Metnaðarfull áætlun

Fyrir liggur framkvæmdaráætlun félags- og tryggingamálráðherra um byggingu nýrra hjúkrunarrýma sem er mikið fagnaðarefni. Markmiðið er að fjölga rýmum um 400 auk þess að útrýma fjölbýlum á hinum ýmsu dvalar- og hjúkrunarheimilinum.

Í fréttinni frá ráðuneytinu er vikið að greiðslufyrirkomulagi aldraða en stefnt er að því að þeir greiði sjálfir beint fyrir þá þjónustu sem þeir þyggja.

Hafa ber í huga að sú þjónusta sem dvalar- og hjúkrunarheimilin um allt land eru að veita er æði misjöfn að magni og gæðum. Á höfuðborgarsvæðinu þykir sjálfsagt og eðlilegt að bjóða öldruðum upp á þjálfun og endurhæfingaúrræði, dægrarvöl o.s.fr.v á meðan slík úrræði þekkjast ekki víða á landsbygginni. Engu að síður eru heimilin að fá greitt skv. hjúkrunarþyngd hvers og eins þar sem tekið er mið að því að skjólstæðingar fái allnokkra þjónustu og gert ráð fyrir því að hún sé eins alls staðar. Daggjöld eru ekki greidd svk. magni eða gæði veittrar þjónustu. 

Þetta framtak ríkisstjórnar er virðingarvert en ef vel á til að takast verður að tryggja að aldraðir séu að fá sömu þjónustuna, hvar sem þeir búa á landinu. Sömu gæðin eiga að vera til staðar, hvort heldur sem er á Melrakkasléttunni eða í Reykjavík. Fylgja þarf eftir settum  gæðakröfum og tryggja að engin mismunun eigi sér stað.

Miðað við þá stefnu sem nú liggur fyrir, finnst mér okkuð ljóst að þjónustan og rekstur  við dvalar- og öldrunarheimilin verði boðin út til einkaaðila og verði í líkingu við Sóltúnarsamninginn. Brýnast er að fyrirbyggja mismunun á gæðum og eðli þjónustunnar með því að vera með skýrar lýsingar á þeirri þjónustu sem ber að veita þannig að allir séu við sama borð. Landlæknisembættið hefur haft þetta eftirlit undir höndum en mér hefur fundist nokkuð skorta á það eftirlit, satt best að segja. 

Samræming öldurnarþjónustunnar krefst fjárfestingar í mannauð og menntun starfsmanna. Án mannauðs er þjónustan núll og nix og hugsanlega háð geðþóttaákvörðun á hverjum stað. Það þarf að gera átak í því að gera starf með öldruðum eftirsóknarverðan kost til að laða að rétta starfsfólkið. Hvort ríkið og sveitarfélögin ætli sér að fara út í slíka fjárfestingu skal ég ekki segja til um, finnst það fremur ólíklegt. Tel meiri líkur á því að ríkið feli einkaaðilum til að annast þennan þátt.  Hafa ber í huga langþráð takmark Sjálfstæðismanna að koma starfsmannalögunum svonefndum fyrir kattarnef. Með einkaframkvæmdum og þjónustusamningum skapast tækifæri til að fækka opinberum starfsmönnum.

Hvað sem mínum vangaveltum líður þá líst mér vel á framkvæmdaráætlun ráðherrans. 


mbl.is 400 ný hjúkrunarrými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála þér.............góður pistill

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 02:13

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Já, góður pistill. Ég veit svo lítið um öldrunarmál, en ég veit eitt að mannauðsmálin eru ekki ofarlega þar frekar en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu (samt er heilt batterí á LSH sem heyrir undir þennan málaflokk).

Sigrún Óskars, 13.8.2008 kl. 10:18

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mikið til í þessu hjá þér Tryggvi hvað varðar háskólamenntað starfsfólk. Það hefur ekki þótt eftirsóknarvert að starfa í öldrunargeiranum sem mér hefur alltaf þótt mjög sérstakt því fátt er jafn gefandi. Hins vegar eru þau störf krefjandi og illa metin.  'Eg hygg að yfirbyggingin sé orðin nokkuð mikil, ekki síst hjá Reykjavíkurborg en trúlega er það til þess að gera störf eftirsóknarverð. Ég hef þó ýmislegt við öldrunarþjónustu borgarinnar að athuga.  Ttilatog er algengt og oft veltir maður því fyrir sér hvað ræður för við mannaráðningar, sérstaklega í stjórnunarstöðurnar. 

Hvað varðar fjölbýli þá finnst mér það mannréttindabrot ef einstaklingur fái ekki sérbýli. Hvað þá hjón sem oft eru stíuð í sundur sem ekki á að þekkjast. Hjúkrunarheimilin eru heimili fólksins og því ber að fá sitt ,,privay".  Í einstaka tilvikum hefur þótt hentugra fyrir hinn aldraða að vera með öðrum í herbergi en slík tilvik heyra frekar til undantekninga en hitt. Hafa verður þó þessi atriði í huga og miða alltaf fyrst og síðast við að koma til móts við hinn aldraða skjólstæðing og virða rétt hans. 

Með þessari framkvæmdaráætlun er verið að koma til móts við þessi réttindi fólks. Búsetuúrræðin geta verið með ýmsum hætti og yfirleitt búa fleiri en einn einstaklingur í hverri einingu sem telst þá auðvitað fjölbýli en einstaklingurinn fær sitt eigið herbergi/vistaverur. 

Nokkuð hefur borið einmitt á ,,snobbi" þegar kemur að hjúkrunarheimilum þannig að sum þykja ,,fínni" en önur, sbr. Sóltún. Ég tel reyndar þjónustuna þar vera til fyrirmyndar enda skriflegur samningur um hana sem fylgja þarf eftir í smáatriðum. Flest hjúkrunarheimilin eru rekin eftir ,,eigin" stefnu þar sem þjónustuviðmið eru sett upp af stjórnendum þannig að í raun ráða þeir hversu mikil og hvernig þjónustan er fyrir fólkið. Þar er mismunun í gangi, finnst mér. 

Í eðli sínu eru hjúkrunarheimili fjölbýli en tryggja verður rétt einstaklinganna til einkalífs enda eru þau heimili þeirra.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 15:34

4 Smámynd: Ragnheiður

Fyrir stuttu frétti ég af undarlegu atviki. Hjón voru saman í herbergi, maðurinn lést. Stuttu seinna var skákað kolókunnugum manni inn til gömlu konunnar. Nógu undarlegt hefði það verið að fá inn konu en ókunnugan mann !

Þetta var ekki á höfuðborgarsvæðinu -ekki það að það skipti neinu máli.

Einbýli á slíkum stofnunum eru sjálfsögð krafa, mannréttindi.

Að öðru leyti þakka ég fyrir góðan pistil.

Ragnheiður , 13.8.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband