Styttist í gleði

Eftir tæpar 2 klst. lendir frumburðurinn á Keflavíkurfylgvelli. Flaug frá Búdapest í gegnum Köln og er lagður af stað þaðan. Er búin að vera eins og smástelpa að snurfusa og gera klárt fyrir heimkomuna. Lagði þó ekki almennilega í að slá frímerkið fyrir framan húsið í ljósi fyrri reynslu. Hver veit nema að ég geti platað Haffan til þess að gera það á morgun eftir góðan og langan svefn. Hann er ansi langþreyttur vinurinn og verður trúlega nokkurn tíma að líkjast sjálfum sér. 

Allt tilbúið fyrir heimkomuna, stórt lambalæri í ísskápnum. Keypti hressilega inn í dag og rogaðist með pokana sjálf í hús, ekki lítið stolt. Þarf trúlega einhvers konar endurhæfingu í eldamennskunni, hef ekki soðið kartöflur síðan í janúar, hvað þá annað. Katan væntanleg um næstu helgi þannig að brátt verður líf og fjör í kotinu litla. InLove

systkinin   5

Systkinin á síðustu þjóðhátið, hvar annars staðar?

Mig langar ekkert lítið með þeim í ár, komin með fiðring Wizard

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Æðislegar fréttir elsku Guðrún Jóna mínþað er alltaf svo gott að koma heim til Mömmu svo hlýtt og svo gottnjóttu þess vel elskan mín ,tímann með börnunum þínum

Ástarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.6.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Loksins.  Frábært að bæði börnin skuli vera komin heim, njóttu þess

Sigrún Jónsdóttir, 21.6.2008 kl. 22:40

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 21.6.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég bið hjartanlega að heilsa þeim Kötu og Haffa.

Hrannar Baldursson, 22.6.2008 kl. 03:19

5 Smámynd: Katrín

Velkomin  heim Kata og Haffi

Og munið nú að stjana við múttu..

Katrín, 22.6.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir kommentin, ég skila kveðjunum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.6.2008 kl. 11:23

7 Smámynd: Sigrún Óskars

 

Sigrún Óskars, 22.6.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband