Tillögur Frjálslyndra

Fjrálslyndir hafa löngum haft ákveðnar skoðanir á kvótakerfinu og telja það með öllu óviðunandi. Öllum er ljóst að sú leið sem farin var á sínum tíma og enn er unnið eftir er ekki að skila sjávarbyggðum árangri. Ég hlýt því að velta því fyrir mér hvort markmið Halldórs og Sjálfstæðismanna á sínum tíma hafi einmitt verið það að þurrka út sjávarbyggðirnar. Í öllu falli hefur kvótakerfið gert ríka enn ríkari og hinn venjulega sjómann snauðari. Sjávarbyggðirnar svelta og fólksflótti viðvarandi vandamál. Staðreyndir sem ekki er hægt að þræta fyrir.

Stefna Sjálfstæðismanna hefur verið skýr og það sama gildir með Framsóknarmenn, a.m.k. í stjórnartíð Halldórs. Hún er öllu óljósari nú, þó reynir Guðni að spyrna fótum og auka heimildir. Honum er svo sem vorkunn að þurfa að hreinsa til eftir fyrrum formann. Ég eiginlega hef ekki hugmynd um hvar Vinstri Grænir eru í þessu máli, Steingrímur og Jón Bjarnason tala og tala en ég fæ ekki skilið hvert þeir vilja stefna í þessum málum. Hugsanlega að hætta að veiða með öllu, ekki síst út frá dýraverndunarsjónarmiðum.

Frjálslyndir hafa talað gegn núverandi kvótakerfi og gagnrýnt það harkalega. Það sem mér hefur líkað hvað best í málflutningi þeirra er að þeir koma  með haldbær rök og leggja fram tillögur til  úrbóta. Eini flokkurinn sem gerir það. Forsenda þess að hægt sér að rökræða málin er sú að leggja fram valkosti og tillögur. Einstefna skilar engu.

Mér sýnist fleiri tillögur liggja uppi á borðum Frjálslyndra eftir landráðsfund þeirra í dag. Jón Magnússon leggur til að félagsmönnum gefist kostur á að viðra hugmyndir sínar um aðild að ESB. Auðvitað er það engin spurning, umræðuna þarf að taka, hvort heldur sem menn eru jákvæðir eða neikvæðir gagnvart aðild. Afstöðu er ekki hægt að taka með neinum vitrænum hætti fyrr en allir kostir og gallar liggja upp á borðum. Persónulega er ég alfarið á móti aðild, hef kynnt mér málin rækilega en það kann að vera að einhverjir fletir komi upp sem ég hef ekki íhugað, fari fram hreinskilin og heiðarleg umræða. Hræðsluáróður eða skipanir verka öfugt á mig í þessum málum sem öðrum.

Ég get ekki sagt að ég þekki mikið til innra starfs Frjálslynda flokksins en það hefur vart farið fram hjá nokkrum að ágreiningur er um áherslur í málefnum innflytjenda eða a.m.k hvernig eigi að leggja þær áherslur fram. Einhverjar skærur hafa verið á milli blokka innan flokksins líkt og gerist trúlega innan flestar flokka þar sem margir sækjast eftir áhrifum og völdum. Mér er minnistætt hvernig ástandið var í Framsóknarflokknum í valdatíð Halldórs.

Það er hins vegar grátlegt þegar menn geta ekki unnið saman sem ein heild, ekki síst út á við. Auðvitað er alltaf einhver skoðana- og málefnaágreiningur, það er heilbrigt ástand. Hins vegar er ástandið orðið sjúkt þegar menn geta ekkit tekist á á málefnalegum forsendum og gert út um ágreining innbyrðis. Ferlegt þegar menn bera ágreining út í fjölmiðlana og kljást á þeim vettvangi. Traust og trúverðugleiki hverfur út um gluggan og andstaða gegn skoðunum og stefnu flokka eykst. Skiptir engu máli hversu málefnaleg rökin eru þegar tiltrúin er horfin.Öllu hópastarfi fylgir málamiðlun í einhverri mynd. Aðalatriðið er að menn viðurkenni skoðanafrelsi hvors annars, það er sjaldnast hægt að segja að einhver ein skoðun sé hin eina rétta. 

FF er ungur flokkur sem þáist m.a. af vaxtarverkjum.  Hann er fremur fámennur  og því smár í  sniðum. FLokkurinn  hefur goldið fyrir innbyrðis ágreining, fylgið sýnir það. Flokksmönnum virðist einnig hafa fækkað ef marka má fréttir.  Ákveðin stöðnun og í sumum tilvikum afturför hefur einkennt hann síðustu misseri.  Innbirðis skærur hafa dregið úr honum þrótt. Vonandi snúa menn þróuninni við, manni sýnist landráðsfundurinn hafa verið málefnalegur og að menn hafi gengið sáttir frá borðum í kvöld. Forystan þarf að snúa vörn í sókn, flokkurinn þar að komast upp úr ,,æskuárum" sínum og bernskubreki til að vaxa og dafna eðlilega.  Það er einu sinni svo að til þess að hópur njóti sín og komi sterkur út þarf að nýta og virkja styrkleika allra sem taka þátt í starfinu. Sú aðferð að ,,kenna öðrum" um ófarir skilar engu, menn verða að setjast niður, greina og viðurkenna vandan og leggja síðan fram áætlun um það hvernig eigi að leysa hann og hefja flokkinn til vegs og virðingar. 

Það þarf skamman tíma til að rífa niður góðan orðstýr og traust en mjög langan tíma að endurheimta hvorutveggja. Vonandi bera menn þá gæfu að rétta kúrsinn.

 


mbl.is 220 þúsund lesta jafnstöðuafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hafnirnar eru hættar að iða af lífi og ég sakna þess. Margir sammála F lista í þessu máli.....en málflutningur sumra vegna innflytjenda skemma fyrir þeim. Og nú er Sturla að stofna stjórnmálaflokk!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 8.6.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég er sammála þér Tryggvi, stefna Sjálfstæðismanna hefur verið á eina leið þegar kemur að  málefnum landsbyggðanna. Menn eru hins vegar ekki að halda forsendum hennar á lofti eins og áður var enda sækir flokkurinn fylgi sitt víðar en til hinna driefðu byggða. Menn virðast ekki horfa fram fyrir tærna á sér í þeim efnum, hvernig ætla menn eins og Einar Kristinn og fleiri landsbyggðaþingmenn að ná kjöri án landsbyggðarinnar? Eina leiðin væri að gera landið að einu kjördæmi en er það ekki einmitt yfirlýst stefna beggja stjórnarflokkanna?

Sammála þér Hólmdís, málflutningur einstakra manna innan FF í málefnum innflytjenda er að  rústa flokknum. Þeir virðast hins vegar kjósa að stinga hausnum í sandinn í þeim efnum í stað þess að breyta málflutning sínum.

Mig skal ekki undra þó Sturla og félagar stofni nýjan flokk, Samfylkingin sem upprunalega átti að vera jafnaðarmannaflokkur og höfða til alþýðunnar er orðinn flokkur mennta elítunnar. Einungis FF leggja áherslu á þennan hóp en hafa misst marks. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 14:30

3 identicon

Ég er ekki sammála því a FF hafi misst fylgji vegna innflytjenda. Mér finnst málstaður hans um komu innflytjenda til landsins mjög góður. Það virðast allir innan flokksins vera sammála því nema Kristinn bróðir þinn Guðrún Jóna.

FF jók fylgi sitt þegar umræðan um innflytjendur var sem hæðst.

Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 18:47

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég held að málið snúist fyrst og fremst um aðferðafræðina Sigríður ekki opinbera stefnu FF í innflytjendamálum sem er ábyrg og kjarnyrt. Heyrist mér margir innan FF vera á þeirri línu að sumir hafi farið út af sporinu í málflutning sínum og beygt þannig frá stefnu flokksins. Stefna flokksins er skýr, alla vega sú sem lesendur hafa aðgang að, t.d. á heimasíðu flokksins. Eftir henni hefur ekki alltaf verið farið.

Ef þar eru ekki þau viðkvæmu mál sem hafa dregið úr fylgi flokksins, hver er þá skýringin á fylgistapinu? 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband