Óvissu eytt

Heil og sæl kæru bloggvinir og hjartans þakkir fyrir hlýjar kveðjur og strauma síðustu dagana. Áhrifum þeirra er erfitt að lýsa með orðum enda það huglæg að þau myndi breytast með reglulegu millibili.

Það hefur svo sem ekki verið minn stíll að fylgja norminu líkt og venjulegt fólk, þannig hefur  það verið í mínum blessuðu veikindum einnig. Það var nú svolítill stæll á þessari uppákomu; mér tókst að poppa ferlið aðeins upp. Var eins og siðprúðum ,,dömum " sæmir að sparsla upp hrukkur og önnur þroskamerki þegar ég man síðast þar til rúmum fimm tímum síðar að vinkona Kötunnar, hún Heiðrún, fór að líta eftir frúnni sem enginn hafði haft spurnir af á LSH fremur en krakkarnir. Nú þessi elska náði sambandi við slyttið sem lá þarna í mestu hægindumað því er virtist, þannig að samband var komið á, þó slitrótt væri. Systursonurinn ræstur út í fullum skrúða og Sigrún úr Kef. Það tók ekki langan tima að ná til kellu en illa var hún áttuð á stað og stund, eiginlega kengrugluð en óbrotin, merkilegt nokk og mér til nokkurrar undrunarTounge

Það þarf ekkert að fara í næsta pakka, ég neyddist til að fara í  gegnum bráðamótttöku LSH við Hringbraut sem tók sína hefðbundnu 6 tíma eða svo (alltaf þarf maður að kyngja öllu stoltiCrying) Síðan lóðbeint á krabbameinsdeildina, orðin þokkalega afrugluð og hef haldist þannig síðan. Til að gera langa sögu stutta, liggur fyrir að meinið hefur tekið sig upp aftur, eins vitað var fyrir en fengið tækifæri til að hreiðra um sig síðasta árið eða svo með tilheyrandi ,,drauga- og taugaverkjum" eftir brjóstholsaðgerðina 2006 og fengið gott ráðrúm til þess. 

Staðan sem sé eilítið flóknari en maður ætlaði, það á svo sem ekkert að koma okkar litlu famelíu á óvart enda orðin sjóuð í þeim efnum. Erfiðasti hjallinn hjá mér nú er að finna réttu verkjalyfin og ná fram verkajstillingu. Verkjateymi svæfingar- og skurðssviðds framúrskarandi sem fyrr og lyfjameðferð komin á fullan sving þannig að þau mál eru í góðum farvegi. Ég á hins vegar mjög erfitt með að telja niður dagana þangað til gersemenin mín komast heim.  Það er okkur ofviða fjárhagslega að breyta farmiðum á þessum árstíma við núverandi gengi og kreppu sem allir finna fyrir.  Auk þess gæti það verrið flókið mál að fresta prófum og hugsanlega tapa allri önninni þar sem óvissa er alltaf til staðar.  

Gullmolarnir mínir hafa staðið með eindæmum vel. náð að komast í gegnum töff tímabil og erfið próf, samliða nagandi ótta og kvíða, fjarlægð og söknuð! Í mínum huga er ekki hægt að standa sig betur, slík seigla og sjálfsstjórn eru ekki öllum gefin. Mín vandamál og líðan eru smávægileg miða við það sem þau eru að ganga í gegnum!

Gersemi mínir eru algjörar hetjur og ég stoltari en nokkur orð fá lýst, Sigrún sys bókstaflega fórnað sér fyrir mig ig önnur systkini að styrkja andlegt stuðningsnet auk þess að veita mér ómældan, andlegan og móralskan styrk.  Getur einhver farið fram á meira? Ég á góða að, á það ekki síður við mína kæru bloggvini.  Næsta skref er heimferð, að henni er stefnt á næstunni en reyni að að vera skynsöm í þeim efnum þannig að ég blússi ekki strax inn aftur í einhverju bévítans veseni.  Hlakka til að fylgjast með bloggheimum á ný. 

Eigið góðan dag, mín kæru Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Gott að sjá færslu frá þér Guðrún . Gangi þér nú vel með verkja-dæmið alltsaman - fer vonandi í mjög góðan farveg.

Eigðu líka góðan dag Guðrún og það er gott að þú hafir góða að í kringum þig. Sendi þér knús og kveðjur og góðar hugsanir   

Sigrún Óskars, 10.12.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Katrín

Elsku Gunna mín, mikið er gott að ,,sjá" þig hér

Átti langt samtal við ,,vin" okkar sem hefur bænheyrt okkur.  Vona að þú komit heim fljótlega.  Kveðjur til nöfnu og Haffa, sem eins og móðir sín, standa sig sem hetjur þegar erfiðleikar steðja að.  Mættu margir taka þau sér til fyrirmyndar.  Skelli mér nú í æfingadæmin og hef samband seinna í dag.

Ljúfar kveðjur til ykkar systra frá okkur öllum á Hjallastrætinu

Katrín, 10.12.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Leiðinlegt að heyra hvað heilsan er slök. Nú læturðu stjana við þig og safnar kröftum til að eiga  jól með gersemunum þínum.

Baráttukveðjur

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 12:02

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að heyra frá þér Guðrún mín.  Baráttukveðjur til þín og krakkanna

Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 12:25

5 identicon

Elsku Gunna mín

Mikið er gott að sjá færslu frá þér ..

Eigðu góðan dag

Stína

Krisín Alexandersdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:44

6 Smámynd: Ragnheiður

Frábært að heyra frá þér elskan mín, jaxlinn minn. Hvaðan ættu molarnir svosem annars að hafa seigluna ?

Ansans vesen þetta efnahagsklúður, ég hefði sko verið meira en til í að breyta farmiðum...en nú er snorrabúð stekkur og flestir komnir á vonarvöl en mislangt á fjölinni. Þetta er eins og að ganga plankann, svo sér maður bara hvar maður kemur niður...

Knús á þig endilanga Gunna mín....10.000x

Ragnheiður , 10.12.2008 kl. 13:33

7 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Knús á þig Gunna mín.

Það er vitað mál að börnin þín eru búin til úr járni.... bogna kannski en brotna ekki.

Hugsa til ykkar,

kv. Dagný

Dagný Kristinsdóttir, 10.12.2008 kl. 13:44

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku vinkona

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.12.2008 kl. 14:18

9 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Knús á þig og þína Guðrún og vonandi kemstu heim fljótlega og átt góð jól með börnunum þínum....baráttukveðjur Erna H (Akureyri)

Móðir, kona, sporðdreki:), 10.12.2008 kl. 14:44

10 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Það er mikið á þig lagt Guðrún mín,  en mikið lifandis ósköp er gott að sjá þig aftur á lyklaborðinu kæra bloggvinkona. Ég óska þér góðra daga framundan og ég veit að jólin verða gleðileg þegar börnin eru komin heim. Baráttukveðjur um góðan bata. Erna-H

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 10.12.2008 kl. 17:52

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Húmorinn í góðu lagi Guðrún Jóna, þrátt fyrir áfallahrinu.  Þú sýnir karakter. 

Segi eins og fleiri;  gott að sjá þig aftur á lyklaborðinu vinkona.

Anna Einarsdóttir, 10.12.2008 kl. 18:18

12 Smámynd: Sigþóra Gunnarsdóttir

Mín kæra !!!!

Ég fékk nú bara tár í augun og undrar engann þar sem grenjuskjóðan Sigþóra er annars vegar. Mikið gleðst ég yfir að fá færslu frá þér. Já það eru orð að sönnu að krakkarnir þínir eru lík henni mömmu sinni BARÁTTUFÓLK . Vona svo sannarlega Guðrún mín að þú eigir góða daga um jólin með demöntunum þínum.

Takk vinkona fyrir allt sem þú hefur gefið mér bæði hér á þessum vetfangi svo og á þeim sem við kynntumst fyrst.

Hlakka til að fá færslur frá þér hér í framtíðinni, og óska þér góðs bata

Sigþóra Gunnarsdóttir, 10.12.2008 kl. 18:23

13 identicon

Dásamlegt að sjá þig hér aftur, vertu nú skynsöm og ekki fara of fljótt heim. :)

hm (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 19:19

14 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

 Gaman að sjá þig í góðri umsjá, höfum saknað skrifa þinna.

Verði þér ætíð ljós til fylgdar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.12.2008 kl. 20:58

15 identicon

Kæra Guðrún

Gangi þér vel með baráttuna framundan! Hún Kata þín er nú ein sú sterkasta manneskja sem ég þekki og mér finnst bara ótrúlegt hvað hún og Haffi eru dugleg í skólanum með allar þessar áhyggjur af múttu sinni á herðunum. Þau hafa þennan dugnað greinilega frá þér, alveg ótrúlegt hvað þú tekur vel og jákvætt á öllu.

Kær kveðja Viktoría vinkona Kötu úr Eyjum :)

Viktoría (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:00

16 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 10.12.2008 kl. 21:07

17 Smámynd: Katan

13 dagar í mig og 8 dagar í Haffa... Þetta verður enga stund að liða! :D

Knúús

Katan , 10.12.2008 kl. 21:14

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðrún mín velkomin í talfærið aftur, manni léttir nú bara við það.
Þú ert bara hetja og átt bara skilið að fá umbun fyrir það.
Svo er maður að kvarta eins og ég í morgunfærslunni minni, maður er nú svo sem eigi í lagi, en ýtum því nú bara út í hafsauga.
Peninga verður maður víst að hafa en þeir eru nú bara núll og nix miðað við kraftinn og kærleikann sem við fáum allsstaðar frá .
Samgleðst þér innilega með að vera að fá heim gersemar þínar.
Sendi þér eins og ætíð ljós í lífið þitt.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2008 kl. 07:17

19 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Gaman að sjá þig aftur. 
Gangi þér ofsalega vel í baráttunni, knús og kossar.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 11.12.2008 kl. 07:55

20 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan daginn elsku vinkona og ljúfar kveðjur:):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.12.2008 kl. 10:00

21 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég segi eins og fleiri að það er gott að sjá að þú ert aftur farin að pikka á lyklaborðið. Farðu vel með þig.

Aðalsteinn Baldursson, 12.12.2008 kl. 01:45

22 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Guðrún. Ég sendi þér góða strauma og vona að þeir virki á þig . Gott að sjá til þín aftur. Bestu kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.12.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband