11.10.2008 | 01:22
Á hraða snigilsins
Mér finnst með eindæmum sá hægagangur sem einkennt hafa stjórnvöld þegar kemur að gjaldeyrisviðskiptum og ekki síst nemendum erlendis. Svo virðst sem þau hafi enga viðbraðgsáætlun í gangi heldur taki á málum einhverng veginn og einhvern veginn eftir því sem þau koma upp. Nemendur erlendis hafa verið að lenda í vaxandi mæli alla vikuna og sumir hafa ekki getið tekið út af kortum sínum síðustu daga.
Við erum með Íslendinga, jafnvel okkar eigin börn, sem geta ekki tekið út pening fyrir húsaleigu og mat. Það eina sem heyrist frá stjórvöldum er að þetta muni vætanlega lagast fyrri hluta næstu viku. Mér sem móður léttir nú ekki mikið yfir því að heyra það. Það að vita af því að maginn og matarskápar séu tómir, veldur mér mikilli vanlíðan, satt best að segja. Hrikalegt að vita að krakkarnir séu svöng. Hvað er hægt að gera? Það tekur lengri tíma að senda út pakka, viku í það minnsta. Það er ekkert sem maður geturgert akkúrat núna.
Við sættum okkur ekki við slíkar aðstæður heima, því er ekki komið á fót einhvers konar hjálparaðgerðum fyrir okkar nemendur og aðra Íslendinga erlendis, líkt og gert er fyrir hina ýmsu áhættuhópa hér heima. Ég er þess fullviss að foræstisráðherra myndi ekki sætta sig við að vera matarlaus í 4-5 daga og geta ekkert gert í stöðunni. Húsnæðismálin í uppnámi þannig að krakkarnir geta ekki uppfyllt frumþörfum mannsins með mat, drykk og húsaskjól. Hraðbankarnir verið að lokast í hverju landinu á fætur öðru; Bretlandi, Norðurlöndunum, Hollandi og núna Ungverjalandi.
Málið er alvarlegt en fær litla umræðu. Hvað er í gangi hjá okkur? Mér er illt í hjartanu.
Námsmenn erlendis í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:24 | Facebook
Athugasemdir
Það þyrfti hreinlega aðvera hjálparflug með matvæli fyrir námsmenn erlendis...þetta er skelfilegt
Hólmdís Hjartardóttir, 11.10.2008 kl. 01:33
Ástandið er erfiðara en margur gerir sér grein fyrir hér á allsnægtarlandinu (ennþá). Þetta lítur ekki vel út, en ég vona að þetta fari að skána.
Sigrún Jónsdóttir, 11.10.2008 kl. 10:00
Já við sem búum erlendis og erum að fá laun frá Íslandi, okkur veitti ekki af matarsendingu eins og ástandið er núna, það er heppni að ég a nokkra kjötbita í frystinum til næstu daga,
Kristín Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 10:43
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.10.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.