13.8.2008 | 22:51
Skellur
Það er ljóst að bændur munu taka á sig töluverða kjaraskerðingu í ár, líkt og fyrri ár. Ekki fæ ég séð hvernig lítil og meðalstór sauðfjárbú geri haldið áfram reksri. Mér finnst með ólíkindum hve langt er gengið í að útrýma stéttinni, þessar staðreyndir tala sínu máli.
Vill landinn virkilega sjá íslenskar landbúnaðarvörur heyra sögunni til og vera einungis á borðum útvaldra, líkt og rjúpan? Vissulega kallar neytandinn eftir ódýrari matvöru og aukinni samkeppni en er það rétta leiðin að hér verði nánast eingöngu boðið upp á innlutt kjöt í framtíðinni?
Áhugi og metnaður ríkistjórnarflokkanna fyrir íslenskum landbúnaði er enginn, hvað þá fyrir hag þessarar stéttar. Þessi staða er enn eitt skrefið til að fækka búum og þar með bændum. Sorgleg þróun og skaðinn óbætanlegur ef fram fer sem horfir.
Verðlisti Norðlenska er langt undir væntingum bænda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er verulega slæm þróun
Ragnheiður , 14.8.2008 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.