6.10.2008 | 01:24
Veðrið og ,,gigtin"
Svei mér ef ég er ekki farin að silja eldri borgara sem tengja veðurfar við heilsufarið. Veðrið búið að vera rysjótt, hífandi rok, rigning og eiginlega skítakuldi. Heilsufarið á þessum bæ eftir því, verkirnir með vesta móti, líkt og gerist með gigtverki í kulda. Fátt eitt hefur bitið á fjandann. Afrakstur dagsins því í samræmi við ástand.
Hef þó fylgst með atburðum helgarinnar og líkt og þjóðin, með öndina í hálsinum. Því kemur yfirlýsing forsætisráðherra til þjóðarinnar rétt fyri svefinn á óvart; ,,ekki þörf á aðgerðapakka"... ! Hvað er eiginlega í gangi? Hefur ríkisstjórnin verið með björgunarsveitaræfingu eða fimleikasýningu síðustu sólahringana? Henni hefur alla vega tekist að halda þjóðinni og fjölmiðlamönnum við efnið. Þvílík spenna. Samkomugestir voru hafðir af fíflum, ef niðurstaða þeirrar vinnu sem fram hefur um helgina er sú að ekki er þörf fyrir frekari aðgerðir.
Mig skal ekki undra þó stjórnaradstöðuflokkunum hafi ekki verið boðið með í dans í þessum leik. Ríkisstjórnin vill stjórna allri athyglinni og beina henni í þá átt sem hentar þykir. Hvað skyldi liggja hér að baki og hvað er það sem þolir ekki dagsins ljós að svo stöddu? Það verður forvitinlegt að fylgjast með í morgunsárið og á næstu dögum.
Ég er alla vega fegin að helgin er liðin, vona að veðrið og þar með heilsufarið verði betra á morgun. Nóg að gera enda í sterastuði. Ekki veitir af til að ráðast á okkar ,,fullkomna" heilbrigðis- og velferðarkerfi.
Hvað varðar ríkisstjórnina þá er hún fallin í mínum huga, trúverðugleiki enginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef fyrir löngu sídan fundid tetta med gigtina og vedrir,og tad er enginn spurning tad helst í hendur.
Ríkisstjórnin er fallin engin spurning og aldrey verid eins spennandi og núna ad sjá hvad tekur vid .Lengi getur vont versnad en botninum er nád og bara leidin upp eina leidin.
Eigdu gódann dag
Gudrún Hauksdótttir, 6.10.2008 kl. 07:30
Hólmdís Hjartardóttir, 6.10.2008 kl. 10:07
Til hamingju með daginn elsku mamma mín! njóttu hans vel og reyndu að skemmta þér smávegis Verður helst að fá þér einn bjór fyrir mig! =)
Knúsí kveðja frá Ungó!
Katan , 6.10.2008 kl. 11:34
Til hamingju með daginn sys
Katrín, 6.10.2008 kl. 11:53
Hjartanlega til hamingju með afmælið!!!!
Það eru að sjálfsögðu bara töffarar sem eiga afmæli í vogarmerkinu...ikke?????
Heiða (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:30
Til hamingju með daginn frú. Sendi þér mail
Sigrún Jónsdóttir, 6.10.2008 kl. 15:50
Til hamingju með daginn elsku besta elskulegust mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.10.2008 kl. 17:41
góður pistill og mér sýnist þú eiga afmæli í dag skvís. Til hamingju. Boðið mitt stendur það veist þú.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 6.10.2008 kl. 18:10
Já stór dagur í dag, verður lengi í minnum hafður. Allt á hvolfi hér á landi.
Krakkarnir sendu þeirri gömulu franska súkkulaðiköku heim að dyrum, takk fyrir! ekki amalegt það enda ég búin að gera henni góð skil. Takk fyrir mig; Kata og Haffi. Hugmyndin óborganleg og hitti vel í mark.
Takk fyrir kveðjurnar öll, ég veit af boðinu Erna og mun vera í sambandi ánæstunn. Það er einhvern veginn svo margt í gangi að ég hef kki komist í það. Hjartans þakkir fyrir póstinn og þá aðstoð sem þú ert tilbúin að veita mér.
Heiða; sko við í voginni eru náttúrlega bara bestar, það vitum við manna best.
Kíki á póstinn Sigrún
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.10.2008 kl. 19:39
Til hamingju með daginn, tölum ekki um árin.
Bróðir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 19:45
Til hamingju með daginn Guðrún! Þú mannst eftir kaffisopanum, það var enginn tími til þess síðast þegar verið var að redda lyfseðlinum Hugsa oft til þín.
Inga
Inga (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 19:49
Sæl sys.
Til hamingju með daginn Ekki góðar fréttir þessa dagana hvort sem horft er til efnahagsmála eða heilsufari...hef þó minni áhyggjur af efnahaginum en þykir gott að heyra af bardagaáætlun og væntanlegu aðgerðaplani. Heyri frá þér vonandi fljótlega.
Bardagakveðjur að norðan,
Haffi bror
Hafsteinn (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 20:11
Tusund takk Inga, man eftir kaffisopanum næst. Sakna ykkar allra.
Nei, bro, við tölum ekki um árin end aldur afstæður, það ættir þú að þekkja
Bardagaáætlunin mun ekki klikka Haffi. Ekki spilla bardagakvejurnar, mer veitir ekkert af þeim. Heyrumst endilega á næstunni.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.10.2008 kl. 23:15
Gangi þér vel með það sem er framundan hjá þér ...
Maddý (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.