25.6.2008 | 18:50
Vonbrigði
Samninganefnd ríkisins virðist liðamótalaus í samningaferlinu og því ekkert annað að gera en að fylgja vilja hjúkrunarfræðinga. Ansi er ég hrædd um að yfirvinnubannið eigi eftir að setja strik í reikninginn viða, sumarleyfin á fullu ofan á manneklu víða.
Það þarf a.m.k. 2 aðila til að semja og báðir þurfa að horfast í augu við málalmiðlanir af einhverju tagi. En skilboð samningarnefndarinnar eru skýr. Það eru okkar skilaboð einnig þannig að stálin stinn mætast, sýnist mér.
Eins og fram kemur á vef Morgunblaðsins í dag eru algeng mánaðarlaun hjúkrunarfræðings eftir 20 ár í starfi 288.006 kr. Hvaða stétt með 4 ára háskólanám að baki, langa starfsreynslu og gríðalega ábyrgð á líðan og lífi manna myndi sætta sig við slík kjör? Launin eru svo út í Q að það er grátlegt. Viðbótamenntun skila nánast engu þannig að kostnaðurinn við að afla sér hennar er hreinn fórnarkostnaður fyrir viðkomandi. Ekki lifir hjúkrunarfræðingurinn af hugsjóninni einni saman enda fólksflótti úr stéttinni gríðalegur. Er einhver undrandi á því??
Sættir verkfræðingur sig við slík laun eftir 20 ára starf, viðskipta- og/eða markaðsfræðingur? Hvað með lögæðinga? Ég held ekki og ekki einu sinni nýútskrifaðir einstaklingar með slíka menntun myndi gera það heldur. Gjaldkeri í banka og einstaklingur sem sinnir útkeyrslu fyrir verslanir eru með hærri laun. Ekki það að þeir séu öfundsverðir að sínum launum heldur hitt, launamisræmið er gríðalegt og menntun er einskins metin þegar kemur að launaröðun sumra stétta. Svo einfalt er það.
Ég hef þá trú að fólk átti sig á því að hjúkrunarfræðingum er full alvara núna og þeir munu standa saman. Það verður erfitt fyrir hvern og einn að vita hverjar afleiðingarnar verða á starfsemi stofnana og á líðan skjólstæðinga en það sættir sig enginn við slíkt launamisrétti og nú ríkir. Þannig er það einfaldlega, það eru allir búnir að fá nóg.
Formaður Fíh: Mikil vonbrigði" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að það sé full samstaða meðal hjúkrunarfræðinga...nú er að dugaeða drepast
Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 18:53
Ég treysti á samstöðu ykkar. Ég er viss um að þjóðin stendur með hjúkrunarfræðingum í þessari baráttu, heyri ekki annað
Sigrún Jónsdóttir, 25.6.2008 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.