Til leiks á ný

 Mætt til leiks á ný.W00t

Vikan búin að vera býsna strembin enda ég öðruvísi en aðrir og sérstakt  ,,Case" sem hefur verið ögrandi fyrir verkjalyfjteymið hér á LSH. Hef sko haft  lúmskt gaman af því að láta hafa fyrir mér. Það hefur svo sannarlega tekist.  Nú í vikulok erum við að sjá árangur af þeirri miklu vinnu sem sérfræðingur teymisins hefur lagt í þessa verkjastillingu. Sumir dagar hafa verið ólýsanlega erfiðir og hreint ,,helv...." á meðan aðrir hafa verið mun betri. Mér stóð reyndar ekki á sama um tíma, satt best að segja en eins og staðan er í dag er sóknarleikur en ekki vörn.

Dvölin hér hefur því verið lengri en til stóð í upphafi. Starfsfólkið hér er alveg einstakt upp til hópa enda lögð áhersla á gagnkvæma virðingu  og mannlega reisn. Hef náörugglega ekki alltaf verið þeim auðveld með mínar ,,sérþarfir", enda löngum verið sagt að heilbrigðisstarfsmenn séru verstu sjúklingarnir. Ég er því sammála.  Því fylgja bæði kostir og gallar.

Hér hefur verið líflegt á heimsóknartímum, fjölskyldan yndisleg sem er mér mikils virði. Meira segja hafa landsbyggðatútturnar flestar komið við sem er ekki sjálfgefið á þessum tíma. Dagurinn því frábær og mín nánast verkjalaus. Þau kippa sig lítið við þó frúin sé eins og draugur, hrikalegt að sjúkhúsin skulu ekki reka snyrtistofu fyrir okkur lazarusana, ekki veitir af. Kannski góð viðskiptahugmynd fyrir einhverja??  Önnur viðskiptahugmynd gæti falist í ekstri á litlu, kóssý kaffihúsi fyrir sjúklinga og ekki síst starfsmenn, maturinn er satt best að segja ekki mjög girnilegur. Mér þykir ljótt að kvarta en  Sick

Krakkarnir búnir að standa sig eins og hetjur og gengið vel í prófum fram að Þessu. Haffinn á eitt eftir en prófpakki Kötunnar er gríðalega þungur; hún tekur 3 daga í upplestur á meðan flestir taka nokkrar vikur í ferlið!   Fræðilega mögulegt, hún er vel lesin eftir veturinn en góðir straumar og heppni þurfa líka að koma til. Ég veit að ég er ansi hörð við þau með því að  nánast þvinga þau til að ljúka önninni áður en heim er komið í jólafrí en treysti því að þau skilji tilganginn, alla vega með tímanum. Þau hafa sýnt ótrúlegan sjálfsaga og hörku við sjálfa sig, ég geri mér  fulla grein fyrir því hversu erfið þessi staða er erfiðari fyrir þau en mig. Það styttist sem betur fer í heimkomu þeirra, Hafinn verður mættur á svæðið á fimmtudag en ég ætla mér að vera komin heim á undan honum.Whistling

Ég ætla mér að halda áfram að vera öðruvísi í jákvæðum skliningi þeirra orða. Tel mig hafa sigrað þessa lotu. Geri mér grein fyrir því að það gerði ég ekki hjálparlaust og vil því þakka ykkur öllum sem til mín hugsa, senda hlýja strauma og baráttukveðjur einlægar þakkir. Þið eruð frábær Hearttri e

Hlakka til morgundagsins, hann skal verða betri en þessi.  Ólikt skemmtillwgra að spila sóknarleik en vörn.

eJD

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Guðrún...ég bið guð um að vera með þér í þessari baráttu og mikið rosalega ertu sterkur karakter.Ég sendi þér kærleika og ljós og vona að jólin verði yndisleg hjá þér og þínum.Börnin þín eru líka ótrúlega sterk og ekki auðveld staða fyrir þau.Guð veri með ykkur öllum

ps.búin að lesa bloggið þitt lengi og það hefur hjálpað mér mikið í minni baráttu

Björk töffari (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 09:58

2 Smámynd: Ragnheiður

Það fylgir heilmikil vanmáttartilfinning að geta ekki gert annað en senda þér ljós, orku og hlýjar hugsanir. Fengi ég völd þá myndi ég lækna þig og skutla sjúkdómnum út í hafsauga.

Fósturdóttir mín er í svipaðri baráttu og var einmitt í innlögn sl viku en bara ekki á sömu deild og þú...ég held að ég hefði leitað þig uppi ef ég hefði verið á deildinni þinni.

Knús og hlýjar bænir fylgja þér

Ragnheiður , 14.12.2008 kl. 11:08

3 identicon

Gott að heyra að þú ert staðinn upp aftur og komin í boxhanskana. Þá er það næsta lota. Gangi þér rosalega vel.

Til Haffa og Kötu þá óska ég ykkur góðs gengis í þeim prófum sem þið eigið eftir og góða ferð heim.

Sjáumst svo í sumar.

Baráttukveðjur frá Sognsveien í Osló

Sveinn (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 12:58

5 Smámynd: Katrín

Hæ skvís+

takk fyrir trakteringarnar á café number three:)  Gott að sjá skrifin þín og vona að það styttist í heimferð hjá þér.  Haffi minn og Kata standa sig og klára þetta með sínum boxhönskum enda genetísk hjálpartæki

Sjáumst eftir rúma viku

knus og kram

Katrín, 14.12.2008 kl. 13:59

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyrðu ég skil þig svo vel með matinn og einhvernvegin þá langar manni alltaf í allt annað en það sem er í boði sem er alls ekki geðslegt og ekki er ég frekar en þú að setja út á starfsfólkið það vill allt fyrir mann gera. Jói Fel inn með kaffihús.

Ég tel elsku Guðrún mín að með því að vera hörð við elskurnar þínar, sem er líka erfitt fyrir þig, þá gefur þú þeim þann kraft sem þarf til að klára önnina og þau verða þér þakklát seinna.
Ljós og gleði til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2008 kl. 17:55

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég lá á spítala í 2 mánuði fyrir allmörgum árum og á þeim tíma var fæðið alveg ferlegt.  Aldrei fékk maður soðinn eða steiktan fisk né lambakjöt á beini.  Svona venjulegan heimilismat.  Einu sinni var mér sagt að það væri buff í matinn.  Ég varð mikið glöð og átti von á "hakkebuffi".  En nei !  Buffið var þjappað grænmeti í einhverju sojadóti.  Dííí hvað ég varð svekkt.    Mér skildist að kokkurinn á spítalanum væri menntaður næringarfræðingur og get svo ósköp vel trúað því.  Það endaði með því að ég bað systur mína að koma með kótilettur og ég át þær eins og villimaður. 

Nú spilar þú sókn Guðrún Jóna og skorar og skorar uns þú vinnur leikinn. 

Anna Einarsdóttir, 14.12.2008 kl. 18:05

8 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Gott að heyra frá þér Gunna mín, þó fréttirnar gætu verið betri.

Þú gefuru allt í botn til að komast heim með krökkunum. 

Mig langar að senda þér smá tölvupóst, hvert á ég að senda hann?

kv. Dagný

Dagný Kristinsdóttir, 14.12.2008 kl. 21:33

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert svo sterk manneskja, altaf svo jákvæð. Ég skil þetta með matinn, hefur aldrey verið uppáhald hjá mer, sjúkrahusmatur. Guð veri með þér vinan og gott að börnin eru að koma til þín. Kærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 15.12.2008 kl. 08:57

10 identicon

Sendi kæra baráttukveðju til litlu familíunnar.

það er ekki skrítið að það sé töggur í systkynunum.  Þau þekkja trúlega ekki annað.  Bið Guð að gefa að þú komist heim ekki seinna en þegar þau koma.

Ég held að þá fyrst væri ég miður mín ef mínar dæur væru að koma heim eftir langa fjarveru og ég væri á spítala.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:54

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús í hús til þín elskulegust og ósk um ljúfan dag elsku Guðrún mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.12.2008 kl. 15:54

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós og gleði í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.12.2008 kl. 10:20

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Baráttukveðjur til þín Guðrún mín

Sigrún Jónsdóttir, 16.12.2008 kl. 10:46

14 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Guðrún. Einhversstaðar segir að sókn sé besta vörnin Ég sendi þér óskir um góðan bata og vona að þú beitir kjarki þínum og baráttuþreki þar til sigur vinnst. P.s. varalitur getur gert kraftaverk í svona tilfellum kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 16.12.2008 kl. 21:22

15 identicon

Sæl Guðrún mín !!!!!

Sendi þér góðar hugsanir og baráttukveðjur.

Ég veit að boxhanskarnir passa á þig ennþá þeir hafa sko örugglega ekkert minnkað þó að ummálið hafi það eftir þessi veikindi. Nú er bara að setja þá á sig og taka þátt í baráttunni

Megirðu eiga góðan dag í dag og alla aðra daga

Með kærleikskveðju,

Sigþóra

Sigþóra (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 12:03

16 Smámynd: Katan

Hæ mamma mín músí mús! haffi er bara að koma á morgun!! hve óraunverulegt er það!!!

Svo eg á þriðjudag!! jeiiii.. bara tvö próf eftir og heimferð! :D

Katan , 17.12.2008 kl. 15:10

17 identicon

Elsku Gunna mín. Innilega til hamingju með Haffa og Kötu sem hafa staðið sig frábærlega vel í prófunum ;-) Þau eru hetjur og þú líka !!!!!

Katan að koma heim annað kvöld og þá eru ungarnir þínir komnir heim í hreiðrið.

Knús knús.

Sigrún (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband