Afrek

Finnst ég hafa náð miklum árangri í dag. Hitti minn sérfræðing í verkjateymi LSH sem deyfði mig hér og þar á milli rifja á aðgerðasvæðinu en þar hafa verkirnir verið oft verstir síðustu 9 mánuðina. Fannst hrikalegt að finna nálina urga og surga á milli rifjanna en er harðákveðin í því að láta mig hafa hvað sem er til að ná betri líðan. Er með þvílíka nálarfóbíu að það hálfa væri nóg þannig að þessi dagur telst til afreka hjá mér.

Hefði þurft að vera búin að fá meðferð sem þessa fyrir löngu síðan, vissi hreinlega ekki af þessum möguleika fyrr en nú. Er ugglaust orðið fullseint að breyta þeim skemmdum sem þegar eru komnar en full ástæða til að ætla að hægt verði að vinna eitthvað með þessa taugaverki í náinni framtíð. Ég myndi standa úti á túni og bíta gras ef mér  yrði sagt að það myndi bæta ástandið enda til mikiils að vinna.

Fékk enn önnur ný lyf, mér reiknast til að lyfjakostnaðurinn sé kominn yfir 300 þús það sem af er af þessu ári. Hrópleg mótsögn við yfirlýsta stefnu Péturs Blöndal og Sjálfstæðismanna. Allt er heimilt í pólitíkinni - eða hvaðWhistling Held áfram að bryðja það sem að mér er rétt til að fá mig betri, það skal hafast, svo einfalt er það, a.m.k. á meðan ég hef efni á því að leysa út lyfin.  Ekki sjálfgefið fremur en annað í dag.  Shocking

Styttist heldur betur í brottför Haffans, fer út aðfaranótt fimmtudags. Sumarið hér heima búið. Crying Úti bíða hans 2 próf sem hann á eftir að taka. Kata verður lengur heima eða til ca 27 ágúst. Pínu hnútur  í maganum en hugga mig við það hvehratt tíminn líður. Þrátt fyrir veikindi, barlóm og aumingjaskap í allt sumar, hefur tíminn flogið á ógnarhraða.  

Nýti hverja einustu mínútu þar til þau fara, hef fengið að njóta þeirra á meðan það versta hefur verið að ganga yfir hjá mér sem er ekki sjálfgefið. Mikið á þau lagt en þau kvarta ekki, síður en svo. Ég græt hins vegar pínu í mínu hjarta yfir því að hafa ekki getað látið drauma rætast, drauma um veiðferðir, útilegur, grill, göngutúra, skólavist og önnur skemmtilegheit í sumar.  Það verður fróðlegt að vita hvar ég verð stödd að ári liðnu, enn er framtíðin hulin ráðgáta og ég pikkföst á grænu ljósunum.Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Vona að heilsufarið sé skánandi frekar en versnandi.  Það góða við drauma að þá má dreyma þá aftur og aftur og aftur...kveðjur til krakkana sem ég enn hef ekki séð í alltof langan tíma

Katrín, 11.8.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eftir ár

ekkert fár.

þetta getur ekkert annað en "bestnað"

  







Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að verkjastilling er að heppnast, farðu nú vel með þig

Sigrún Jónsdóttir, 12.8.2008 kl. 17:11

4 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 13.8.2008 kl. 00:00

5 Smámynd: Sigrún Óskars

fegin að heyra að verkjastilling er að takast. Bestu kveðjur frá mér

Sigrún Óskars, 13.8.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband