Ekki í lagi!

Ástandið hríðversnandi fer hér á landi og lífskjörin versna og versna. Þegar maður heldur að þeim geti ekki versnað meir, versna þau.  Nýjasta hækkun eldsneytisverðs var birt á visir.is. og á ég ekki til orð.  Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

,,Eldsneytisverð hjá N1 var hækkað fyrir stundu og kostar lítri af bensíni þar nú 158,9kr/l r en díselolíu 171,9 kr/l  miðað við sjálfsafgreiðslu". Menn birta ekki einu sinni tölur með þjónustu.

Eru svo menn undrandi á mótmælum vöruflutningabifreiðastjóra o.fl. í þeim geiranum? Þeir eru þó þeir einu í landinu sem mótmæla þessum hækkunum, það heyrist ekki boffs í öðrum neytendum! Skal hér ekki lagt mat á það hvort þeirra aðferðir séu hinar einu réttu en þeir hafa þó sýnt viðleitni.

Þjóðin sefur einhverjum Þyrnirósasvefni eða komin í það ástand sem kallað er ,,lært úrræðaleysi" sem felst í grófum dráttum í því að  þegar ekkert er hægt að gera, er gefist upp. Menn lympast niður og hreyfast ekki. Jarðskjálfti myndi ekki hagga mönnum. Ekki einu sinni fjölmiðlar ranka við sér. 

Mig skal ekki undra þó Samfylkingin hafi fundið sig knúna til að beina athygli þjóðarinnar frá þessum staðreyndum sem  og öðrum og færa þjóðinni ,,gleðifréttir".  Einkennilegt að á bak við yfirlýsingarnar liggur ekkert frumvarp til breytinga á eftirlaunafrumvarpinu fræga og þingi að ljúka innan skamms. Það svínvirkar greinilega, það heyrist ekki hljóð úr horni, menn eru búnir að gefast upp.

Ég var uggandi þegar Sjálfstæðismenn og Samfylking mynduðu ríkisstjórn á sínum tíma. Það hefur sýnt sig að sá ótti var á rökum reistur. Á meðan þeir fyrrnefndu einkavæða og tryggja hagsmunaaðilum ótakmarkaðan gróða og búsæld, hafa þeir síðarnefndu vappað um allan heiminn í því skyni að bjarga honum. Hugsjónin, stefnan og kosningaloforðin fóru fyrir lítið; stólana, titlana og ,,völdin" sem í raun eru engin. Titlar og embætti greinilega mikils virði.

Það hlýtur hver maður með meðvitund að sjá hvert stefnir. Þingvallastjórnin hefur þegar komist á blað sögunnar og spái ég því að störf hennar verði notuð sem kennslubókar´- og raundæmi í stjórnsýslufræðum um heim allan.

Og hún er rétt að byrja, 3 ár eftir af starfstíma hennar.................  

disaster

 

 

 

 

 

 

 

 Hvernig var kenningin um strútskheilkennið"?


mbl.is Höfðu ekki heyrt af fyrirhuguðu eftirlaunafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

3 ár er langur tími!!!  Umræðustjórnmál dettur mér í hug í hvert sinn sem Sammari á þingi eða ráðherrastóli opnar munninn.  Tala og tala en segja sem minnst

kveðjur frá þeirri sem alltaf er í stjórnarandstöðu að mati Bæjarstjórans 

Katrín, 13.5.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nákvæmlega. Átti ekki von á góðu en meira að segja mínar verstu hrakspár komast ekki í hálfkvist við blákaldan veruleikan.

Ef að heilindi, skynsemi og trúverðugleiki eru aðalsmerki þeirra sem eru í ,,stjórnarandstöðu", so be it. Sem betur fer eru þá einhverjir tilbúnir til að sýna þessa eiginleika

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.5.2008 kl. 00:30

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þessa Ríkisstjórn fékk þjóðin yfir sig, studdi þessa flokka með atkvæðum.

Við sem kusum ekki þennan ófögnuð eru þolendur í 4 ár, held að ekkert ýti við fólki fyrr en eignirnar tapast á báli verðbólgu og óstjórnar, fólk er almennt skuldsett upp fyrir haus, lifir á yfirdrætti og Kreditkortum, það er því bundið í hlekki skulda.

Það verður ekki fyrr en engu er að tapa lengur, sem fólk rís upp og tekur þátt í baráttu fyrir betri kjörum og mótmælir spillingunni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.5.2008 kl. 00:35

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er mjög sérstakt hvað við erum sofandi og gerum ekkert. Það vantar alla neytendavitund í okkur, látum bara allt yfir okkur ganga.  Pólitískt minni okkar nær heldur ekki út mánuðinn.

Lært úrræðaleysi er ágætis lýsing á þessu vandamáli okkar. Þessir ráðamenn komast upp með það sem þeir vilja. En by the way við reynum svo sem lítið að gera.

Sigrún Óskars, 13.5.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband