Þar kom að því

Ég hef verið einn harðasti Eurovison aðdándi frá því að Íslendingar gátu fylgst með keppninni forðum daga. Síðustu árin var mín búin að missa trúna, enda alveg sama hvernig og hvaða lag við sendum, við komumst aldrei í gegnum blokkina.

En nú hafðist það og svei mér ef trúin glæðist ekki aftur. Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig frábærlega vel og það sem meira er, þau virtust njóta þess í botn að vera á sviðinu. Vissi um raddstyrk Regínu fyrir en svakalega er  Friðrik Ómar góður söngvari líka. Mér finnst hann svolítið falin perla hjá okkur Íslendingum.

Í öllu falli verður fylgst með á laugardaginn, í fyrsta sinn í 3-4 ár. Ég bíð spennt. Til hamningju Euroband! 

 

Regína og Friðrík


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta var rosalega flott hjá þeim

Sigrún Jónsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þau sungu þetta skelfilega lag ágætlega

Hólmdís Hjartardóttir, 23.5.2008 kl. 01:28

3 Smámynd: Katan

Ég dýrka þau!

Katan , 23.5.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband