Sólarglenna

Það fór ekki fram hjá mér að sólin lét aðeins sjá sér og vindar lægðu þó ekki væri logninu að fara. Svo fór sem ég vissi, ég svaf bév.. fýluna að mestu úr mér. Vaknaði í öllu falli öllu bjartsýnni en upp á síðkastið.

Mætti galvösk upp á 11-E í morgun og drifin upp í rúm með det samme. Hafði misskilið tímasetninguna þannig að mín var of sein fyrir. Átti að fá þessa fínu ,,kæruleysispsrautu" fyrir sýnatökuna en ekki reyndist nægur tími. Það var því skjálfandi hrísla sem lá undir sængini á leiðini á Röntgen. Fann öllu allt til foráttu, (í hljóði Note Bene) legustellingunum, kuldanum í herberginu og bókstaflega öllu sem ég gat hugsað upp á staðnum. Starfsfólkið annað hvort varð ekki vart við það eða lét á engu bera (trúlegra) og mín sett á magan fyrir herlegheitin. Var nú aldeilis ekki á þeim buxunum, hef ekki legið á maganum í fleiri mánuði en viti menn það gekk. Var eins og argasta óhemja þegar kom að deyfingunni en þorði ekki að láta það uppi svona upphátt alla vega.

Sérfræðingurinn var algjör snillingur og fljótur að deyfa. Síðan tók við dúllerí og bið eftir því að deyfingin verkaði og ég alveg ákveðin í að þetta yrði allt óbærilegt og miklu meira. Við yrðum öruggleg að hætta við, hugsaði ég með mér. Óhemjusakapurinn og nálarfóbían í algleymingi. Í stuttu máli fékk ég spennufall; ég varð nánast ekkert vör við sýnatökuna þó á langinn drægist! Doktorinn gat hamast eins og hann vildi, ég æmti ekki. Náði þessu fínu sýnum, sneiðmyndartæki var notað til að hitta örugglega á réttan stað þannig að greiningin ætti að vera leikur einn og örugg þegar kemur að henni. Mér skilst að það líði a.m.k. 5 virkir dagar þangað til niðurstaða liggur fyrir.  Reikna með niðurstöðum um miðja næstu viku.

Þetta voru sem sé öll ósköpin, búin að dauðskammast mín í allan dag. Er ótrúleg óhemja þaegar kemur að nálastundum sem ná lengra en í vöðva. Fóbían algjör. Lét svo fara vel um mig næstu klst. á eftir eða þar til blæðingarhætta var liðin hjá. Hins vegar fór svo mikil orka í stressið að ég er búin að vera óendanlega þreytt seinni partinn.  Léttirinn er hins vegar það mikill að mér finnst ég loksins fær í allan sjó. Biðtíminn hefur tekið á og farið mikið í skapið á mér. 

Ég finn það ekki síst núna þegar þessi sýnataka er að baki, hvað hún hefur legið eins og mara á mér og hamlað mér hressilega.Trúlega aukið á öll einkenni sem plaga mig. Stóð í þeirri meiningu framan af að ástungan yrði gerð í létri svæfingu en auðvitað mátti ég segja mér annað. Ég átti að vita betur. Ég var hræddari við ástunguna sjálfa en niðurstöðurnar. Ég er ekkert fædd í gær og veit alveg hverjar þær gætu orðið. Einhvern veginn er ég samt ekkert að æsa mig yfir þeim. Ef eitthvað miður kemur út úr þeim, tekur maður á því eins og hverju öðru (skít-)verki.  Ég neita því ekki að óneitanlegra yrði allt einfaldara ef ekkert finnst við frumuskoðun. Það verður bara að koma í ljós. Sýti helst glataðan tíma, hefði viljað vera búin að ljúka þessu af fyrir löngu, ligg ekki á því. Rannsóknarpakkanum ætti að vera lokið í bili, fæ tíma í magspeglun þann 7. okt. og hef engar áhyggjur af henni.

Fann eirði mér að byrja á verkefnum í kvöld, hef ekki verið í standi til að sinna þeim af einhverju viti upp á síðkastið. Er á eftir í skilum en vona að hægt verði að taka tillit til aðstæðna. Hlakka til að kljást við þau á næstunni. Krosslegg svo fingur um að næstu skref mín liggi í átt að vinnu, get ekki beðið eftir því að lífið komist í eðlilegan farveg. Eitt er víst að ég hef ekki efni á því að vera veik öllu lengur, hvorki í andlegum skilningi þess orðs né veraldlegum. Nú er kominn tími á að ég verði afkukluð. Ekki seinna að vænna.W00t

Ég stefni að því að bretta upp ermar á morgun og vera í góðu skapi.  Vona að veðrið verði sæmilegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Sorry systir en ég hef alltaf haft lúmst gaman af þessari fóbíu hjá þér, þú sem hefur það að atvinnu að stinga aðra

Fóbíur eru til að sigrast á´og það er ótrúleg tilfinnig sem fer um mann þegar það tekst.  Meira að segja MOI er hætt að vera hrædd við köngulær  Ánamaðkarnir og slöngurnar reyndar eftir...en það mun takast einn daginn

Katrín, 25.9.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég vissi það...hehe

Gott að þetta gekk vel Guðrún mín

Oft er hræðslan verri en aðgerðin sjálf

Ragnheiður , 25.9.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þá er þetta frá............gott að það gekk svona vel.  Sólarglennan lyfti manni nú aðeins upp

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

skemmtileg frásögn hjá þér og enn betra hversu vel þetta gekk. Njóttu þin nú, hvernig sem viðrar.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 25.9.2008 kl. 01:36

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.9.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband