15.7.2008 | 00:03
Hriktir í stoðum
Titringurinn á stjórnarheimilinu virðist vera að aukast svo um munar, ýmsir komnir á skjálftavaktina. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðismanna tala í kross og hver höndin uppi á móti annarri. Samfylkingarmenn taka undir það sem þeim líkar en skammast út í það og þá sem þeim líkar ekki. Stjórnarflokkarnir ekki beinlínis samstíga. Trúverðugleiki manna hefur snarminnkað.
Ég geri ráð fyrir því að þrýstingur um aðildaviðræður í ESB frá forkólfum atvinnulífsins, verslunarmönnum, fjárfestum og bönkum auk þrýstings frá auðmannsstéttinni sé farin að vera þrúgandi. Líklega er nýjasta útspil dómsmálaráðherra litað af þeim þrýsting, erfitt að segja hvaða hvatir liggja að baki tillögum hans. Það virðist óhugsandi að taka upp Evruna án aðildar í ESB en kannski er það strategían hans. Um leið og viðræður hefjast um Evruna er búið að opna á aðildaviðræður enda hanga þau mál saman.
Ég held að öllum sé ljóst að samstarf ríkissflokkanna er ekki snuðurlaust, það kraumar og ólgar undir yfirborðinu og gýs reglulega eins og vera ber þegar þrýstingurinn er orðinn of mikill. Spurningin virðist snúast um það hvenær slitnar upp úr samstarfinu.
Lítið fer fyrir mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar í þeirri efnahagskreppu sem ríkir. Einhverjir styrkir til menninga- og menntamála til landsfjórðunganna. Sá hæsti nær ekki 30 milljónum. Etv. góð viðleitni en dugar skammt á móti skertum kvóta o.fl. Kannski málin séu í nefndum og nefndarnefndum og hafi því ekki litið dagsins ljós ennþá. Sumir segja að góðir hlutir gerist hægt, etv. þurfum við að sýna meiri þolinmæði. Hugsanlega getur ríkið úthlutað auknu fjármagni þar sem þörf er á því fyrir ágóðan vegna hækkanna á eldsneytiskostnaði, hver veit? Ríkisstjórnin er hugsanlega með einhver tromp uppi í erminni??
Hvað sem þeim vangaveltum líður, fer lítið fyrir mótvægisaðgerðum. Fátt eitt jákvætt virðist koma frá ríkisstjórninn. Landinn skammaður fyrir of mikla eyðslu og hvattur til að taka upp sparibaukinn. Skyldi skýringuna á aðgerðarleysi stjórnvalda vera að finna í innbyrðis ágreiningi á milli ríkisstjórnarflokkanna? Sumir vilja aðild að ESB - aðrir ekki, einhverjir vilja friða Þjórsáver- öðrum finnst það ekki koma til greina. Fer að líkjast lönguvitleysu. Annar flokkurinn fer hamförum vegna kosninga í öryggisráðið - hinn vill sem minnst um þau mál ræða. Einn ráðherran vill bjarga heiminum á meðan annar lætur sem hann viti ekki af þeirri viðleitni. Svona er hægt að halda endalaust áfram.
Er ekki undrandi á minnkandi fylgi við ríkisstjórnina. Hún virðist þó taka við sér þegar bakhjarlarnir fara að sýna klærnar. Það verður spennandi að fylgjast með umræðunni á næstunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Facebook
Athugasemdir
Það er gaman að fylgjast með því hvernig Sjálfstæðismenn einn og einn stíga varlega fram og tala um hugsanlega eða jafnvel aðild að ESB, allt eftir kjarki. En eitt eiga þeir sameiginlegt, þeir láta eins og þeir hafi fundið upp hjólið. Séu að taka taka þessa umræðu fyrstir manna. Finna í sér kraft brautryðjandans.
Þessi umræða er að fara í gang innan Sjálfstæðisflokksins vegna þeirrar augljósu stöðu að formaðurinn er veikur, hefur ekki sömu tök á flokknum og fyrirrennari hans. Geir er gunga og verður ekki til langframa trúi ég. Pólitísk framtíð hans getur oltið á lífi ríkisstjórnarinnar sem þegar ber með sér fyrstu merki feigðar. Farið getur fé betra.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2008 kl. 01:26
Innlitskvitt hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 16.7.2008 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.