21.6.2008 | 22:23
Styttist í gleði
Eftir tæpar 2 klst. lendir frumburðurinn á Keflavíkurfylgvelli. Flaug frá Búdapest í gegnum Köln og er lagður af stað þaðan. Er búin að vera eins og smástelpa að snurfusa og gera klárt fyrir heimkomuna. Lagði þó ekki almennilega í að slá frímerkið fyrir framan húsið í ljósi fyrri reynslu. Hver veit nema að ég geti platað Haffan til þess að gera það á morgun eftir góðan og langan svefn. Hann er ansi langþreyttur vinurinn og verður trúlega nokkurn tíma að líkjast sjálfum sér.
Allt tilbúið fyrir heimkomuna, stórt lambalæri í ísskápnum. Keypti hressilega inn í dag og rogaðist með pokana sjálf í hús, ekki lítið stolt. Þarf trúlega einhvers konar endurhæfingu í eldamennskunni, hef ekki soðið kartöflur síðan í janúar, hvað þá annað. Katan væntanleg um næstu helgi þannig að brátt verður líf og fjör í kotinu litla.
Systkinin á síðustu þjóðhátið, hvar annars staðar?
Mig langar ekkert lítið með þeim í ár, komin með fiðring
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:29 | Facebook
Athugasemdir
Ástarkveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.6.2008 kl. 22:38
Loksins
. Frábært að bæði börnin skuli vera komin heim, njóttu þess
Sigrún Jónsdóttir, 21.6.2008 kl. 22:40
Hólmdís Hjartardóttir, 21.6.2008 kl. 22:49
Ég bið hjartanlega að heilsa þeim Kötu og Haffa.
Hrannar Baldursson, 22.6.2008 kl. 03:19
Velkomin heim Kata og Haffi
Og munið nú að stjana við múttu..
Katrín, 22.6.2008 kl. 11:00
Takk fyrir kommentin, ég skila kveðjunum
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.6.2008 kl. 11:23
Sigrún Óskars, 22.6.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.