Er þetta sem koma skal?

Ég fylltist óhug og viðbjóði þegar ég las þessa frétt. Hvað er að gerast í þessu litla landi okkar og hvert stefna ungu kynslóðirnar? Að láta sér detta í hug að grýta lifandi og varnarlaust dýr er fyrir neðan minn skilning.W00t Fyllerí afsakar ekki þessa mannvonsku.

Ekki það að ég ætli allri ungu kynslóðinni slík ódæðisverk en mér finnst bera meira á tilvikum sem þessum. Kettir og hundar pýndir, kveikt í sinu, sorpgeymslum og íbúðarblokkum. Munnsöfnuðurinn og framkoman oft slík að maður snýr sér í heilhring af forundran. Ég kýs að trúa því að þetta séu undantekningarnar.

Ég hef það sterklega á tilfinningunni að næstu kynslóðir fyrir ofan verði að íhuga sinn gang og meta hvað betur má fara í uppeldinu. Það virðist heyra til undantekninga ef börn og unglingar beri virðingu fyrir foreldrum sínum og þeim sem eldri eru. Við þurfum ekki annað en að skreppa út í búð til að komast að því.

Réttast er að skikka þá sem koma svona illa fram við varnarlaus dýr, í einhvers konar samfélags- og/eða dýraþjónustu þar sem þeim verði kennd umgengni og virðing fyrir þeim sem minna mega sín. Ef varnalaus dýr eru grýtt, hvað þá með varnalaus börn?  Þetta er hrikalegt!


mbl.is Köstuðu grjóti í ær og lömb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er hrikalegt.....það verða að vera einhvers konar viðurlög við svona og þú komst með ágæta hugmynd

Hólmdís Hjartardóttir, 10.6.2008 kl. 20:05

2 identicon


Ég vil trúa því að þetta séu þeir skemmdu sem skera sig úr annars góðum fjölda og fá umfjöllun í fjölmiðlum af slíkum gjörðum sem eiga að vera teknir og hýddir. En annað er þó ljóst að margir fullorðnir eru lítið skárri eins og við vitum en við krossum fingur og vonum að næstu kynslóðir spái vel í uppeldisfræðunum.

Símon (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband