Vantraust

Ég fæ ekki betur séð en að Samfylkingunni sé ekki stætt á öðru en að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Með yfirlýsingu sem þessari getur varla ríkt gagnkvæmt traust á milli ríkisstjórnarflokkanna.

Hafi þetta verið leikur Samfylkingarinnar til að milda kjósendur, verður þetta að kallast pólitískur afleikur, af því gefnu að forystan hafi ætlað sér að sitja í þessari ríkisstjórn áfram. 

Næsta skref er að fylgjast með viðræðum á milli Samfylkingar og VG. Það gefur auga leið.

Án þess að ég taki afstöðu til þessarar vantraustsyfirlýingar, hefði ég talið rétt að núverandi ríkisstjórn tæki á þeim málum sem hún kom þjóðinni í og kæmi skikkan á þau. Eðlilegt væri að horfa til kosninga í vor.  En vá, sprengjan er falllin.W00t


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Réttast væri að slíta þessu samstarfi og fá lið hagfræðinga til að stýra okkur í gengum það versta.  Ég er ekki viss um að stjórnmálamenn séu best til þess fallnir.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.11.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er dálítið sammála Hólmdísi varðandi hagfræðingana.... get engan veginn skilið röksemdir með síðustu stýrivaxtahækkun.  Hvar erum við stödd þegar búið er að rota öll fyrirtækin okkar ?  Ég skil alls ekki að þetta sé gert til að fá fjárfesta til landsins.  Hvaða fjárfesta !    Það vill okkur enginn.  Mín skoðun er sú að við eigum að einbeita okkur að því að halda atvinnustiginu eins góðu og hægt er innanlands.... lifa af sjálfum okkur og þessvegna að láta okkur hafa skömmtun á innflutningi til einhvers tíma.  Það er allt betra en atvinnuleysið.

Anna Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Anna það er bara gott mál að innflutningur minnkar.....en 18% vextir eru tóm tjara

Hólmdís Hjartardóttir, 2.11.2008 kl. 14:36

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Stelpur, er Geir Haarde ekki menntaður hagfræðingur? það held ég

Sigrún Óskars, 2.11.2008 kl. 14:44

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jú, Geir er hagfræðingur.  EN..... hann er líka sjálfstæðismaður og þeir hugsa fyrst um hag annarra sjálfstæðismanna og síðan um fólkið í landinu.  Það er þeirra veikleiki.

Anna Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:48

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Sammála Hólmdísi. En það eiga náttúrulega að fara fram kosníngar og ekkert múður

Kristín Gunnarsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:49

7 Smámynd: Katrín

Í þessu leik Samfylkingar birtist grímulaust andlit þeirra.  Þetta lið heimtar að aðrir axli ábyrgð og segi af sér en situr svo sjálft sem fastast.  Helvítis pakk

Og varaformaður sjallanna bullandi vanhæf sjálf í bankamálunum tekur undir hjá vinkonu sinni enda skal því haldið til haga að það er Þorgerður Katrín sem á heiðurinn af því að núverandi stjórn var mynduð með vitagagnlausu liði þegar á reynir.    Þeir sem skíta út skulu hreinsa til eftir sig ellar láta sig hverfa.  Samfylkingin vill ekki þrífa en vera memm.  Og þjóðin leggst í gólfi og sleikir skítinn undan þessu liði....verði þeim að góðu.  Þjóðin fær það sem hún á skilið.  Kosningar helst á morgun svo allt geti nú endanlega farið til fjandans.  En þá verður of seint að segja: Æ ég meinti þetta ekki.+

Það er lágmarkskrafa að fólk geri sér grein fyrir afleiðingum verði kosið strax og þeir sem þess krefjast skulu vera klárir með skrúbbana til að þrífa skítinn sjálft.

Ein orðin ofboðslega reið yfir heimsku landans og sjóndeildarhring sem nær ekki út fyrir nafla hvers og eins

Katrín, 2.11.2008 kl. 16:03

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég er algjörlega sammála því að fá utanaðkomandi sérfræðiaðstoð til að koma okkur í gegnum þessa erfiðleika. Stjórnmálamenn hafa fæstir þekkingu á slíkum málum. Hins vegar eru hagfræðigar mjög oft ósammála um það hver sé rétta leiðin eins og hefur komið fram í viðtölum við þá undanfarnar vikur.

Ég er ekki viss um að kosningar núna séu rétti kosturinn í stöðunni, held að þjóðin sé ekki tilbúin í þær enda hvernig má það vera í allri þessari ringulreið. Mér finnst að menn verði að axla sína ábyrgð. Komi til kosninga, er ég sammála Steingrími J. þá er rétt að kosið verði til bráðabirgða. 

Ég er ekki enn farin að skilja þessa vantraustyfirlýsingu og þýðingu hennar a.ö.l. en ég hef þegar sagt.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.11.2008 kl. 16:05

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Guðrún Jóna.  Þú átt póst mín kæra.  Mér þætti vænt um að fá svar. 

Anna Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 19:03

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er á því að það þurfi einhverskonar neyðarstjórn núna, skipaða fagfólki og að síðan yrði kosið í vor.....er fyrir löngu búin að fá upp í kok á stjórnmálamönnum -, sem vita varla í hvern fótinn þeir eiga að stíga.....taka frá þeim völdin um stund og athuga hvort þeir átti sig ekki......og við

Sigrún Jónsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:24

11 Smámynd: Katrín

Ein leiðin væri einfaldlega að allir flokksbundnir segðu sig úr flokkunum.  Fólkið lifir án þeirra en flokkarnir deyja drottni sínum án fólksins.  Þá kannski myndi ljós kveikna í þeirra ranni og...okkar kjósenda

Katrín, 3.11.2008 kl. 00:30

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Butterfly Glitter Graphic - 1Ljúfar kveðjur inn í góðan dag

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.11.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband