Krúsindúlla

Kata og Haffi gátu ekki lengur staðist mátið og fengu sér eina krúsindúllu. Þvílík fegurð! Að sjá loppurnar á henni, þvílíkt bangsaskottHeart

Veit að litlan kúrir hjá Kötu á nóttunni

kata_og_lotty.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Tegundin heitir Mountain Bernaise og kemur upphaflega frá svissnesku Ölpunum. Litla stýrið er tík og rúmlega 7 vikna. Ungverska nafnið er Lottý en leit stendur yfir varðandi framtíðar nafn hennar. Það verður að vera mjög flott og lýsandi fyrir þennan hnoðra. 

Krakkarnir þekkja vart annað en að hafa hund í famelíunni, því veit ég að þessi gullmoli á eftir að veita þeim tóma gleði, svona eftir að ,,uppvaxtarárunum" lýkur, alla vega.Tounge

Sú stutta kemur til með að þurfa mikla hreyfingu en aðstaðan á nýja staðnum þeirra býður einmitt upp af næga útiveru. Þau eru nánast uppi í sveit, með kornakra, vinnuvélar og hefðbundinn búskap allt í kring. Ótrúlega heppin. Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminHeart

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sætar eru þær báðar

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vá, yndislegt krútt.  Þá ert þú orðin amma, til hamingju

Sigrún Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Til hamngju með "ömmubarnið".  :)

Aðalsteinn Baldursson, 26.9.2008 kl. 01:10

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Sætur hnoðri. Ég hefði ekkert á móti að eiga svona fallegan hund, en þessi tegund verður mjög stór. Til hamingju með nýja fjölskyldu meðliminn.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 26.9.2008 kl. 03:18

5 Smámynd: Ragnheiður

Já miðað við loppurnar þá verður hún ansi stór en falleg er hún og innilega til hamingju með hana

Ragnheiður , 26.9.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Katan

Takk allir saman! =) hún er algert æði.. Mjög efnileg í fótbolta.. (allavega ennþá þar sem hún getur ekki ennþá bitið í boltann! ) =)

Katan , 26.9.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband