Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nú er mér skemmt

Er auðvitað andvaka eftir alla lúrana síðustu daga. Notaði tækifærið og kíkti á færslur hér og þar. Sé að það ætlar allt um koll að keyra vegna athugasemda sem ég lét frá mér um  Jón Magnússon á bloggi Sigurjóns Þórðarsonar um málflutning hans í innflytjendamálum. Mér fannst Jón ansi óvæginn og harðorður í garð innflytjenda í aðdraganda síðustu kosninga. Svo harðorður að margur las  út úr málflutningi hans beinlínis andúð. Hafi meining hans verið sú að fylgja eftir stefnu Frjálslynda flokksins þá mistókst honum þar hrapalega því margur las annað úr stefnu FF vegna skrifa hans og pistla í fjölmiðlum. 

Í öllu falli eru viðbrögð við athugasem um mínum sterk, langur pistill frá Jóni sjálfum og síðan kemur formaður ungra FF sem sakar mig um dónaskap og óvirðingu fyrir skoðunum annarra. Hvernig gat drengurinn lesið það úr orðum mínum veit ég ekki. Enn síður veit ég hvernig í ósköpum sá drengur komst til æðstu metorða meðal ungra Frjálslyndra. Shocking

Hvað innlytjendastefnu FF líður, þá hefur mér fundist hún málefnaleg og verið henni sammála frá fyrstu tíð. FF var fyrsti flokkurinn til að móta stefnu í málefnum innflytjenda og bentu m.a. á nauðsyn þess að stemma stigu við stjórnlausri fjölgun innflytjenda af þeirri einföldu ástæðu að þjóðin var ekki tilbúin að taka á móti þeim fjölda og stjórnvöld  engan veginn í stakk búin til að tryggja þeim sömu réttindi og Íslendingum. Herða þyrfti eftirlit með sóttvörnum o.m.fl. Þessa stefnu studdi ég sem sé og varði opinberlega með rökum.

Ég átti hins vegar erfitt með að lesa þessa stefnu í málflutningi Jón Magnússonar. Honum tókst ekki að koma henni á framfæri með þeim hætti að menn skildu innihald hennar og margir töldu að um rasisma væri að ræða enda fór hann stundum offari. Oftar e ekki tók ég þátt í að leiðrétta þann misskiling meðal manna.FF var stimplaður sem rasista flokkur.  Á það hef ég bent og stend við það. Ótal pistlar Jóns endurspegla það.

Sumum hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa skipt um flokka, jafnvel verið rakkaðir niður þó að málefnalegar ástæður liggi að baki þeirri ákvörðun. Þeir hafa verið úthrópaðir fyrir að rekast illa í flokki, ekki síst vegna eigin sannfærigar sem þeir hafa fylgt eftir. Minna fer fyrir umræðuna um suma, t.d. Jón Magnússon sem hefur gengið í þrjá flokka, Össur og Ingibjörg Sólrún í tvo, Steingrímur J  og Ellert B Scram í a.m.k. tvo og svo má lengi telja.  Eitthvað fór sú athugasemd mín líka fyrir brjóstið á mönnum, ég fæ ekki betur séð en að þeir séu að fara á límingunum.  W00t

Ekki var til þess ætlast, taldi víst að skoðanafresli ríkti meðal vor og að virðing væri borin fyrir skoðunum annarra.  Ekki er sama hver á í hlut, sýnist mér, í öllu falli er slíkt ekki í hávegum haft meðal einhverra bloggfélaga Sigurjóns og innan FF.  Ég hvet fólk til að líta í heimsókn á síðuna hans.

Menn eru greinilega að fara á límingum út af efnhagsástandinu og telja sumir aðild að ESB rétta leið til að kippa málum í liðinn.  Mér virðist  margur innan FF vilji feta þá stigu ef ég skil málflutnign nokkurra þingmanna og almennra flokksmanna rétt. Ég get tekið undir það að umræðan er þörf en aðild er ekki skynsamleg miðað við stöðu Íslendinga og þau skilyrði sem lögð eru til grundvallar aðild.  Sitt sýnist hverjum og ekkert óeðlilegt við það. Mér segir svo hugur að mismunandi afstaða manna geti leitt til klofnings innan nokkurra flokka í náinni framtíð. 

,,Margur heldur mig sig" segir máltækið. Óneitanlega kom það upp í huga mér við lestur athugasemda á títt nefndu bloggi Sigurjóns.  Ekki laust við að mér sé skemmtTounge

Þarf að reyna að koma mér í svefn, búin að snúa sólahringnum við í bókstaflegri merkingu. Hlýtur að vera batamerkiWhistling

 


Búin á því

Vildi rétt kasta fram kveðju. Mínar bestu óskir  um gleðilega páska. Er búin á því en sáttWink

Páskafríið verður kærkomið, ein svaf meira og minna í allan dag. ,,Burn out" heilkennið í hnotskurn

úrvinda 2

 


Kreppa

Sé ekki betur en að við séum að sigla inn í kreppu. Eldsneytisverð í hæstu hæðum, matvörur að klifra upp stigan og ekki síst stjarnfræðilegar vaxtahækkanir á íbúðalánum. Líður að því að við förum með hjólbörur fulla af seðlum til að kaupa brauðið, líkt og í Þýskalandi forðum daga.Crying

Baknarnir búnir að skella í lás, nánast útilokað að fá lán, ekki einu sinni yfirdráttur er á boðstólnum lengur. Hefur hingað til þótt góð tekjulind fyrir bankana og skjótfenginn gróði. Nú er allt í lok, lok og lás og innheimtuaðgerðir sögulega harðarBandit

Hvað hyggst ríkisstjórn gera í málum?  Nákvæmlega ekkert. Eins og forsætisráðherra sagði opinberlega; ,,þetta er ekki okkar mál". Ástandið væri vegna utanaðkomandi áhrifa utan úr heimi. Ríkisstjórn gæti ekki skipt sér að því. Pétur Blöndar messar yfir þjóðinni og biður hana um að vera bjartsýna. Hér á landi sé ekkert atvinnuleysi þannig að við séum svo vel í stakk búin til að mæta kreppu sem þessari. Landinn væri aðlögunarhæfur, nú yrði rykið dustað af hjólunum og sultarólin hert. Við þurfum ekki að borða eins mikið og við gerum. Pétur telur okkur  sýna eigingirni og einblína eingöngu á eigin hag. Við eigum að horfa á þjóðarbúskapinn í heild. Hann er það eina sem skiptir máli og framtíðin. Við eigum að hugsa til margra ára í senn, ekki einungis daginn í dag eða þetta ár.  Hækkandi ál- og fiskverð muni vega á móti skertum tekjum þjóðarbúskapsins. Pétri finnst landinn væla.Shocking

Hvað segja Samfylkingarmenn?  Hef ekki verið mjög dugleg að fylgjast með fréttum að undanförnu en hef vafrað á netinu og kíkt á síður fjölmiðla. Sé engar sérstakar yfirlýsingar frá viðskiparáðherra né öðrum Samfylkingarstrumpum, nema þá um inngöngu í ESB. Utanríkisráðherra og formaður flokksins í fylgd sérsveitarmanna að bjarga heiminum, má ekkert vera að því að skipta sér af svo léttvægum málum eins og fjárhagsvanda fjölskyldna í landinu. Heyrist ekki boffs í Jóhönnu sem margur Íslendingurinn horfði til með glampa og traust í augunum. Hún átti að bjarga öryrkjum, öldruðum og efnaminni fjölskyldum. Halo

Einkennilega staða sem upp er komin. Nýgerðir kjarasamningar samþykktir og menn héldu ekki vatni yfir. Sú snautlega kjarabót uppétin ,,med det samme" þannig að menn standa ver í dag en fyrir samningana. Þjóðarbúið rekið með milljarða tekjuafgangi og hagnaði, lántökur þjóðarinnar í sögulegu lágmarki að sögn Sjálfstæðismanna. Þjóðarskútan aldrei haft slíkan meðbyr og ég veit ekki hvað og hvað.

Hvað er hægt að gera í  stöðunni? Samfylkingarmenn vilja rjúka upp til handa og fóta og sækja um inngöngu í ESB, taka upp evruna. Virðast halda að þjóðin sé ólæs og illa upplýst. Við getum einfaldlega ekki sótt um inngöngu fyrr en við uppfyllum skilyrði um efnahagslega stöðugleika o.s.frv. Erum fjarri frá því að uppfylla skilyrðin. Kæmi til viðræðna um inngöngu, tekur ferli mörg ár. Hvernig má þá vera að Samfylkingarstrumpar telji þessa leið færa yfir höfuð? Viðræður um inngöngu leysa nákvæmlega engin vandamál í dag, á morgun eða á næsta ári.

Stjórnvöld hafa ýmiss stjórntæki til að hafa áhrif á efnhagslega stöðu þjóðarinnar. Þau geta lækkað skatta, lagt fyrir Seðlabanka fyrirmæli um lækkun vaxta en þyrftu þá náttúrlega að brjóta odd af oflæti sínu og tala við helstu ráðamenn innan bankans. Stjórnvöld geta beitt lækunn virðisaukaskatts, lækkað álögur á eldsneyti og lækkað innflutningstolla. Etv. aukið ábyrgð ofurfyrirtækjana og hækkað skatta þeirra á móti lækkun á tekjuskatti. Lagt beina ríkisstyrki í verkefni á landsbyggðinni og svona mætti lengi telja. Stjórnvöld hafa svigrúm með allan tekjuafganginn í ríkisrekstrinum.

Forsætisráðherra og samflokksmenn telja hins vegar vandamálið ekki heyra undir ríkisstjórn. Á sama tíma og hækkanir á matvörum, eldsneyti og örðum nauðsynjavörum dynja yfir landan, er kostnaðarþáttur einstaklinga aukin innan heilbrigðisþjónustunnar sem og lyfjakostnaður.  Námsmenn á erlendri grund blæða fyrir gengishrun krónunnar, námslánin rýrna líkt og vatnssósa steik í potti. Fer að minna á ástand námsmanna á 5.og 6. áratug síðustu aldar, þegar þeir áttu fyrir mat fyrri hluta mánaðar og sultu seinni hlutan, fengju þeir ekki matarsendingar að heiman. 

Hver skyldi rótin af hluta vandans vera? Gæti hún falist í einkavæðingu bankana og síðar græðgi og nýrri auðmannsstétt? Gæti hún falist í brattri útrás fyrirtækjanna eða einkavæðingu annarra ríkisfyrirtækja?  Auðurinn hefur ekki látið á sér standa í kjölfarið. Hann hefur hins vegar safnast í fárra manna hendur. Það er etv. erfitt að finna einhlítt svar en eitt er þó víst; landinn nýtur ekki þess skjótfengna gróða sem  m.a. einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur haft í för með sér. Það gerir nýja auðmannsstéttin hins vegarNinja

Í öllu falli er eins gott að menn njóti páskanna og eigi gleðilega rest af þessum mánuði. Lánaafborganir munu hækka næstu mánaðarmót og ekki útilokað að einhverjir verði að fresta utanlandsreisum og bílakaupum þetta árið.  

Eins og einn hlustandi þáttarins ,,Ísland í býtið" sagði í beinni í morgun; við munum ekki gleyma verkum þessarar ríkisstjórnar þegar kemur að kosningum næst".  Sá hinn sami hafði kosið Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum og sá mikið eftir því.

Áhrif skerts þorskkvóta og hækkandi verð á steinbítskvóta fara að koma fram af fullum þunga næstu vikur. Eru auðvitað farin að koma fram en eigum eftir að sjá enn alvarlegri afleiðingar. Eignarýrnun landsmanna allra framundan. Mótvægisaðgerðir jafnþýðingarmiklar og að pissa upp í vindinn.  Jaðarbyggðir að hrynja.

Framundan kjaraviðræður við ýmsar stéttir eins og kennara og hjúkrunarfræðinga. Ég tilheyri báðum stéttum og treysti forsvarsmönnum fyllilega til að leggja fram og fylgja eftir raunhæfri kröfugerð og sýna hörku. Það kemur hins vegar til með að reyna á stéttafélagsmenn sjálfa og samheldni þeirra. Kvennastéttir, ekki síst innan ummönnunargeirans, hafa löngum verið ,,aumingjagóðar" og ekki lagt út í harðar aðgerðir þar sem þær komi til með að bitna á skjólstæðingum okkar. Málið er hins vegar það að ábyrgðin er ekki okkar,  a.m.k. ekki nema að litlu leyti. Ábyrgðin liggur hjá ríki og atvinnurekendum. 

Máltækið ,, Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér", á svo sannarlega við. Nú er ekkert annað en að duga eða drepast.

Ég tel mig ekki svartsýna, er raunsæ. Það stoðar lítt að stinga hausnum ofan í sandinn. Það verður að horfast í augu við staðreyndir. 

 ostrich_head_in_ground_Full


Svona er Ísland í dag

Las viðtal um helgina í einhverju blaðanna við konu að vestan sem missti sambýlismann sinn í sjóslysi fyrir ári síðan. Ekkja í annað sinn, missti fyrri mann sinn með svipuðum hætti fyrir áratug.

Það nísti mig í hjartað að lesa viðtalið. Ekki einungis þarf konan og fjölskyldan að kljást við ástvinamissi og sorgina, í annað sinn.  Hún er allslaus. Er móðir með börn á framfæri.  Á ekkert, hefur misst allt. Engin miskunn, engin aðstoð. Sjómenn illa tryggðir, engin útfararstyrkur og algjört tekjuhrun.  Kemst ekki út úr skuldum. Býr fyrir vestan þar sem atvinnumöguleikar eru takmarkaðir. 

Hvernig má annað vera? Þegar fólk ruglar saman reitum sínum, stofnar heimili og reynir að koma þaki yfir höfuð sér, eru fæstir það lánsamir að geta greitt kaupverðið á íbúðinni, innbúinu og bílnum út í reiðufé. Ekki allir eru það lánsamir að eiga hlutabréf eða vaxtareikning í banka eða hafa fengið fasteign í arf. Meðal Jóninn og Gunnan þurfað að taka lán til að sinna grunnþörfum mannskepnunar. Við þurfum jú öll þak yfir höfuðið, fatnað og næringu.  Lántakan krefst þess og miðast við að báðir aðilar vinni utan heimilis, ekki síst tekjulitlir einstaklingar. Afborganir og neysla miðast við þær sameiginlegu tekjur. Auðvitað fara margir fram úr þeim en það er svo all önnur Ella.

Svona má lýsa hefðbundinni lífsbaráttu manna, ekki síst þeirra lægst launuðu sem ekki eru allir það heppnir að geta keypt sér húsnæði. Þurfa að leigja dýrum dómum og fá aðstoð með mat og aðrar nauðsynjar. 

Hvað gerist svo þegar áföll dynja yfir fólk og annar makinn fellur frá?  Í flestum tilfellum þýðir það umtalsverð tekjurýrnun og skertur fjárhagur. Sumar stéttir, líkt og sjómannsstéttin og bændastéttin geta ekki sótt í neinn stéttafélagssjóð til að fá útfarastyrk. Fæstir í þeim stéttum sem og verkamannastéttinni eru færir um að kaupa sérstaka slysa- og sjúkdómatryggingu. Sumir geta ekki einu sinni tryggt innbúið sitt og eigur. Það hefur forgang að lifa af og hafa ofan í sig og á. 

Það kostar varla undir 500 þúsundum að jarða ástvin.  Hvernig í óksöpunum geta láglaunastéttir staðið undir þeim kostnaði? Ég hef trú á því að þær geti það ekki nema með utanaðkomandi aðstoð eða með því að jarða ástvin sinn í kyrrþey. Spara blómaskreytingar, sönginn og ekki síst kaffimeðlætið í erfidrykkjunni. Hrikaleg staðreynd en sönn. Lægst launuðu stéttirnar kannski með um1,5 - 2 milljónir í árstekjur

Hvað tekur svo við að útför lokinni? Syrgjendur fá ekki ráðrúm til að syrgja,  við tekur barátta upp á líf og dauða við fjármálastofnanirnar. Skuldabréfin lenda að sjálfsögðu í vanskilum, safna vöxtum og síðan innheimtukostnaði. Í einhverjum tilvikum ,,frysta" bankar lán í afmarkaðan tíma en fæstir gera það.  Eftir að hafa reynt að skuldbreyta lánum, semja og herða sultarólina kemst viðkomandi í þrot. Á nokkrum mánuðum breytist gluggapósturinn í martröð og við tekur hótun um fjárnám og uppboð eigna enda koma engar tekjur í staðin fyrir tekjur hins látna maka. 

Hvað er til ráða? Fátt. Eiginlega ekkert nema að eftirlifandi maki njóti þess meiri aðstoðar fjölskyldu og vina.  Makabætur TR eru nokkrir þúsundkallar á mánuði og greiðast að öllu jöfnu í 6 mán. eftir andlát maka.  Lífeyrissjóðir bænda og sjómanna greiða hungurlús á mánuði til eftirlifandi maka . Það sama á við um verkafólk og stéttarfélög þeirra.

Hægt er að leita til Ráðgjafajónustu heimilana sem leggur fram tillögur. Fæstir bankar fara hins vegar eftir þeim þó þeir eigi að heita aðilar að þeirri þjónustu. Íbúðarlánasjóður kemur hins vegar til móts við einstaklinga undir slíkum aðstæðum í 1 ár, síðan koma greiðslurnar aftur með meiri þunga en áður enda þarf að greiða ,,frystinguna". 

Eins og fram kom í viðtalinu, reynist aðför fjármálastofnana umræddri konu hvað erfiðust eftir að maður hennar fórst. Það að standa uppi allslaus, er líklega  um fertugt, er trúlega erfiðari biti en hægt er að kyngja. Skömmin, vanmátturinn og sjálfstraustið farið til fjandans.

Enginn er að tala um að gefa skuldir eftir, bankarnir lána ekki nema að fá þá upphæð helst fjórfalt til baka. Hins vegar mætti sýna meiri skilning á aðstæðum og koma jafnvel til móts við einstaklinga í slíkri stöðu með því að lengja lán,  draga úr innheimtukostnaði og hörðum aðgerðum.

Í okkar velferðarsamfélagi hefur ný auðmansstétt  úr fjármálageiranum hefur fest sig í sessi, ekki síst eftir einkavæðingu bankanna.  Margir innan hennar hafa allt upp í tugi  milljóna í tekjur á mánuði. Sumum finnst það ekkert tiltökumál. Forsætisráðherra landsins breiðir út boðskapinn um velmegunina hér um viðan heim enda Íslendingar auðug þjóð.  Hvergi í þessu ríka landi er að finna sjóð sem tekjulitlir einstaklingar geta sótt í þegar illa árar. Hvað þá ef þeir missa maka sína og jafnvel fyrirvinu. Það sama á við um öryrkja og þá sem veikjast alvarlegum sjúkdómum. Það litla sem hægt er að sækja um hjá ríki í gegnum TR er ekki upp í nös á ketti.

Flest okkar sem erum vinnandi í dag höfum greitt formúu til lífeyrissjóðanna. Erum beinlínis skyldug til þess, höfum ekkert um það að segja. Afraksturinn á að koma í okkar hlut þegar við förum á eftirlaun. Ef við föllum frá áður en til þess kemur, hirða lífeyrisjóðirnir allt sem við höfum lagt í hann. Rökin fyrir því eru þau að stutt er við bakið á þeim sem hafa lent í slysum og orðið öryrkjar ungir og greitt í sjóðina í stuttan tíma.  Göfugt fyrirkomulag sem kemur sér vel fyrir ungt fólk sem lendir í slíku óláni. Handónýtt fyrir fjölskyldu þess sem hefur greitt í sjóðinn alla sína starfsævi sem getur numið allt að 50 ár. Hún fær ekki krónu.

Umrædd kona á alla mína samúð. Það er útilokað fyrir hana eina að komast út úr því víti sem hún býr við í dag án utanaðkomandi aðstoðar. Ríkið gerir ekkert, það liggur fyrir.

Í okkar moldríka þjóðfélagi er margt fólk sem á ekkert og hefur ekki möguleika á að breyta þeirri stöðu. Mér segir svo hugur að ástandið eigi eftir að versna. Núverandi ríkisstjórn vill einkavæða Íbúðalánasjóð og ætli hún sér, gerir hún það, hvað sem tautar og raular.

Svona er Ísland í dagCrying


Hvað er ráðherra að bralla?

Nú er ég hugsi, hvað skyldi heilbrigðisráðherra vera að hugsa þessa dagana? Búinn að einkavæða am.k. 30% heilbrigðisþjónustunnar, að eigin sögn. VG halda því fram að hlutfallið sé allt að 70%. Trúlega lætur það nærri og á ég það við um flest svið heilbrigðisþjónustunnar.

Nú er ráðherra búinn að losa við forstjóra og lækningarforstjóra LSH sem löngum hafa verið taldir talsmenn aukinna gjaldtöku sjúklinga. Í öllu falli hafa sértekjur LSH aukist gríðalega í þeirra valdatíð. T.a.m þarf sjúklingur sem fer í aðgerð á degi x að mæta í rannsóknir daginn áður og borgar þær. Fylgir ekki innlagningapakkanum lengur þannig að óhætt er að segja að skilvirknin hafi aukist umtalsvert á þeim bæ.

Magnús hefur unnið ötullega við að kostnaðargreina alla sjúklinga og sjúkdóma. Forgangsröðun hefur verið á herðum hans og hirðarinnar. Fyrir liggur áætlaður kostnaður vegna mjaðamliðaaðgerðar, botnlanga, krabbameinsmeðferðar, gigtarmeðferðar, speglana og svona má endalaust telja. Síðan er forgangsraðað líkt og víða erlendis.  Ekki er sjálfgefið að 82 ára gamall einstaklingur fái nýjan mjaðmalið ef hann brotnar. Aðgerðin kostar í kringum milljón ef ég man rétt og eru þá legudagar þar taldir með.  Það gæti farið svo að ekki þyki réttlætanlegr að púkka upp á hann út frá kostnaðarlíkaninu og sá kostur etv. valinn að setja hann í hjólastól og verkjalyf þar til yfir líkur.

Forgangsraðað er eftir lífárum og eftir því hversu miklu sjúklingurinn kemur til með að skila af sér til þjóðarbúsins. Einnig er forgangsraðað eftir lífsháttum og áhættuflokkum. Ekki sjálfgefið að 50 ára einstaklingur sem reykir lendi ofarlega á biðlista eftir kransæðaaðgerð. Áhættuþáttum reyndar ekki öllum gert jafn hátt til höfuðs, sumir greinilega verri en aðrir. Sumir sleppa óáreittir, t.d. offitusjúklingurinn. 

Ég man hvað mér fannst harðneskjulegt að hlusta á fyrirlestur Magnúsar og síðar Ástur Ragnheiðar, þingkonu í kúrs forðum daga uppi í H.Í.  Var að nema stjórnun og rekstur í heilbrigðisþjónustunni. Þar komu þessar bláköldu staðreyndir fram um kostnaðargreininguna og forgangsröðunina. Minna fór fyrir umræðunni um lög um réttindi sjúklinga sem kveða skýrt á um að mismunun, af hvaða tagi sem er, er ekki í samræmi við lögin.  

Ég er á því að það þurfi að hagræða, auka skilvirkni í rekstri og tryggja að fjármunir okkar fari í góða heilbrigðisþjónustu. Hins vegar segir mér svo hugur að á síðustu 9 árum hafi orðið til ný stétt innan LSH, um 30 manna hirð í kringum forstjórana sem titlaðir eru sviðsstjórar o.fl. Margir þeirra eru ekki fagmenn á heilbrigðissviði. Margir af hirðmönnum hið mætasta fólk en ekki allir endilega hæfastir í starfið. Ef marka má það sem ég hef heyrt af stjórnun og störfum hirðarinnar eru það gjarnan viðskiptafræðingar, hagfræðingar og aðrir fjármálaspekúlantar sem fara með stjórnina á kostnað helbrigðisstétta, t.a.m. lækna og hjúkrunarfræðinga. Einstaka fagmenn innan um, já fólk í einhverjum tilvikum sem flykkist utan um forstjóran hef ég trú á.

Hagræðing og skilverkni felast ekki í eflingu nýrra stéttar hvítflibba. Hún felst m.a. í samkeyrslu gagna, sjúkraskráa og rannsóknarniðurstaða, yfirveguðum ákvörðunum um læknismeðferð þar sem réttur og hagsmunir sjúklings eru í fyrirrúmi og nýtingu jaðar- og svæðissjúkrahúsa, svo fátt eitt sé nefnt.  Einnig þarf  vinnustaðurinn að vera  aðlaðandi og skapa þá framtíðarsýn sem starfsmenn geta sætt sig við og eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að svo verði. Öðru vísi verður aldrei hægt að virkja starfsfólk til stefnumótunar og skilvirkni í rekstri. Dreifa þarf bæði valdi og ábyrgð í stað þess að einstakir hvítflibbar trjóni á toppnum og ákvarði hversu oft megi skúra, gefa kex með kaffinu eða hvaða lyf eru valin hverju sinni. Það þarf einng að halda í þann mannauð sem felst í vel þjálfuðu starfsfólki. 

Það þýðir lítið að ætla hátæknisjúkrahúsi eins og LSH að sýna arðsemi í rekstri. Sjúkrahús á vegum hins opinbera eru ekki til þess fallin til að skila hagnaði í árslok, a.m.k. ekki við núverandi löggjöf. Hins vegar er eðlilegt að gera þá kröfu að fari sé vel með fé skattborgara. Rekstrarfé LSH og annarra ríkisrekinna heilbrigðisstofnana kemur nefnilega úr okkar vösum. Það verður ekki til vegna aðrbærra fjárfestinga og hlutabréfakaupa eins og menn virðast halda. Rektrarumhverfið er ekki hið sama og í banka. Hins vegar er það eðlileg krafa að reksturinn sé í góðum farvegi.

Við erum að vinna með fólk, sjúkt fólk. Allar heilbrigðisstéttir, ekki síst læknastéttin, starfa eftir siðareglum og flestir bundnin ákveðum heitum og eið. Okkur ber að veita bestu, mögulegu meðferð hverju sinni, bjarga mannslífum og líkna sjúkum.  Auk þessar er LSH að mennta allar heilbrigðisstéttir, sem er hár kostnaðarliður. Okkur ber einnig að beita forvararstarfi til að koma í veg fyrir sjúkdóma, málaflokkur sem fær skammarlega litla sneið af kökunni.

Það gefur auga leið að hátæknisjúkrahús eins og LSH dýrt í rekstri. Þar fer fram sérhæfð hátæknimeðferð hverju sinni og ber að reka sjúkrahúsið sem slíkt. Sjúklingahópurinn á einnig að vera í samræmi við þá starfsemi. Hver legupláss er dýrt, mun dýrara en á Suðurnesjum, Selfossi, Ísafirði, Akranesi, Neskaupstað o.s.frv. Því á að nýta jaðar- og svæðissjúkrahúsin betur til einfaldari meðferðar. Trúlega væri sú þróun lengra komin ef fagfólk innan heilbrigðisgeirans hefði haft eitthvað um málin að segja síðustu ár.

Ég er í sjálfu sér ekki á móti því að ríkið kaupi þjónustu af einkaaðilum, svo fremi sem hlutdeild sjúklings eykst ekki. Sum þjónusta er vel til þess fallin.  Hins vegar er reynslan  sú að sú þjónusta sem einkaaðilar eru að veita í dag, hefur aukið kostnaðarhlutdeild sjúklinga svo um munar. Stjórnendur LSH hafa farið sömu leið síðustu árin eins og ég hef marg bent á. Áður fyrr voru einstaklingar lagðir inn til rannsókna, aðgerða, krabbameinsmeðferðar o.s.frv. Í dag er þeim sinnt á göngudeildum sem þýðir aukin kostnaðarhlutdeild sjúklingsins þó ríkið greiði þjónustuna niður. Áður fyrr greiddi ríkið sambærilega þjónustu að fullu. Sú þróun að færa ákveðna þjónustu til göngudeildanna er mér að skapi en menn verða að gæta hófs í kostnaðarhlutdeild og hafa velferð skjólstæðingsins að leiðarljósi, ekki einungis dollaramerkið.

Ég tel ástæðu til að hafa áhyggjur af framvindu mála í rekstri LSH og annarra heilbrigðisstofnana. Undanfarið hefur stormsveipur einkavæðingar farið um heilbrigðiskerfið og dregið úr rekstri á vegum hins opinbera að sama skapi. Gæti verið að ætlan heilbrigðisráðherra, með ríkisstjórnina að baki sér, að einkavæða LSH að hluta til eða jafnvel öllu leyti?  Hvað á maður að halda? 

 Samfylkingarmenn keyptu ráðherrastólana og setu í ríkisstjórn háu verði, verði sem kjósendur gjalda fyrir. Minnir mann á þegar Skrattinn seldi ömmu sína. Það heyrist ekki einu sinni boffs í Jóhönnu Sigurðarfóttur nú. Öðru vísi mér áður brá. Í öllu falli hljóta allir að vera sammála um að Sjálfstæðismenn eru að ná sínu fram í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Framsóknarflokkurinn má þó eiga það að hann barðist gegn stjórnlausri þróun í þessa átt. Sjálfstæðismenn fengu langþráða ósk sína uppfyllta með Ástu Möller í fararbroddi og dyggum stuðningi Péturs Blöndals.  Hvað er Guðlaugur Þór og hirðin nú að brallaW00t


Skattar

,,Skattar hafa hækkað einfaldlega af því launin hafa hækkað" sagði fjármálaráðherra okkar í sjónvarpsviðtali í kvöld, kampakátur yfir góðri efnahagsstjórn ríkisstjórnar. Einimtt það já. Er farin að hafa miklar efasemdir um IQ okkar mæta fjármálaráðherra. Etv. beinir hann sjónum fyrst og fremst að hinni nýju auðmannsstétt okkar Íslendinga og fyrirtækjanna. Það gæti skýrt þessi ummæli - eða....Whistling

Mér sýnist menn harla kampakátir með nýju kjarasamingana sem alls staðar eru samþykktir þó hækkandi eldsneytiskostnaður og neysluverð sé löngu búin að éta upp kjarabæturnar. Þátttaka í atkvæðagreiðslum reyndar í kringum 20% en þýðir þögn ekki sama og samþykki? Ekki er að heyra að landinn  kvarti mikið yfir eldsneytiskostnaði, það heyrist hvorki hósti eða stuna um þau mál. Mig munar verulega um það að kaupa líterinn af dísel fyrir tæpar 150 kr. enda keyri ég langar vegalengdir til og frá vinnu. Hækkunin umtalsverð á viku basis svo ekki sé minnst á mánaðar basis. Kannski almenningur sé sáttur og hafi nóg, þrátt fyrir allt og fjármálaráðherra hafi rétt fyrir sér?

Annars er fátt eitt að frétta af mínum vígstöðvum, komin reyndar með GREININGUWizard Magasár var það sem fannst í dag, trúlega af völdum gigtarlyfjanna. Kom mér ekkert á óvart. Óbreytt meðferð við því. Japla áfram á mínu Nexium eins og tópasi.  Sárið þó ekki talið skýra verkina nema að litlu leyti, lifrarprófin brengluð, lækkuð í blóði, járni og sitt hvað fleira en eins og staðan er þá veðja ég ennþá á gallið. Ekki er það bjórinn eða fæðið.

Annars gekk speglunin vel, frábær læknir og ekki síður hjúkrunarfræðingarnir. Ótrúlega léttur process núna miðað við oft áður og ég varð mér ekki til skammar. Hef einmitt verið að velta því fyrir mér hver úrræðin verða ef ég reynist með gallsteina. Einungis með eitt lunga sem mældist með rúmlega 60% starfshæfni þegar ég fór í lungnaskurðinn. Ætli það sé hægt að svæfa vandræðagemsan? Það hefði farið betur ef blöðruskömmin hefði verið tekin forðum daga.

Sit hins vegar ennþá uppi með vandann, verkirnir minnka náttúrlega ekkert við speglunina né greininguna en vissulega betra að vita hvað við er að etja. Næsta skref er ómun af gallvegum. Ætlaði að vera framsýn og panta tíma til að ná rannsókninni fyrir páska en ég var ekki með beiðni þannig að tíman fékk ég ekki. Trúlega bið fram yfir páska úr þessu.

Það er með ólíkindum hverju er hægt að venjast. Er alla vega hætt að kippa mér upp við kerfið okkar, geng að því vísu að allt taki tíma. Bráðatilfelli falla undir einhverja aðra skilgreiningu í kerfinu nú en áður. Trúlega flokkast endurlífgun undir bráðatilvik ennþá eða hvað?

Þar sem ég fær engu þar um breytt kyrja ég ærðuleysisbænina frá morgni til kvölds. Hún hljómar ágætlega, auðvelt að muna hana og setja hana í takt þegar ég ræ mér fram og til baka. Tíkin mín hún Díana er farin að taka með mér taktinn á næturna og heldur mér félagsskap þannig að mér leiðist ekki á meðan. 

Páskarnir framundan í næstu viku. Ég get heldur betur látið mig hlakkað til. Páskaegg í hvert mál. Þarf ekki að kvarta á slíku lúxus ,,fæði". Ég ætla að fá mér egg af öllum gerðum og stærðum

paskaegg


Loksins

Þvílík Þyrnirós og prímadonna sem ég er búin að vera seinni partinn. Sofnaði um kl. 17.30 og svaf bókstaflega af mér allt kvöldið. Komin á stjá kl. 22.30! Geri aðrir betur. Sé ekki alveg fyrir mér mikinn svefn í nóttWhistling

En hvað um það, góðar fréttir í dag. Hitti meltingasérfræðing og var mjög heppin. Sá hin sami er ekkert að tvínóna við hlutina,potaði hressilega í mig og tók ákvörðun strax.  Magaspeglun á miðvikudaginn og búinn að panta ómskoðun. Dreif mig í blóðprufur og niðurstöður ansi ,,gall-legar" Gætu bent til þess að ég hafi haft rétt fyrir mér. Ætla svo sem ekki að sjúkdómsgreina mig sjálf en óneitanlega er léttir að vera komin af stað með ferlið. Hefði seint trúað því að ég yrði ,,glöð" að vita að eitthvað sé að mér en satt best að segja er auðveldara að leggja á sig veikindi, verki og barlóm þegar maður veit hvað maður er að kljást við. Keypti mér nýjan kassa af Prons Polo af tilefninu Heart

Fór hins vegar illa með kvöldið, þessi vika bókstaflega ,,CRAZY" í verkefnavinnu á öllum vígstöðvum, sé ekki alveg fram úr málum en ætla mér að einbeita mér að einu í einu, það verður  að ráðast hvernig allt gengur. Rétt slefaði að ljúka minni vinnu fyrir miðnætti, mátti ekki tæpara standa. Haldið að þetta sé nú.  Mátti ekki við því að missa dýrmætan tíma, ég hlýt að verða á stultum á morgun.W00t


Hæ, hó

Takk fyrir kveðjurnar öll sömul. Fékk ,,galdrameðferð" í dag í lyfjaformi. Hitti einn doktorinn enn sem tók erindi mínu vel og sammála að það þyrfti að rjúfa ,,maga-gall/gigtarlyfja vítarhringinn" eða þann vanda sem er að gera út af við mig, hver sem hann er.

Einföld lausn eða öllu heldur plástur á bágtið en svei mér þá, hún er að virka, a.m.k. frá því seinni partinn í dag. Nóttin skelfileg eins og við var að búast og heilsufarið eftir því fram undir kvöldmat. En nú er mín búin að fá sér melónu, coce light og salat bar án þess að fara í keng og hljóða hér innan dyra. Er á meðan er, það liggur við að ég sé hátt uppi Wizard

Það kom mér hins vegar ekki á óvart að Sigga mínum Bö er ætlað að leysa málin endanlega, greina vandan og lækna enda ,,minn læknir". Á tíma hjá honum 18. mars þannig að þetta styttist, þangað til nota ég skyndiplásturinn, matarsóda og eggjagumsið sem Gunnar Skúli ráðlagði mér ef ég verð slæm.

Kötunni gekk aldeilis vel í morgun, fékk fullt stig húsa. Prófið í anatomiunni munnlegt og síðan krufning. Fékk einnig niðurstöður úr erfðarfræðiprófi sem hún tók um daginn og gekk fantavel. Haffinn á sama rólinu í sínum prófum, fullt stig húsa þar einnig. Þau verða bæði þjóðnýtt af móður sinni þegar sá tími kemur. Can´t waitTounge

Er búin að vera á fljúgandi ferð í verkefnavinnu í kvöld, mkið gaman enda ekki gengið svona vel í margar vikur. Þvílíkur lúxus, hlakka ekki lítið til að sooooofa og mun örugglega ekki flýta mér fram úr í fyrramálið. Það verður sofið út á mínu heimili og síðan verður dagurin  tekinn rólega. Ætla að m.a. nýta hann til að heyra í fólki, lesa fréttir vikunnar og ég veit ekki hvað og hvað.Smile


Eymd og volæði

Óttalegur barlómur hérna megin. Er eiginlega búin að fá nóg, bæði af ástandinu og sjálfri mér. Þessi dagur búinn að vera algjört ,,pain" frá a-ö. Nóttin var skelfileg og hef haldið mér frá hljóðum með því að dreypa einungis á í dag. Náði að leggja mig aftur í morgun sem bjargaði nokkru. Það liggur við að ég vorkenni þeim lækni sem fær mig á stofu til sín á morgun. Urr,hvað ég er orðin pirruð á þessu. 

Ætla rétt að vona að veður hamli ekki för á morgun líkt og í dag.  Snéri við á leið upp í Borganes, leist ekki meira en svo á veðrið. Er orðin óttarleg kveif í þeim málum, öðru vísi mér áður brá. Var hálf fegin að vera löglega afsökuð frá þessu ferðalag, veit að það hefði orðið erfitt en ég ætlaði að láta mig hafa það svo sem.

Katan að fara í sitt fyrsta anatomiu próf í fyrramálið. Veit að henni á eftir að ganga vel, sendi henni hlýja strauma á milli stríða.Heart

Mér finnst tilveran hálf nöpur í þessu ástandi og get ekki sætt mig við óbreytt ástand öllu lengur. Þrefaldur skammtur af magalyfjum hefur nákvæmlega ekkert að segja og engin verkjalyf í minni eigu hafa tilætluð áhrif. Gólfletirnir slitna hratt þessa dagana og nætur. Vesalings tíkurnar skilja ekki upp né niður á þessu, enginn munur á degi og nóttu hvað varðar fótaferð. Nú segir mín STOPP, URR, GARG OG HVÆS!


Gróf á því

Storkaði örlögunum í dag, eins og mér er einni lagið. Brauðsneið í morgunmat og ýsugratin í hádeginu, að vísu ekki nema nokkrir munnbitar. Uppskar eftir því. Alltaf hefnist manni fyrir vitleysuna. Ég er ekki hægtSick

veik kona

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Get ekki beðið eftir því að ná að sofna. Það væri lúxus. Hlakka til á morgun, allt yfirstaðiðSmile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband