Stjórnvöld þögul

Hækkanir á eldsneyti virðast engan endi ætla að taka. Svo virðist  spá eins starfsmanns  á einni bensínstöð ætli að rætast en hann spáði því fyrir nokkrum mánuðum síðan að verðið á díselnum myndi fara yfir 200 kr. per líter.  Það vantar ekki mikið upp á að sú spá gangi eftir. Það hvarflaði ekki að mér að trúa manninum á sínum tíma.W00t

Ekki heyrist múkk í stjórnvöldum, álögur ríkisins enn óbreyttar og engar líkur á því að þær muni lækka. Engin viðbrögð, engar mótvægisaðgerðir.  Ekki hef ég orðið vör við að aksturspeningar á vegum ríkisins hafi hækkað í samræmi við þessar hrikalegu eldsneytishækkanir, svo dæmi sé nefnt.

Sjái stjórnvöld ekki ástæðu til að grípa í taumana og bæta stöðu neytenda nú, verður það aldrei. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætli ekkert að leggja að mörkum til að draga úr áhrifum þeirrar efnahagskreppu sem nú tröllríður öllu. A.m.k. ekki þegar kemur að einstaklingum. Ríkisstjórnin er hins vegar boðin og búin til að styrkja fyrirtækin með lækkuðum sköttum og bankana með ýmsu ráðum. Ætli næsta skref hennar verði ekki að setja bráðabirðgalög sem heimilar bönkum að seilast í vasa lífeyrissjóðanna? 

Þingvallastjórnin hefur margsýnt fram á það að hún starfar ekki fyrir þegna landsins. Þeirra kjör eru ekki höfð að leiðarljósi. Landsbyggðin og þá ekki síst sjávarplássin mega hennar vegna þurrkast út. Þessi ríkisstjórn er handónýt, svo einfalt er þaðBandit


mbl.is Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það ríkisstjórninni að kenna að einkafyrirtæki ákveða endalaust að hækka verðið á vörunni sem þau selja?

Álögur ríkisins koma allra líklega til með að breytast um áramótin eins og kom fram um daginn.  Þá hækkar örlítið álagið á bensínið en eyðslugrannir bensínbílar lækka um mörg hundruð þúsund í innkaupum. Síðan gætu stóru umboðin náttúrulega í sjálfu sér ákveðið að velta þeirri lækkun ekki áfram til viðskiptavina sinna ef þau ákvæðu það - enda álagning frjáls á Íslandi... en það verða nú að teljast litlar líkur á því.

Ef ég ákveð að tvöfalda verðið á bílunum sem ég sel, á þá ríkið að fella t.d. niður virðisaukaskattinn til að koma til móts við viðskiptavini mína?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Ragnheiður

Já alveg handónýt, tek undir hvert orð

Ragnheiður , 9.6.2008 kl. 17:27

3 identicon

ef ríkið á að gera eitthvað þá ættu þeir að nota tækifærið og bæta almenningssamgöngur. Ef ríkið lækkar álögur þá er það bara að taka pening úr einum vasa og setja í annan. Við endum með að borga þetta sjálf á einn eða annan hátt. Svo að mér finnst alveg eins að þeir sem noti bensín borgi í stað þess að allir þurfi að borga fyrir þetta ástand.

Margrét Inga (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:39

4 identicon

Olían í heiminum er hægt og bítandi að verða búin. Um leið og eftirspurn eykst hraðar en framleiðsla, verður þetta svona. Ríkið að minnka álögur myndi þýða að þú þyrftir að borga 190 kall í nokkra mánuði í viðbót og svo færi það að hækka aftur áfram.

Olíuævintýrið er búið, þetta mun aldrei lagast aftur, eina leiðin er að breyta um aðferðir til að gera hlutina sem við notum olíu í, í dag. Íslendingar verða að fara að troða því inn í hausinn á sér að það eru ekki mannréttindi að hafa efni á að keyra bíl. Það er lúxus, og mun verða meiri og meiri lúxus héðan í frá, alveg sama hvað yfirvöld gera.

Ekkert mun breyta þessari þróun. Svona verður þetta áfram þar til það versnar aðeins meira, og verður ennþá verra eftir það. Leiðin er ekki að halda þessari vitleysu áfram, því þá er bara verið að halda okkur lengur í þessu kvalafulla ástandi. Íslendingar þurfa að fara að drullast til að:

a) Nota strætó. Já, það sökkar, en Íslendingar eru ekkert of fínir fyrir það. Það er snobb og flottræfilsháttur sem hindrar Íslendinga í að nota strætó og nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur annar.

b) Kaupa rafmagnsbíla: Það er reyndar galli hvað þeir eru ofboðslega dýrir, en þeir borga sig vissulega þegar olían er svona dýr.

c) Hjóla/Labba/Hlaupa. Ég er sjálfur of latur til að gera þetta, en heyh.

Ég veit allavega betur en að keyra bíl. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir commentin öll sömul, fínt að fá fram ólík sjónarmið. Hins vegar er það mín skoðun að ríkisstjórnin getur dregið úr högginu með því að lækka það hlutfall af hverjum líter sem fer í ríkiskassan.

Almenningsamgöngur eru góðra gjalda verða en sem fyrrum landsbyggðamanneskja veit ég að þær gagnast ekki alls staðar. Landsbyggðafólk býr við það að þurfa að sækja vinnu sína langt að heiman, jafnvel fleiri tugi kílómetra hvora leið. Tveir jafnfljótir og hjól koma ekki að gagni.  Sjálf hef ég keyrt um 160 km á dag til og frá vinnu. Slíkt er gríðalega kosnaðarsamt.

Okkur höfuðborgarbúum hættir alltaf til að miða við Reykjavík og nágrenni. Landsbyggðin býr ekki við sömu skilyrði, þá staðreynd er ekki hægt að flýja. Nú, sá sem býr í Vesturbænum en sækir sína vinnu í Hafnafjör eða á Suðrnesin getur sennilega ekki nýtt sér almenningssamgöngur, of langt er að hjóla og ganga.

Ekkert er svart og hvítt í þessum efnum en ríkisstjórnin hlýtur að verða að íhuga einhverjar mótvægisaðgerðir. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.6.2008 kl. 18:05

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

nú er komið að því að fara leggja bílinn til hliðar og nota strætóhvernig endar þessi vitleysa.knús á þig elsku Guðrún mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.6.2008 kl. 20:11

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víst gæti ríkisstjórnin lækkað álögur tímabundið.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.6.2008 kl. 22:28

8 identicon

Var að tala við félaga í Danmörk rétt í þessu . Hann var mjög hissa að hækkunin væri skollinn á hér á landi þar sem bensínið muni ekki hækka í D.K. í fyrsta lagi á morgun um 50 aura danskar eða um 5 krónur líterinn, talið í okkar krónum. Fiskvinnslukona eftir 5 ára starf í sínu fagi eru borgaðar 120 danskar krónur eða 1820 íslenskar krónur fyrir dagvinnu tíman fyrir utan orlof sem er 12% þar á bæ. Ég er fullviss að sá munur sem er á milli landanna í lífsgæðum og frelsis dönum í vil er tilkominn að þar er samfélag sem er ekki haldið þrælsótta.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:03

9 identicon

95 okt bensínið kostaði 11.39 í gær hjá Q8 í Danmörk. Í dag kostar sami líter 11.75 sem þýðir að hann hefur hækkað um 36 aura danskar svo félagi minn  var ekki langt frá því. Vona að Íslendingar hætti að láta plata sig upp úr skónum.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband