Höfuðlaus her

Ástandið fremur bágborðið í minni fyrrum heimasveit. Búið að reka sveitarstjóran, einungis einn starfsmaður við störf á hreppsskrifstofunni, hinn í fríi. Bókarinn hefur ekki enn hafið störf, sá 3 eða 4 á stuttum tíma.  Enginn formlegur staðgengill sveitarstjóra skipaður til að reka sveitarfélagið þannig að í raun má segja að herinn sé höfulaus.

Fundargerðir farnar að berast á vef sveitarfélagsins en skv. þeim halda menn áfram uppteknum hætti, þ.e. að brjóta stjórnsýslulög. Menn ætla augljóslega seint að læra, þó má greina athugasemd frá hinum nýja minnihluta í fyrsta sinn við afgreiðslu mála. Nýji oddvitinn heldur áfram að sitja báðum megin við borðið en í þetta sinn lætur hann bóka að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þess máls er varðar hagsmuni hans sem stjórnarmaður í hestamannafélaginu. Leggur fram tillögu um styrkveitingu en situr hjá við afgreiðslu.

Gekk reyndar ansi langt á þeim fundi sem endurspeglar annað hvort mikla vanþekkingu í besta falli eða beinlínis valdníðslu. Í fundargerðinni kemur fram sú tillaga oddvita að ,, Þar sem sú staða er uppi að allir fundarmenn nema einn tengjast með einum eða öðrum hætti þeim félögum sem um ræðir í lið 1 í fundargerð frá 10. júní 2008"  að ,,enginn sveitarstjórnarmanna teljist vanhæfur til að samþykkja liði  1 í fundargerðinni". Var sú tillaga samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu. Sveitarstjórnin hefur í gegnum tíðina verið annáluð fyrir það að búa til eigin leikreglur í krafti meirihlutans þannig að þetta er ekkert nýtt. Staðreyndin er hins vegar sú að sjaldan hefur hún verið jafn opinská um  slíkar aðgerðir og nú.  Engin sveitarstjórn hefur það vald að breyta sveitarstjórnar- og stjórnsýslulögum að vild. Það gerist  í þessu tilviki þannig að klárlega er um ólögmætan gjörning að ræða þar. Í tilvikum em þessum verða menn að víkja og kalla inn varamenn, það er ekkert flóknara en það. Það jákvæða er þó það að einhverjir eru farnir að gera athugasemdir við stjórnsýslubrot af þessu tagi. 

Meðal umsækjenda um starf sveitarstjóra eru nokkrir reynsluboltar með viðamikla þekkingu á sveitarstjórnarmálum. Skv. nýjustu fréttum koma tveir umsækjendur sterklega til greina. 24 stundir nefna Grím Atlason, fyrrum bæjarstjóra í Bolungarvík í þeim efnum í blaðinu í morgun.  Orðrómurinn í sveitarfélaginu tekur undir  þau sjónarmið. Ugglaust er Grímur hinn mætasti maður og allt það, er þroskaþjálfi að mennt og mikil reynslubolti á sviði tónleikahalds. Þótti drífandi í Bolungarvíkinni, hæfileikaríkur músikant en jafnframt umdeildur. Hefur nú öðlast tæplega 2 ára reynslu á sviði sveitarstjórnamála. En dugar það til og er hann sá einstaklingur sem er best til þess fallinn að annast stjórnun í sveitarfélaginu þar sem hver höndin er upp á móti annarri, sem fyrr og allir sveitarstjórnarmenn eru að sitja sitt fyrsta kjörtímabil, fyrir utan einn? Svolítið sérstakt ef harður Samfylkingarmaður komi til greina.  Þeir sveitarstjórar sem eru ráðnir utan frá eiga hins vegar ekki að vera pólitískir en erfitt getur verið að komast hjá því. Menn grafa ekki yfirlýstar skoðanir sínar eða segja sig úr stjórnmálaflokkum svo glatt.  Þeir starfa náið með meirihlutanum, því kemur fráfarandi sveitarstjóri ekki til greina. Það yrði sérstakt ef Samfylkingarmaður yrði ráðinn en þeir eru þó nokkrir meðal umsækjenda.

Vonandi bera menn gæfu til þess að láta hagsmuni sveitarfélagsins ráða för við ráðningu svietarstjórans. Mig grunar að launakröfur muni hafa nokkur áhrif á val manna en fyrst og fremst þarf að velja skeleggan, drífandi og reynslumikinn einstakling sem hefur burði til að leiðbeina lítt reyndum sveitarstjórnarmönnum og tryggja að farið sé að stjórnsýslulögum við stjórnun sveitarfélagsins. Menn virðast ætla að hafa hraðar hendur á varðandi ráðninguna og er það vel enda enginn í brúnni. En menn verða að hafa hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Það þarf að sameina mörg ólík öfl og settla reiði og særindi meðal íbúa sem eru orðnir langþreyttir á vanhæfum sveitarstjórnum sem hafa haft hlutina eftir eigin höfði.

Hvort að 2 ár dugi til þess verkefnis skal ég ekki dæma fyrirfram en ansi er það hæpið. Líklega eru þeir kjörnu fulltrúar sem nú skipa sveitarstjórnina búnir að stimpla sig út úr pólitíkinni í náinni framtíð. Það verður sífellt erfiðara að fá menn til að taka þátt í sveitarstjórnarmálum, ekki síst vegna þeirrar valdníðslu sem hefur átt sér stað árum saman. Fórnarkostnaðurinn við að reyna að breyta hlutum hefur verið  hár og getur varðað afkomu og mannorð viðkomandi. Eina raunhæfa leiðin er að stækka sveitarfélagið suður fyrir brekku, þá fyrst eru líkur á því að stjórnsýslan verði gegnsæ og réttlát og hagsmunir íbúa hafðir að leiðarljósi. En við skulum sjá hver næsti kandidatinn verður, menn eiga ekki að gefa upp alla von um bjartari tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Hann er góður á bassa segja þeir sem vitið hafa en ég veit svo sem ekki hvort Dalabyggð þurfi á bassaspilandi sveitarstjóra að halda... En góður er hann í því að taka stjórnina og breytast í pólitískus;  var öflugur oddviti K lista síðasta árið sitt...menn verða njóta sannmælis

Katrín, 21.6.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Tek undir það en ekki viss um að hann sé rétti kandidatinn fyrir Dalabyggð, satt best að segja. Hann á þó örugglega samleið með oddvitanum býst ég við.

Sveitarfélagið þarf á reynslubolta að halda með góða tengingu inn í ráðuneytin. Dvalarheimilið á hvínandi og margt sem betur má fara. Flestir nýgræðingar og kunna einfaldlega ekki leikinn 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband