3.7.2008 | 00:44
Fjör
Svo virðist sem fjör sé að færast í leikinn á stjórnarheimilinu. Meðlimir ríkisstjórnarflokkanna skjóta grimmt á hvorn annan, bak og fyrir. Aðallega á vettvangi fjölmiðla.
Hlustaði aðeins og umhverfisráðherra í Kastljósinu, fannst hún ekki sannfærandi í röksemdum sínum né í vörnum gagnvart stefnu ríkisstjórnar í umhverfismálum. Samfylkingin hefur greinilega gefið eftir í þeim málum.
Dómsmálaráðherra skammast opinberlega út í viðskiptaráðherra vegna yfirlýsingar hans um aðild að ESB. Bloggar um óánægju sína í þeim efnum sem öðrum.
Illugi Gunnarsson viðurkennir að stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja hafi verið fullbrattir og etv. ekki nógu vel að sér í fjárfestingamálum og þannig tekið þátt í niðursveiflunni í efnahagsmálunum. Nokkuð sem er augljóst en framför að Sjálfstæðismenn viðurkenni.
Staða heilbrigðisráðherra þykir óljós, forsætisráðherra og formaður fjárlaganefndar ásamt fjármálaráðherra boða hugsanlegar aðhaldsaðgerðir sem er greinilegur vilji Samfylkingarmanna. Á það ekki síst við um byggingu nýs hátæknisjúkrahúss. Hrópandi mótsögn við stefnu ráðherrans.
Heilbrigðisráðherra vill ekki skipta sér af alvarlegri stöðu í málefnum ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga, ekki hans mál. Forsætisráðherra tekur í sama streng, verður auk þess fúll ef inntur eftir innihaldi stjórnarsáttmálans í þeim efnum. Urrar eiginlega í hvert sinn sem tekið er við hann viðtal.
Íslenskir atvinnurekendur og bankarnir kenna hins vegar Íbúðalánasjóði um allar ófarirnar. Hrósa nú happi yfir áliti ESA varðandi heimild sjóðsins til ríkisstyrkja. Ef að Íbúðalánasjóður má ekki sinna lánastarfsemi til einstaklinga með þeim hætti sem hefur tíðkast, hlýtur það sama að gilda um lán til bankanna. Þau hljóta að stríða gegn reglum um ríkisstyrkjum - eða hvað? Eftir því sem ég kemst næst er álitið ekki bindandi fyrir ríkisstjórnina en ég á eftir að kynna mér málið betur.
Það virðast vera komnir brestir í stjórnarsamstarfið. Ég hlýt að velta því fyrir mér líkt og flestir aðrir hvort og þá hversu lengi ríkisstjórnin muni halda velli. Órlóleikinn virðist ekki síst vera meðal Samfylkingarmanna sem hafa verið býsna yfirlýsingaglaðir á opinberum vettvangi í stað þess að ræða ágreiningsmál innan eigin herbúða. Boðar ekki gott og hálf leiðinlegt ,,einkenni" um meinsemdir. Það er spurning um hvort eitthvað sé til í fullyrðingum Roberts Wade, prófessors við London School of Economics, þess efnis að Samfylkingin muni slíta stjórnarsamstarfinu vegna efnahagsmála landsins?
Tíminn mun skera úr um það eins og margt annað..............
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Athugasemdir
Verður ekki bara svokölluð stjórnarkreppa? Ekki veit ég hvað kjósa skal ef boðað verður til kosninga núna.
Sigrún Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 21:37
Mér fannst reyndar Þórunn standa sig ágætlega. En menn eru farir að skjóta grimmt hver á annan
Hólmdís Hjartardóttir, 4.7.2008 kl. 00:21
farnir
Hólmdís Hjartardóttir, 4.7.2008 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.