Ótímabær pest

Lítt betri af "pestinni", hósta og gelti áfram.  Uppköst meira og minna í alla nótt enda seint skipt um legustellingar í dag sem fólust í að fara úr rúmi yfir í minn hjartfólgna sófa.  Hef þá alla vega sjónvarpið til að glápa á stað veggjanna eða sólarinnar sem virkilega er fúlt.  Að geta ekki nýtt þennan sólríka dag, skömmu áður en Haffinn fer út, er einfaldlega fúlt.Sick

Það er huggun harmi gegn að krakkarnir eru ekki of borubrattir sjálfir eftir útstáelsi framundir morgun, það dregur aðeins úr móralnum. Whistling

Skil reyndar ekki í slíkri pest á þessum árstíma, ef ég visssi ekki betur, teldi ég infúensuna komna. Búin að lofa sjálfri mér því að fara á Læknavaktina ef ég verð ekki betri á morgun.  Stórafmæli hjá Kristni bróður á morgun, eins gott að fara hysja upp um sig og batna. En núna er það sófinn áfram og að reyna að koma einhverju niður (ojjjjjjjj)  Fátt annað í stöðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Í guðsbænum farðu á læknavaktina, þekki fjölskyldu sem öll fékk pestina og þarf af einn með lungnabólgu.  Og eitthvað skrítið að gubba líka. Vona að þú náir þessu úr þér sem allra fyrst og farir að njóta góða veðursins....og lífsins auðvitað. Til hamingju með bróður þinn á morgun.  Í sambandi við umræðu um ferjuna þá heyrði ég athyglisverða kenningu frá einum kunningja okkar.  Þeir hafa ákveðið í sameiningu fjármálaráðherran úr Hafnarfirði og samgönguráðherran að koma verkefninu í heimasveit fjármálaráðherrans frekar en að bjóða verkið út á EES svæðinu, ferjan var augljóslega ónýt en þarna var fín innspýting í skipasmíðastöð sem á þessum tíma var að lognast út af.  Svo er bara spurning hver ber ábyrgð, íslenskir stjórnmálamenn bera a.m.k. aldrei neina ábyrgt f. utan aumingja Þórólf Árnason sem tók á sig ábyrgð meðan allir hinir sluppu.  Svona er Ísland, tóm vinapólitík.

Gíslína Erlendsdóttir, 19.8.2007 kl. 13:35

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir góð ráð, mín kæra. Ég hef einmitt heyrt að fleiri séu með svipaða pest og sjálf er ég viss um að hafa fengið lungnabólgu.  Ætti að vera farin að þekkja þau einkennin eftir reynsluna í fyrra. Hef verið að taka sýklalyf í gríð og erg en þau virðast illa vinna á þessu.  Læknavaktin er neyðarúrræði í mínum huga enda einungis skyndilausnir á þeim bænum sem er skiljanlegt og í samræmi við eðli starfseminnar.  Náði að rífa mig upp í dag og mæta í afmælið þannig að ég ákvað að hinkra og sjá til, fram á morgundaginn.  Frábært að hitta stórfjölskylduna

Ég hef heyrt þessa kenningu sem þú nefnir og svei mér ef hún á ekki vel við og skýrir margt.  Málið er hið ljótasta og hneysa fyrir sjálfstæðismenn.

Illa var farið með Þórólf á sínum tíma, þar var góður maður hengdur fyrir afglöp annarra, að mínu viti.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.8.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband