5.10.2008 | 16:58
Stjórnarandstaðan útilokuð
Mikið gengur á þessa helgina og augljóst að vandi þjóðarinnar er meiri en ríkisstjórnin hefur viljað viðurkenna fram til þessa. Allir sem vettlingi geta valdið og eiga fjármagn eru tilkvaddir sem og forstumenn launþegana.
Einn hópur situr þó úti í kuldanum; stjórnarandstaðan. Hvernig í ósköpunum dettur ráðherrum það í hug að undanskilja forystumenn þingflokka stjórnarandstöðunnar í krísu sem þessari? Hvernig má það vera að þegar allir þurfa að snúa bökum saman, ræður pólitískur hroki för? Hvað hafa menn að fela sem ekki er þegar komið upp á yfirborðið?
Þessi vinnubrögð eru ekki beinlínis til þess fallin að skapa trúverðugleika og traust meðal þjóðarinnar. Þjóðin stendur á öndinni og fylgist með fréttum af fundum hér og þar sem berast með reglulegu millibili í netfjölmiðlum og alltaf fjölgar fundarmönnum og þeim hópum sem boðaðir eru að fundarborðinu.
Flestir gera sér grein fyrir því að hér er mikil alvara á ferð. Því ættu allir kjörnir fulltrúar Alþingis að sitja við fundarborðið til að finna sameiginlega lausn að málum. Það hlýtur að stuðla að þjóðarsátt ef allir umbjóðendur þjóðarinnar komi að málum og taki þátt í úrlausn þeirra.
Þvílík hneisa og afleikur ríkisstjórnarinnar, enn og aftur. Nú var lag að skapa þjóðarsátt um lífsviðuværi þjóðarinnar og afkomu.
Ráðherrar og þingmenn koma og fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Facebook
Athugasemdir
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.10.2008 kl. 17:15
það er allt í tómu rugli.
Hólmdís Hjartardóttir, 5.10.2008 kl. 18:06
já ótrúlegt ástand. Vona að ekkert skelfilegt komi uppá yfirborðið.
Sigrún Óskars, 5.10.2008 kl. 21:51
Svo sýnist mér að ekkert eigi að gera....ja, nema þjóðnýta lífeyrissjóðina okkar og framlengja kjarasamningum Þetta er arfaruglað lið.
Sigrún Jónsdóttir, 5.10.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.