Styttist í vikulok

Þá styttist í lok vinnuvikunnar, einn dagur eftir.  Verð fegin að komast í helgarfrí. Þarf að skreppa heim, leggjast undir feld og hugsa málin. Er varla enn farin að trúa góðu fréttunum, ekki vön að vera svo heppin.Blush ´

Verkirnir enn verulegir, allur skrokkurinn undirlagður.  Vegna þeirra leyfði ég mér enga óhóflega bjartsýni. Nú er bara að ráðast á þá og finna góða lausn, þeir hamla mér nokkuð daglega og á næturna og hafa þannig áhrif á starfsorkuna.  Það hlýtur að vera hægt að vinna bug á þeim. Stefni að því að vera orðin verkjalaus þegar kennslan hefst eftir mánuð.

Ég tek undir með þeim sem hafa sett inn athugasemdir hjá mér, nú er bara að hella sér út í lífið aftur af fullum krafti.  Ég verð að nýta vel það tækifæri sem mér hefur gefist og njóta þess að vera til.  Sjúkdómshugsunin verður að víkja þar til annað kemur í ljós. Auðvitað verð ég á verði gagnvart einkennum sjúkdómsins, annað væri kæruleysi en í minni "remission" mun líf mitt ekki snúast um krabbameinið heldur lífið og það sem það hefur upp á að bjóða.  Ávextirnir gallsúrir þessa dagana en öl él birtir upp um síðir og í öllu mótlæti leynast tækifærin.

Einungis rúmar 3 vikur þangað til Hafsteinn fer aftur út, Katan fer stuttu seinna. Ótrúlegt hvað sumarið hefur liðið hratt. Mér finnst ég hálfpartinn hafa misst af því vegna vinnunnar en á móti hef ég notið þess að komast í mitt hugsjónarstarf.  Sjálfstraustið aukist í þeim efnum.  Plúsar og mínusar eins og allt í lífinu.

Er vonandi að skríða upp úr eymdinni, trúlega ekkert óeðlilegt að taka dýfur. En skelfing er leiðinlegt á meðan á þeim stendur, oj........... En er lífið ekki einmitt "ups and downs"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl aftur. 

Já ég er talin í lagi - laus við ófögnuðinn. 

Vil lítið tjá mig á netinu - en þú mátt alveg senda mér tölvupóst.

Kveðja,

Ingibjörg

Ingibjörg Þ.Þ. (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sæl Ingibjörg, frábært að heyra.

Mér þætti gaman að heyra betur frá þér, tölvupóstur minn er gudrun@fva.is og gjg1@hi.is

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.7.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband