Íbúðalánasjóður til bjargar

Er það svo? Menn hamast við að mæra áhrif breytinganna á stöðu einstaklinga. Miðað við brunabótamat en hámarkslán þó 20 milljónir. Hversu stóra blokkaríbúð er hægt að fá fyrir þá upphæð? Trúlega nóg fyrir  ungt og barnlaust fólk eða hvað?? Hvað með aðra aldurshópas em eru að eignast sína fyrstu íbúð eða jafnvel að byrja upp á nýtt?  Hvað með þá sem þurfa að skipta um húsnæði af einhverjum ástæðum?? Hvað með landsbyggðina?

Ég skil hins vegar ekki þörfina að koma bönkunum til aðstoðar vegna íbúðarlána sem þeir lánuðu til hægri og vinstri. Flestir ef ekki allir bankarnir eru að velta milljörðum-billjónum evra á ári. Kannski lausafjárstaða þeirra hafi rýrnað en þurfa þeir þá ekki einfaldlega að hagræða í eigin rekstri? 

Við skulum átta okkur á því að það voru bankarnir sem fóru út í samkeppni við Íbúðalánasjóð en ekki öfugt. Hvað vakir fyrir ráðamönnum stjórnarflokkanna? Halda þeir virkilega að menn séu með hausinn það djúpt í sandinum að þeir sjái ekki í gegnum þetta nýjasta útspil ríkisstjórnar?Angry

Ég vil gjarnan horfa á jákvæðu hliðarnar en ég sé þær ekki margar í þessari stöðu. Eigi þetta að vera mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar, hvernig verður framhaldið???W00t

Ái!  Vonbrigðin eru all nokkur og stefna ríkisstjórnarflokkanna enn óljós í þessim atriðum sem og öðrumCrying


mbl.is Íbúðalánasjóður til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband