Róðurinn þyngist

Helgin liðin með tilheyrandi aukverkunum eftir lyfjagjöfina. Er alltaf verst á 3. - 5. degi þannig að ég tek helgarnar í verstu líðanina. Meðferðin er farin að síga í sem var viðbúið og ekkert sem kemur á óvart í þeim efnum. Hef því verið með versta móti og náði toppnum í kvöld í bókstaflegri merkingu. Rauk uppí hita með alles en betri nú en tilhugsunin um innlögn dugði til; hitinn snarlækkaði og önnur einkenni að ganga til baka. Ég á sem sé að hafa samband við bráðamóttöku LSH ef hitinn hækkar skyndilega og fer yfir 38°C.  Segið svo að hugurinn skipti máli.  Get ekki hugsað mér innlögn, ekki nógu veik ennþá.  W00t Hitt er svo annað mál að ég get átt von á uppákomu sem þessari aftur auk þess sem ég fer að þola meðferðina ver. Hvorutveggja eðlilegur gangur. Þori varla að segja það en ég held hárinu ennþá. Stefni á að gera það áfram.

Annars merkileg tímamót hjá mér þann 8.nóv.sl.  en 2 ár eru liðin frá því ég fór í aðgerðina þar sem lungað var tekið. Átti alls ekki von á því á þeim tímapunkti að ná 2ja ára lifun eftir greiningu. Það tókst og ég stefni á áframhaldandi árangur í þeim efnum. Hitti minn geislalækni í dag þar sem við fórum aðeins yfir framhaldið aftur. Fer í sneiðmyndina á föstudag og í framhaldi af henni verður teymisfundur lækna sem metur þau úrræði sem standail boða. Stefnt fullum  fetum á aðgerð sé hún nokkur kostur, ef ekki áframhaldandi geislar og lyf eins og lagt hefur verið upp með.  Alltaf gott að ræða málin,jafnvel þó ekkert nýtt komi fram. Kann mjög vel við minn mann, hann er hreinskilinn og talar tæpitungulaust á mannamáli. Þannig eiga menn að vera.

Vona að ástandið verði stabilt á morgun, kem til með að hafa það yfirmáta ólegt yfir skólabókum og verkefnavinnu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Guðrún mín !!!

Vonandi fer allt að ganga betur hjá þér mín kæra.

Kem hér á hverjum degi og fylgjist með þér. Guð og góðir vættir veri með þér og styrki þig í þessari baráttu, hef fulla trú á að þér takist að sigra þetta helv.. eins og þér einni er lagið.

 Með kærri baráttukveðju,

Sigþóra xnemandi þinn

Sigþóra (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 06:27

2 identicon

Baráttukveðjur til þín elsku Guðrún

Maddý (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 07:07

3 identicon

Guð styrki þig og blessi.

hulda magg (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 07:31

4 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Baráttukveðjur.
Við höfum einmitt metið best þá lækna sem hafa komið hreint og beint framm við okkur, eru ekkert að tala í kringum hlutina.  Við viljum heyra ALLT hvort sem það er slæmt eða gott og tala á "okkar tungu".

Knús til þín og gangi þér sem allra best.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 11.11.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: Ragnheiður

Ahh ég er fegin að sjá frá þér línur, hafði einmitt áhyggjur af því að þú værir lasin núna um helgina.

Það er auðvitað mun betra að vita stöðu mála.

Ég prufaði hina leiðina í veikindastríðinu hennar mömmu, hún vildi sjálf alls ekkert vita um alvarleika mála en við hin vissum. Það var erfitt.

Brátt verða 6 ár frá andláti hennar.

Kær kveðja Guðrún mín.

Hlýjar óskir og hjartaknús

Ragnheiður , 11.11.2008 kl. 11:06

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Baráttukveðjur til þín elsku Guðrún.

Sendi þér kærleika og ljós

Kristín Gunnarsdóttir, 11.11.2008 kl. 11:12

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Baráttukveðjur.....

Hólmdís Hjartardóttir, 11.11.2008 kl. 12:10

8 identicon

Sæl og blessuð.

Hitti einmitt þennan hreina og beina mann í dag. -- Hann hafði allt gott að segja mér - og nú eru árin orðin meira en fimm frá því við hittumst fyrst. Kerlingar eins og við lögum tölfræðina.

Til hamingju með hárið.

Gangi þér vel - .

Ingibjörg

Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:29

9 identicon

Bestu kveðjur

Ásdís Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:34

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég óska þess að líðan þín verði betri og að þú fáir innan tíðar góðar fréttir. 

Anna Einarsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:14

11 Smámynd: Katrín

Gott að sjá frá þér skrifinn Gunna mín. Hef haft áhyggjur þar sem ,,mín" hefur ekki svarað skilaboðum....en ég sé að það er nóg að gera hjá þér

Katrín, 12.11.2008 kl. 00:25

12 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 01:36

13 Smámynd: Sigrún Óskars

gott að hafa lækni sem maður skilur og talar mannamál. Vona bara Guðrún að þér gangi vel áfram í meðferðinni. Sendi þér góðar hugsanir og knús

Sigrún Óskars, 12.11.2008 kl. 16:29

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kærleikskveðjur Guðrún mín

Sigrún Jónsdóttir, 12.11.2008 kl. 23:15

15 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Hjartans Guðrún mín,ég á engin orð handa þérnema ósk um von og betri bata handa þér elskulegust mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.11.2008 kl. 00:11

16 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hjartans þakkir öll sömul, þið eruð yndisleg

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.11.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband