að fara til Búdapest? Vona svo innilega að þú finnir vinnu í sveitinni þar sem þig langar helst að vera og getir starfað þar og búið friðsamlega.

Ertu bláber eða krækiber

Gíslína Erlendsdóttir, 20.8.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband