Færsluflokkur: Bloggar

Hetjurnar

Svolítið einkennilegt að kíkja á bloggið. Allar hetjurnar sem riðu á vaðið með bloggi sínu um sjúkdóma og líðan þeirra búnar að kveðja. Ekki laust við söknuð enda sterkir karekterar og bloggsamskiptin oft náin enda áttum við oft sameiginleg vandamál. Mér finnst ég svolítið ,,ein eftir"  og spyr mig oft; af hverju þær en ekki ég???? Er auðvitað fegin að fá að vera hér og alls ekki að kvarta en mér finnst lífið stundum óréttlátt eins og mörgum. 

Ekki það að ég hef eignast fjölmarga nýja bloggvini sem sannarlega hafa jákvæð áhrif á tilveruna. Ég fæ ótrúlega mikið út úr því að kíkja á síður þeirra og kemst yfirleitt í gott skap. Mér finnst gaman að lesa um ólíkar skoðanir og áherslur fólks, slíkt ýtir við manni og fær mann til að hugsa, endurmeta og stundum til að skipta um skoðun. Pólitíkin auðvitað í uppáhaldiWink Fyrir mig sem fer lítið út meðal fólks utan vinnu skiptir bloggið miklu máli. Það að geta kíkt á það hvar sem er, hvenær sem er eru forréttindi. 

Talandi um pólitíkina þá er ég búin að fá upp í kok af henni hér í Reykjavíkinni. Endalaus langavitleysa og augljóst að enginn ætlar sér að axla ábyrgð. Er farin að vona að nýji meirihlutinn haldi, einfaldlega til að koma einhverjum stöðugleika á borgarmálin. Hef nú samt grun um að ekki séu öll kurl komin til grafar ennþá.  Málin eru víðar í ólestri en í sveitinni, á því er enginn vafi.Whistling

Þessi vika verður væntanlega fljót að líða, stafli af verkefnum sem þarf ýmist að vinna eða fara yfir auk ýmislegs annars. Þarf ekki að kvarta yfir því að leiðast. Trúlega kemur til með að vanta eittherjar klukkustundir í sólahringinn. Er hálf feginn, erfiður tími. Á morgun er liðið ár síðan að Guðjón fór og satt best að segja rifna sárin upp og sársaukinn fer af stað á ný. Ég verð auðvitað að læra að lifa með missinum og sorginni. Mér finnst mér hafa tekist það nokkuð vel en sumir tímar eru erfiðari en aðrir. Svo einfalt er það. Veit þó að margur hefur það erfiðara en ég. 


Enn og aftur brottför

Ungarnir mínir týnast úr hreiðrinu aftur smátt og smátt. Katan fór fyrir viku og eftir nokkra klukkutíma leggur Haffinn af stað. Sælan búin í bili. Búið að vera frábær tími sem hefur liðið allt of hratt. Við náðum ekki að gera það sem var á áætluninni, heimsóknir urðu af skornum skammti enda margt sem gerðist á örskömmum tíma. Við gerum bara betur næst, er hætt að stressa mig á því þó eitthvað verði að bíða. Veikindi hafa og sett nokkurt strik í reikninginn.

Er auðvitað pínu aum yfir því að missa krakkana út aftur en á móti kemur að ég er stolt af því sem þeir eru að gera og mjög sátt. Það verður tómlegt í kofanum, alla vega svona fyrst um sinn en ég hef meira en nóg að gera þannig að ég örvænti ekki. Mér mun ekki leiðast um of, nema á laugardagskvöldum. Þau eru einfaldlega ,,drep" leiðinleg.  Pinch

Mér finnst það forréttindi að fá að sjá krakkana þroskast og verða sjálfstæða einstaklinga sem geta staðið á eigin fótum. Eitt af markmiðum mínum síðasta árið hefur einmitt verið það að sjá að þau geti tekist á við verkefni lífsins án þess að vera endilega í skjóli mínu. Það að þau ,,vaxi" frá mér á meðan ég er enn hér, er takmark út af fyrir sig. Fyrir 18 mán. hugsaði ég ekki einu sinni út í svona mál, fannst sjálfsagt að ég yrði hér til eilífðarnóns, ekkert öðruvísi þankagangur en hjá öðrum. Nú veit ég betur, tími okkar er takmarkaður og það þarf að fara vel með hann. Ég er hins vegar ekkert á förum á næstunni, það er ekki það. Mér liggur hins vegar kannski meira á en mörgum öðrum, á eftir að gera ótal hluti.  Wizard

Kannski ætla ég mér of mikið, ég veit það ekki. Mér finnst það ekki. Forgangsröðunin er önnur, því er ekki að leyna. Eitt af því sem hefur breyst er það ég mér finnst algjör óþarfi að finna til og vera verkjuð.  Vil að mér líði vel á meðan ég er ofan jarðar og ég sé engan akk í því að harka eitthvað sérstaklega af mér. Ég hef líkt og aðrir Íslendingar harkað af mér í gegnum tíðina og mun gera það áfram á flestum sviðum. Ég ætla hins vegar ekki að vera með einhverja sjálfspíningarhvöt. 

Ég sé ekki heldur ástæðu til að dvelja við aðstæður sem ég er ekki sátt við né láta yfir mig ganga óviðeigandi framkomu.  Ég get alveg leitt hjá mér þá sem eru þreyttir, illa stemmdir og láta það bitna á öðrum, t.d. mér. Ég get líka valið að umgangast ekki slíka einstaklinga. Þeir hafa nefnilega alltaf ákveðin áhrif á mann og draga aðra niður með sér. Í ,,gamla lífinu" lét ég ansi margt yfir mig ganga og þraukaði lengur en heilbrigt var við aðstæður sem ekki er mönnum bjóðandi. Í ,,nýja lífi" mínu eru áherslubreytingar hvað þetta varðar. Er hins vegar ekki enn búin að ákveða hvert ég stefni, er enn að læra á kompásinn og gengur það ágætlega.Undecided

Heilsan er svona upp og niður. Gærdagurinn var reyndar einn sá besti um all langt skeið, þrátt fyrir týpíska verkjanótt. Þessi dagur hins vegar síðri. Ég má reikna með að þurfa að vinna uppsagnarfrestinn sem óhjákvæmilega fylgir uppsögninni á veikindapakkanum. Í raun  hef ég sagt veikindum stríð á hendur. Er reyndar ekki enn búin að kaupa mér kort á líkamsræktarstöð eða í jóga.  Blómafrævlarnir ekki enn komnir inn í hús en allt er þetta í vinnslu og stendur til bóta.

Þorrablótinu fyrir vestan var frestað vegna veðurs og var ég fegin. Bæði út af veðurspá, brottör Haffa og ekki síst vegna tímasetningarinnar sem var óheppileg að mörgu leyti. Stutt í dánardægur Guðjóns og erfiður tími framundan. Sárin rifna upp.

Vona að Haffinn fái sæmilegt ferðaveður, ekki lítur það vel út hér á landi, flughálka á Reykjanesbrautinni og farþegar hafa þurft að kúldrast inni í vél í fleiri klukkutíma.  Ég yrði laglega biluð ef það kæmi fyrir mig. Næ varla andanum á meðan vélin er á lofti sérstaklega ef loftræstingin er af skornum skammti. Hvað þá ef vélin er kyrrstæð og búið að drepa á öllum hreyflum.  Það yrði tilefni til að ræsa út NeyðarlínunaSick Í öllu falli er flugið hans Haffa enn á áætlun og vonandi kemst hann á réttum tíma. Hefur þó nokkurn tíma til að hlaupa upp á í Köben, biðin þar 8-9 klst. þannig að það er ekki hundrað í hættunni þó fluginu seinki eitthvað.

Sjáum hvað setur, í öllu falli kominn tími á ræs, Haffi lagði sig í 1-2 klst. ég þorði ekki að sofna enda erfitt að vekja mig eftir stuttan svefn. Ég bæti mér það upp á morgun, á því er enginn vafiWink Hef meiri áhyggjur af Haffanum sem á framundan sólahringsferðalagW00t


Pólitíkin

Hvernig í ósköpunum ætlar Villi sér að gegna stöðu borgarfulltrúa og síðar borgarstjóra eftir að niðurstöður hinnar ,,svörtu" skýrslu stýrihóps borggarfulltrúa var birt. Ekkert nýtt sem þar kemur fram segir vinurinn og beygði af. Allir eru vondir og ósanngjarnir.  Common, hvort heldur sem er, þá er trúverðugleiki hans hruninn og forsendur hans sem kjörinn fulltrúi kjósenda hruninn. Þekkja menn ekki sinn vitjunartíma? Þetta er farið að vera eins og í sveitinni minni.Bandit

Núverandi borgarstjóri er fullur fyrirheita um að einhverjir verði látnir sæta ábyrgð vegna REI málsins. Mín spá er sú að stjórnendur og einhverjir stjórnarmenn Orkuveitunnar verði látnir taka poka sinn en pólitísk kjörnir fulltrúar sitji áfram sem fastast.Yrði það viðunandi lausn? Ekki verður samstarfsmanni Ólafs refsað? Sjálfstæðismenn munu ekki una því og slíta samstarfi við Ólaf ef hann glefsar í flokksmann þeirra. Hvað getur maðurinn gert? Kominn í úlfakreppuPinch

Mér fannst einkennilegt að hlusta á viðtal við Svandísi í VG í kvöldfréttum. Sú hefur heldur betur samið þegar nýi en fráfarandi meirihluti tók við störfum. Málefnasamningur væntanlega við Björn Inga sem fól í sér vægð í garð pólitískra fulltrúa, hef ég trú á. Gæti verið að hún gangi með meirihluta samstarf við Sjálfstæðismenn í maganum? Einhver skýring hlýtur að liggja að baki því að hún selur sannfæringu sína og kúvendist, blessunin. Slíkir stjórnmálamenn eru aldrei trúverðugir. Það er sjálfsagt að skipta um skoðun ef rök eru fyrir því en 360° án sýnilegrar ástæðu, nei!Sideways

Annars fátt eitt að frétta héðan úr Engjaselinu. Ófærð í dag þannig að ég komst ekki til að sinna verkefnum dagsins sem áttu að vera í Borganesi. Er orðin ragari að æða út í öll veður, hefði sennilega haft þetta en einhvern veginn hafa áherslurnar breyst. Svo virðist sem ekki megi blása á mig, þá er ég komin með einhvern krankleika. Hætti síður á kulda og bras í ófærðinni en ég gerði fyrir 2 árum. Lét fátt eitt stoppa mig á fram að þeim tíma. Nú er sem sé öldin önnur og ,,skynsemin" látin ráða för, eða þannigWhistling

Haffi að koma til eftir sína pest, komst loks út úr húsi í dag og heldur betur létt. Var að mygla hér fastur innan dyra yfir engu nema tíkunum á daginn, skjálfandi undir sæng. Hann á flug út í býtið á sunnudagsmorgun þannig að sælan er á enda. Katan á fullu úti, vitlaust að gera og stendur sig eins og hetja. Er ein að rolast þar sem sambýlingarnir eru hér enn á Fróni.

Er ekkert skárri af mínum krankleika, uppsögnin á veikindapakkanum virðist ætla að dragast á langinn. Hef reynt að kvabba á mínum mönnum og væla, án árangurs. Urr, hvað ég er pirruð á þessu. Veit að þetta er ekki alvarlegt en vont er það. Er ekki vön að rjúka til út af verkjum en þessir eru fjandanum verri, það verður að segjast eins og er. Tengi þá enn meltingarveginum,  maga/galli, whatever!Angry Með þessu áframhaldi þarf að endurskoða verkjalyfjameðferðina, það er á hreinu. Urr, garg og hvæsW00t. Ég er pirruð yfir þessu ástandi, sorrý.... Samræmist engan veginn  nýja lífinu mínu. Hamlar mér á allan hátt. Ég skal ekki láta þetta stoppa mig í vinnu samt. Nóg að ófærðin geri það.

Helgi framundan, setti stefnu á þorrablót í minni fyrri sveit, er orðin svartsýn að sú áætlun gangi upp, bæði vegna verðuspár og ófærðar og svo setur þetta vesen á mér strik í reikninginn. Urr aftur!

Ég ætla að gera eins og Maddý bloggvinkona mín gerir, ég ætla að vera uber happy á morgun, jafnvel þó að það verði ófært. Mæta nýjum degi syngjandi kát og segja öllum verkjum stríð á hendur. Læt ekkert skemma daginn. Ætla að finna kápu handa Kötunni minni í staðinn fyrir flottu kápuna hennar sem var stolið síðustu helgi, fyrir framan hana. Hún var greinilega ekki með gleraugun Tounge  Ótrúlegt hvað fólk er orðið býræfið

Rise and shine í býtið, tek skóflu með mér að vopni gegn veðrinu, uber hress og happy. Tomorrow, here I come Smile

Happy-Feet


Svefn

Komin í gamalkunnugt mynstur, svaf í hádeginu og aftur í kvöld. Missti eiginlega af kvöldinu, glaðvakandi núna. Ég er ekki hægt eins og stendur einhvers staðar. Bév.... verkir á næturnar, kolrugla öllu prógramminu með þessum uppákomum. Komin á eftir með eitt og annað, hlýt að ná að vinna það upp á næstu dögum. Verð ósköp fegin þegar þessi vika er búin.W00t

Haffi steinliggur með pest, hósta, kvef og slappleika. Ekki er móðirin að halda honum félagsskap en reyni þó að passa ungan þegar frúin er í vökuástandi.  Held að hann sé hálf hneykslaður á móðurinni núna. Styttist heldur betur í brottför hjá honum, fer út á sunnudagsmorgun. Katan komin á fullt í skólanum og plummar sig fínt að vanda.

Ekkert annað að gera en að henda sér á koddan og vona að þessi nótt verði skárri en sú síðasta. Finnst lítið spennandi að standa í þessu næturbrölti, er búin að segja upp veikindapakkanum Smile


Orðlaus!

Hvernig má það vera að eigendur hrossa skilja þau eftir fóðurlaus í girðingum? Í öllum veðrum, etv. með lítið eða ekkert skjól og enga beit. Hvað er að? Hvar eru stjórnvöld og eftirlitið??  

Sjálf hef ég þurft að láta hross mín ganga úti og tók út fyrir það. Við Katan sváfum ekki heilu næturnar fyrst eftir að hrossin okkar gengu úti og voru þau þó í besta atlæti, fengu nóg að éta, feit og sælleg. Amaði ekkert að þeim, við mægðurnar hins vegar ómögulegar að vita af hrossunum okkar út. Tepruskapur í okkur, vildum helst hafa hrossin inni hjá okkur, ef við hefðum fengið að ráða. Barnaskapur auðvitað enda ,,þroskuðumst" við fljótlega.

Það eru til reglugerðir og dýraverndunarlög sem eiga að fyrirbyggja slæma meðferð á hrossum og öðrum dýrum. Það virðist hins vegar standa á eftirfylgninni, á stundum. Ég hef vitað til þess að sauðfé hafi verið komið að niðurlotum af hor, hross vanrækt úti, vannærð og hrakin og hundar lokaðir inni svo vikum og mánuðum saman. Þó allir viti af illri meðferð dýra, eru menn ótrúlega ragir við að tilkynna slíkt til yfirvalda. Eru hræddir við nágrannan, óttast afleiðingarnar, vorkenna aumingja bóndanum sem vinnur svo mikið, er svo fátækur og þannig má endalaust halda áfram.  Meira hugsað um viðbrögð mannskepnunnar en dýranna. Ég hef einnig vitað til þess að viðeigandi stjórnvöld hafi ekki tekið á málum, gefið eigendum dýra endalausa sjénsa. Finnst erfitt að ganga hart að viðkomandi, finnst of mikil fyrirhöfn að standa í brasi og þurfa að sækja og hýsa dýrin, óttast að missa pólitísk áhrif vegna óvinsælla aðgerða o.sfrv. Ég er ansi hrædd um að margur dýralæknirinn þurfi að streða við þar til bær stjórnvöld, oftar en almenningur gerir sér grein fyrir, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu þar sem minni líkur eru á að svona ill meðferð á skepnum líðist.

Urr, ég get hreinlega misst mig við tilhugsunina, hvað þá umræðuna. Þetta er hrikalegt. Viðurlög þurfa að vera strangari, bæði gagvart eigendum sem haga sér svona og því stjórnvaldi sem ber að taka á illri meðferð dýra.

hrakinn hestur

 

 

 

 

 

 (mynd tekin af mbl.is)

 

 


Spennufall

Þá er Katan komin út til Ungverjalands. Var að heyra í henni, nýlent í Búdapest og á eftir 3ja klst. akstur til Debrecen. Langt ferðalag síðan rúmlega 4 í morgun. Verður komin í hús um kl.2 á staðartíma og skóli í fyrramáli. Ætla rétt að vona að gasið og allt verði í lagi þegar heim er komið.

Haffi skutlaði skvísunni út á völl, eins gott því báðar þurftum við að skæla smá og þá er betra að vera heima við.  Var  hrædd um að sofa af mér brottför hennar þannig ég fór ekkert að sofa fyrr en hún var farin og komin í gegnum tékkið í Leifsstöð í morgun. Það var því sofið nokkuð frameftir þennan daginn.Sleeping

Það er greinilegt að Orkuveitan hefur varla við þessa dagana, hér er búið að vera skítakuldi inni í húsi síðustu 2 dagana. Dugar ekkert minna en lopasokkar og peysa innandyra.  Tíkurnar tolla ekki úti í 2 mín.  algjörar kuldakreistur orðnar hjá mér. Ætla rétt að vona að spáin sé hagstæðari framundan, sé ekki betur en að það stefni í heitavatnsleysi hér á höfðuborgarsvæðinu.

Missti af Silfri Egils, mér heyrist þátturinn hafi verið góður og þess virði að kíkja á endursýninguna á eftir. Björn Bjarnason með háfleygar hugmyndir um nýtingu á björgunarsveitarmönnum. Ekki viss um að það samræmist þeirra hugsjón og sýn að gegna hlutverki varlaliða í óeirðum o.þ.h. Hugur Björns er greinilega hátt uppi þessa dagana. Nú á loks að fylgjast með flæði erlendra borgara til landsins. Löngu orðið tímabært og á ekkert skylt við rasisma.

Það má reyndar ekki segja neitt upphátt um fjölda  þeirra útlendinga sem hafa sýnt mikla hörku í sínum glæpum að undanförnu.  Það er hins vegar ekkert leyndamál að svokallaðar rafbyssur eru löngu komnar í hendurnar á lögreglunni byrjað  að þjálfa menn til að nota þær. Skotvopn eru búin að vera lengi til staðar en ekki notuð nema af Sérsveitarmönnum. Nú er ljóst að lögreglan þarf að vígbúast, því miður. Glæpirnir eru orðnir harkalegri og alvarlegri.Bandit

Þessi dagur með skásta móti, verkirnir heldur minni ef eitthvað er. Hitt er svo annað mál að ég verð að bregðast við þessu ástandi sem fyrst, ekkert vit í öðru, er varla vinnufær í verstu köstunum. Það líkar mér illa enda samræmast veikindi ekki mínum plönum núnaW00t

Ekki laus við spennufall, framundan strembin vika svo fer ástandið vonandi að róast eitthvað. Ekkert mál að leggja á sig aðeins meira þegar gaman er. Nýt þess í botn að stunda mína vinnu. Eini ókosturinn er að ég þarf að vakna fyrir fyrsta hanagal, það er meira en að segja það fyrir rótgróna B manneskju og nátthrafn sem bósktaflega dýrkar það að sofa út á morgnanaWhistling

Allt er þetta þó fyllilega þess virð.


Í rétta átt

Heilsufarið á réttri leið, komin á ról um hádegið eftir leiðinlega nótt. Einkennilegt hvað maður velur næturnar til að vesenast í pestarfárinu. Er nokkuð viss um að þessi pest sé farin að syngja sitt síðasta. Afþakka með öllu fleiri pestar í bráð. Nóg komið af því góða.

Ekki nemar 4 dagar í brottför hjá Kötunni, búið að vera nóg að gera, tannlæknir og rannsóknir, reyndar hjá báðum krökkunum. Ekki laust við að hnúturinn sé  að herðast í mallanum en ég er ákveðin að reyna að kíkja til krakkanna þegar fer að vora og verða hlýtt. Fremur ódýrt að fljúga og enginn kostnaður vegna gistingar þannig að það ætti að vera hægt.

Verðum að nýta vel þessa daga sem eftir er, höfum náttúrlega ekki gert helminginn af því sem til stóð en svona er það bara. Búið að vera fínt og það skiptir meginmáli. 

Rólegt á pólitískum vígstöðvum, skyldi það vera lognið á undan storminum? Kannski það verði friður á næstunni????Halo

 


Pestaryksuga

Einn bloggvinur minn kom með ágætis orð yfir pestasækni mína, þ.e. pestaryksuga. Það er svo sannarlega orð að sönnu. Búin að liggja eins og drusla í dag og haldið mér inni við. Betri af magakveisunni (vonandi ekki NOROSick) en með flensulík einkenni og skelfilega slöpp. Svitna við minnstu hreyfingu. Lýsing sem margur kannast við þessa dagana, trúi ég. Tími flensu og allra handa pesta núna.

Það dugir víst ekki til að vera iðinn við kolann í hinum ýmsu lyfsölum, kaupandi blómafrævla og alls kyns sólhatta og dropa. Ég þarf að fara pína þessu ofan í mig, glösin og innihaldið gera lítið gagn uppi í hillu hjá mér. Ótrúlegt hvað maður blekkir sjálfa sig.Sideways

Er annars á því að ég sé hitabeltisplanta og eigi að búa á suðlægari  slóðum í sól og hita. Mér líður best í slíku umhverfi. Þarf eiginlega að fara á fá einhverja brilliant viðskiptahugmynd og koma mér á þær slóðir. Nenni þessu pestafargani engan veginn. Verð bæði hundfúl og naga mig að innan með sektarkennd, þoli ekki að geta ekki mætt til vinnu og staðið mína pligt. Einfaldlega þoli það ekki Pinch

Það er þó sitthvað sem léttir lund mína á þessum síðustu  og verstu tímum. Ég komst í kynni við Maddý, þann frábæra ljósmyndara og er heilluð upp úr skónum. Ætla svo sannarlega að eignast myndir hjá henni.  Hér kemur ein sem ég er dolfallin yfir; The last dance

tl-the_last_dance_print

 

 

 

 

 

 

Vona að þú takir þessu ekki illa Maddý, ég bara má tilSmile

Fleira hefur verið að gleðja mitt litla hjarta,  komin í samband við aðra bloggvinkonu mína, Helenu sem á blindrahundinn Fönix. Helena er mjög sjónskert en málar engu að síður. Hvernig hún fer að því, veit ég ekki. Ótrúlega þrautseig og hörð af sér. Listræn í meira lagi og ekki skemmir að hún er Garðhreppingur.  Myndirnar hennar eru stórgóðar. Hér kemur ein:  Kyrrð

kyrrð 5 JPG(2)

 

 

 

 

NB!ég er búin að panta hanaWink

 

 

 

 

 

Hef aldrei gefið mér tíma né leyft mér að gæla við svona fallegar myndir en nú er rétti tíminn enda nýtt líf hjá mér

Í þriðja lagi hef ég heyrt frá einni hetjunni sem barðist við lungnakrabbamein og hafði betur. 4 ár frá meðferð, horfur ekki beint upplífgandi hjá henni í fyrstu en hér er hún enn, eldspræk og laus við sjúkdóminn. Þó ég viti að tölfræðilega sé þetta möguleiki er alltaf raunverulegra að heyra í einhverjum sem hefur gengið í gegnum þetta ferli og haft betur. Ekki síst á þessum tímum þegar hver hetjan af fætur annari hefur mátt láta í minni pokann. 

Spennandi tímar framundan þrátt fyrir pestafár sem ég hyggst  komast yfir hið snarasta.W00t

 

 


Löng nótt

Síðasta nótt var með þeim lengri sem ég man eftir, náði að sofna um kl. 5 og komin á stjá um 6.30, algjörlega búin á því.  Þvílík magakveisa. Mér skilst að hún sé búin að ganga víða mönnum til hrellingar. Í öllu falli fór ég ekki langt í morgun, reyndi mikið en án árangurs. Þoli ekki að geta ekki staðið við skuldbindingar mínar.Sick

Þessi dagur hefur því farið í mest lítið, svaf fram eftir öllu, er farin að halda einhverju niðri og heldur í áttina. Skal vera orðin betri í fyrramálið.  

Nú styttist heldur betur í brottför hjá prinsessunni, fer út á sunnudag. Kvíði svolítið fyrir en er þakklát fyrir þær vikur sem við höfum átt saman. Tíminn líður á ógnarhraða og áður en við vitum af, verður komið vor. Hafsteinn fer ekki út fyrr en 10. feb. enda kom hann seinna heim í fríið. Búið að vera líflegt í kotinu og nóg að gera. Farin að pikka upp fyrri getu í eldamennsku, var farin að glata niður allri getu á þeim vettvangi. Hef lítinn áhuga á því að elda ofan í mig eina. Lystin hverfur um leið og ég er búin að elda.

Eitthvað farið að róast í borgarpólitíkinni heyrist mér, spennandi verður að fylgjast með framvindu mála. Mér hefur fundist margur fara offari í gagnrýni sinni á Ólaf F. hvað varðar veikindi hans. Mér fannst rétt af honum að ræða þau opinskátt enda opinber persóna og umræðan orðin rætin. En af henni má ráða að andlegir sjúkdómar séu settir skör lægra en ,,líkamlegir" sjúkdómar. Það er umhugsunarefni nú á 21. öldinni. Fordómar birtast á margan hátt.Crying

Hve margir hafa ekki kiknað undan álagi einhvern tíman á lífsleiðinni? Makamissir, skilnaður, atvinnumissir, fjárhagsörðugleikar, sjúkdómar og  margt fleira geta sligað manninn. Fólk missir tímabundið fótanna við slík áföll og einstaklingar eru mis vel í stakk búnir til að takast á við þau. Auk þess er misjafnt hver stuðningur manna er við slíkar aðstæður.  Er það einhver skömm að kikna tímabundið?  Er það ekki viðringarvert að fók leiti sér hjálpar við slíkar aðstæður?  Ég hefði haldið það. Þá sýnir fólk að það er tilbúið til að berjast áfram og byggja sig upp. 

Ég er svo undrandi og miður mín yfir rætni og offorsi manna. Vilji mennn gagnrýna Villa, Ólaf eða einhverja aðra þá ber að gera það á málefnalegan hátt. Enginn er yfir gagnrýni hafinn og margt af því sem hefur gerst í borgarpólitíkinni að undanförnu er ógnvænlegt. Það ber líka að gangnýna og fólk á að láta í sér heyra.  Niðurbrot og persónulegt níð telst ekki til gagnrýni.W00t

Það er merkilegt að fylgjast með því hve margir eru tilbúnir að kasta fyrstir steininum úr eigin glerhúsiHalo


Strandaglópar

Þorrablótið tók sinn toll af krökkunum eins og við var að búast, eru strandaglópar í sinni fyrrum heimabyggð. Það væsir ekkert um þau, eru í góðu yfirlæti hjá vinum okkar. Ekkert annað að gera en að bíða veðrið af sér.  Keyri trúlega á móti þeim ef þau komast af stað í dag. Missum því miður af kvöldverðarboði hjá bróðurCrying

Eins og forvitinna manna siður er, hef ég reynt að toga upp úr þeim hvernig blótið var, vil auðvitað heyra öll skotin.  Það er enginn maður með mönnum nema að hann fái einhver skot. Hefur sveitarstjórn að öllu jöfnu legið vel við höggi, eins og skiljanlegt er. Ekki var mikið á krökkunum að græða, þau skildu ekki helminginn af því sem fram fór.  Þekktu í raun ekki marga, greinilegt um margt nýtt fólk í Dölum. Það er auðvitað hið besta mál, öllum samfélögum hollt á fá nýtt blóð. Það vakti hins vegar athygli þeirra að sveitarstjórn virtist hafa sloppið að mestu við öll skot. Það finnst mér fréttir og það miklar fréttir!Shocking

Oft hafa þau skemmt sér betur segja þau, þetta var allt í lagi. Katan fékk ekki frið fyrir hljómsveitarmönnum, hafði verið svo bíræfin á eigin bloggi að gagnrýna hljómsveitarvalið. Fannst hún fremur slöpp og vildi meira fjör. Fékk heldur betur að kenna á bíræfni sinni, tekin í nefið, fyrst á blogginu og síðan á ballinu.  Menn  greinilega eitthvað hörundssárir. Þeim tókst í öllu falli að skyggja á gleði hennar. Lýsir þeim náttúrlega og þess ber að geta að allt eru þetta fullorðnir menn, engir unglingar.W00t

Mér er sagt að samfélagsgerðin sé mjög breytt, einkennist af klíkum í kringum suma sveitarstjórnarmenn. Aðeins útvaldir eru vígðir inn í  þær klíkur.  Innfæddir Dalamenn fara ekkert gegn slíkum klíkum enda störf, álit og afkoma í húfi og mönnum er enn í minni útreiðin sem ég fékk. Fáir eru tilbúnir að leggja slíkt á sig þó skoðanafrelsi og lýðræðið sé í húfi. ,,Ef ég ætla að búa þarna, þá held ég mig á mottunni" sagði einn gamall vinur minn við mig um daginn.  Ekki nýjar fréttir fyrir mér  en er slegin af heyra hversu slæmt ástandið er. Búið að þagga niður í flestum mönnum. Sem betur fer stendur einn og einn við sannfæringu sína og tjáir sig. En þeir eru of fáir ennþá. Kaupverðið of hátt.

Margur heimamaðurinn sat því heima í gær, mætti ekki á blót. Samkoman með breyttu yfirbragði, andrúmsloftið stíft og ,,snobbað" var mér tjáð. Vantar gleðina og frjálslega framkomu, segja margir. Þeir sem  mæta,  gæta sín að vera innan rammans, með einstaka undantekningum þó. Einhverjum leyfist enn að vera í ,,annarlegu" ástandi. Mikið vildi ég að ég hefði drifið migBandit

Mér er spillingin ofarlega í huga. Það að sveitarstjórinn skuli selja sveitarsfélaginu glugga og ýmsilegt  til húsasmíða úr eigin fyrirtæki finnst mér forkastanlegt. Hvernig getur þetta gerst?  Reglur um útboð virtar að vettugi þegar hentar, samið við þá sem eru ,,inni" þá stundina og eru tengdir tilteknum sveitarstjórnamönnum.  Ég á ekkert að vera hissa, þegar sumir menn komast til valda, semja þeir sín eigin lög og reglur og framfylgja í krafti meirihlutans. Mér hefur oft verið tíðrætt um það á þessari síðu.

Spillingin teygir víða út anga sína. Hjúkrunarforstjórinnn ferðast ferðast vítt og breytt um að bifreið heilsugæslunnar, sem ætlaður er til vitjana eingöngu,  hvort heldur sem er í innkaupaferðir suður fyrir brekku, jafnvel til Reykjavíkur eða til og frá vinnu. Keyrir börnin sín til og frá skóla á sömu bifreið og fær aksturinn greiddan úr sveitarsjóði líkt og um eigin bifreið sé að ræða. Sést hefur til makans á heilsugæslubifreiðinni innan sveita þannig að augljóslega þykja þessi hlunnindi sjálfsögð. Stinga hins vegar í stúf við samninga og rekstrarleigu ríkisins á bifreiðum heilsugæslustöðva landsins. Þeim er ætlað að þjóna vakthafandi lækni, ungbarna- og heimahjúkrunarvitjunum. Menn eru frjálslegir í minni fyrrum heimabyggð. Hvar er eftirlitið með sveitarfélögunum og starfsemi þeirra???Police

En pólitísk spilling er víðar en í litlu samfélögunum eins og sjá má á pólitíkinni í Reykjavík. Aldrei hefði mér dottið í hug að slík spilling myndi komast upp á yfirborðið. Menn hafa hingað til falið hana og það vel. Menn eru hættir því, telja hana sjálfsagðan hlut enda lengi búnir að vera með pólitísk völd. Eigin leikreglur þykja því sjálfsagðar. Þegar ég fylgist með Sjálfstæðisflokknum og störfum fulltrúa hans, blasa þessar staðreyndir við. Þær æpa á okkur oog margur er miður sín. Kjörnum fulltrúum flokksins finnst þetta hins vegar eðlilegur hlutur. Samfylkingin í ríkisstjórn tekur beinan þátt.  Óafturkræfur fórnarkostnaður þar grunar mig. 

Mér heyrist margur vera reiður eftir áhorf Spaugstofunnar í gærkvöldi, aðrir eru hrifnir.  Missti af henni en bókstaflega verð að horfa á hana endursýnda seinni partinn ef ég er ekki komin af stað í björgunarleiðangur. Hef ekki verið dugleg að horfa á þá félaga, missti einhvern veginn áhugann fyrir þó nokkru síðan. Oft hefur þeim þó tekist að endurspegla pólitíkina á spaugilegan hátt. Það verður spennandi að fylgjast meðBlush


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband