23.1.2009 | 01:16
Fátt að frétta úr Engjaselinu
Hangi hér af gömlum vana og held velli líkt og ríkisstjórnin, líklega á sömu henglum. Reyni að mótmæla stöðunni þó hljóðlega sé enda þýðir vart að öskra með potta og pönnur yfir ástandinu. Fátt svo sem að fretta, verkjamynstur að breytast þó og gefur síðasti sólahringur vonir um einhverjar breytingar til batnaðar í þeim efnum. Mér líður betur. Hef tekið bæjarleyfi og skroppið heim en er líklega orðin einn af sjúklingum LSH, hátæknisjúkrahússins, sem það situr uppi með og kvartað er undan. Vonast að sú þróun breytist á allra næstu dögum þannig að útskriftarprogram hefjist en ég fer svo sannarlega að verða baggi á hátæknisjúkrahúsinu.
Bæjarleyfin kallar á aukna vinnu og vökunætur hjá krökkunum enda verða þau að vaka yfir mér svo frúin fari sér ekki að voða enda með eindæmum spræk af sterum og aukaverkum þeirra. Nóg að gera í draumi þó minna sé að gera í veruleikanum, mynstur sem tekur virkilega á er orkukræft á ungana mína. Það tekur hellings á að snúa af sér andrúmslofti sem rýkti um miðja síðustu öld eða koma sér út úr torfbæjum eða gömlum húsakosti þarsíðustu aldar en hver dagur hefst á því að koma sér inn í þann raunveruleika sem ríkjandi er í dag. Ég er ekki alltaf samvinnuþýð þegar kemur að hrista af mér drauma-martraðarslenið og snúa til veruleikans. Þessi daglegi pakki tekur verulega á krakkana og er ótrúlegt hvað þau sýna mikla seiglu í þeim efnum. Oft á tíðum er enginn greinarmunur á degi og nóttu þar sem dagur og nótt renna saman í eitt. Ég trúi að þetta ástand sé að breytast og ástandð mjakist smátt og smátt upp á við með þeirra hjálp, enda eru þau yndislegust.
Tónninn nokkuð þungur en full ástæða að horfa fram á við með bjartsýni. Uppgjöf er ekki inni í myndinni en þreyta og depurð einkenna andlega líðan sem ekki er óeðlilegt í vondri stöðu. Ástandið gæti verið verra og við reynum að nyta vel þau spil sem við höfum í höndunum og tökum einn dag í einu. Áframhaldandi meðferð skal það vera og full barátta.
Þakka innilega öll innlitin og kveðjurnar og hlakka til að heyra frá ykkur. Megi þið eiga góða nótt!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:20 | Facebook
Athugasemdir
Guðrún mín, gott að heyra að þér líður betur. Hugsa oft til þín. Farðu nú eins vel með þig og þú getur og láttu dekra við þig hægri, vinstri!
Inga (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 07:36
Ég hugsaði verulega mikið til þín í gær. Gott að heyra í þér.
Anna Einarsdóttir, 23.1.2009 kl. 08:21
Farðu vel með þig vinan. Guð veri með þér
Kristín Gunnarsdóttir, 23.1.2009 kl. 08:43
Elsku Guðrún !!!
Sendi þér stórt knús
Farðu vel með þig mín kæra og megi allir góðir vættir vera með þér og krökkunum í þessari erfiðu stöðu
Kossar og knús af Skaganum
Sigþóra Gunnarsdóttir, 23.1.2009 kl. 08:57
Elsku Guðrún Jóna,
Baráttuandinn þinn er enn til staðar og ég ég held með þér í þínu stríði. Vonina tekur enginn frá þér og börnum þínum og ,,áfram skal halda" einis og þú segir sjálf...ein orusta í einu. Það er mikil fegurð í smásigrunum líka.... það vita þeir sem hafa farið ferðalög með krabbameinum.. Guð blessi ykkur öll,
Erna Káramamma
Erna káramamma (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 09:50
Kæra Guðrún Jóna
Gott að heyra frá þér þó ekki séu fréttirnar góðar.
Sendi ykkur litlu familíunni kærleik, ljós og stóran englahóp.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:22
Sæ lGuðrún! hef verið að líta hér inn af og til og gotta að heira loksins frá þér baráttukveðjur úr Borgarnesi Sigga Sk
Sigga Sk (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:52
Elsku Guðrún ég sendi þér baráttu- og batnaðar kveðjur
Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 14:41
Gott að heyra í þér og baráttuandann sem er algerlega óbilaður..
Kær kveðja
Ragnheiður , 23.1.2009 kl. 15:30
Sendi þér orku og baráttukveðjur Guðrún mín
Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 17:28
Knús Gunna mín. Ég kíki á þig í kvöld og held þér félagsskap:)
Dagný Kristinsdóttir, 23.1.2009 kl. 18:09
Já, þú ætlar upp brekkuna, baráttukona. Sendi þér kærleiksknús og ég hef þig alltaf í bænum mínum, Guðrún.
Baráttukveðjur frá mér
Sigrún Óskars, 23.1.2009 kl. 21:06
Þú skalt ekki láta þér detta í hug að þú sér "baggi" þarna á LSH. Mér dettur frakar í hug að þú sendir inn sólargeisla á deildina en hitt.
Hugsa mikið til þín Guðrún mín og óska þér góðs bata
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 24.1.2009 kl. 18:20
Ég er orðlaus, þið eruð ótrúlegust. þakka hlý orð og frábærar baráttukveðjur sem ekki veitti af
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:38
Farðu vel með þig elsku Guðrún mín, Guð veri með þér
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.1.2009 kl. 01:53
Heil og sæl; Guðrún mín !
Megi þér vel farnast; í baráttu þinni.
Með kærum kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 03:31
Með hugann hjá þér gæskan.
Anna Einarsdóttir, 27.1.2009 kl. 23:28
Guðrún mín sendi þér baráttukveðjur, kærleik og ljós.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2009 kl. 09:04
Gangi þér vel í baráttunni Guðrún. Ég fylgist með og sendi þér orku.
Kær kveðja,
Anna Lára Steindal
Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.