Helgi enn og aftur

Þá er helgi komin enn og aftur, sú síðasta nýbúin. Er undrandi á því hversu fljótt tíminn líður þrátt fyrir félagslega einangrun og einhæft líf síðustu 4 1/2 vikuna. Ætla varla að trúa því að ég sé búin að kúldrast hérna innandyra í bráðum 5 vikur. Hefði ekki trúað því að ég myndi þrauka þetta fyrir 5 vikum síðan.

Þessi tími hefur verið lærdómsríkur í meira lagi.  Hann hefur einnig verið ansi bragðdaufur, hef farið að meðaltali einu sinni í viku út í búð. Þarf að kvabba í fólki í hvert sinn sem ég þarf að fara eitthvert. Náði að ljúka kennslunni með aðstoð systurdóttur minnar sem kom mér upp eftir. Það skipti mig miklu máli og var mér mikils virði. Verð með 2 próf, þ.a. annað í dag og var ósköp fegin að komast til að vera viðstödd það en þurfti að væla í Sigrúnu systur og fá hana sem fylgdarmann minn og bílstjóra. Hún og  Sara hafa verið helstu fórnarlömbin allar þessar vikur. 

Þó ég sé orðin rosalegar leið á þessu hangsi innandyra og finnist lífið með eindæmum einhæft er mesta furða hvað mér hefur sjaldan leiðst. Hef reyndar fengið ,,köst" og fundist allt ómögulegt en þau hafa verið fá og staðið stutt yfir. Það hefur bjargað mér að halda í fjarkennsluna, held ég og svo er nóg að gera í náminu. Álagið á þeim vettvangi hefur verið ærið. 

Þó að ég þyki heimakær með eindæmum og sjálfri mér nóg, verð ég að viðurkenna að ég hef ekki trú á því að ég þrauki öllu lengur í eigin félagsskap 24/7 mikið lengur. Ég verð því örugglega eins og belja sem hleypt er út að vori þegar ég losna við gipsið og fæ að beygja hné smátt og smátt í næstu viku. Veit ekki hversu langt það er í að ég megi tylla í fótinn en það hlýtur að fara styttast í það. Krossa bara fingur og vona að brotin séu að gróa rétt og að ég hefi verið ,,afkukluð" af æðri máttarvöldum.W00t

Það er öruggt mál að enginn veit fyrr en misst hefur, það skil ég alltaf betur og betur. Rosalega verður það góð tilfinning að endurheimta hreyfigetuna, frelsið svo ekki sé minnst á sjálfstæðið. Þangað til þakka ég fyrir alla þá hjálp sem ég hef fengið. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eftir eigin brotareynslu skil ég þig vel. Á endanum fannst mér þetta ágætt. Var miklu öruggari á gipsinu heldur en eftir að það var tekið.  En það var flughált í margar vikur eftir að ég mátti fara að staulast um. Góða helgi.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.5.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skil það vel að þú sért orðin þreytt á þessu.  Ég er búin að hanga heima í álíka langan tíma, en ég er þó ökufær.

Eigðu góða helgi Guðrún mín

Sigrún Jónsdóttir, 3.5.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Katan

Mundi mamma mín! þegar ég kem (vonandi e. 4 vikur) þá verður sko farið út í bjór!!!

Katan , 3.5.2008 kl. 09:01

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kvitt fyrir kýr að vori

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.5.2008 kl. 09:33

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála Kötu Björg. kv .

Georg Eiður Arnarson, 3.5.2008 kl. 18:03

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Þótt maður sé heimakær og sjálfum sér nægur þá má öllu ofgera - farðu samt varlega þegar þér verður hleypt út. Eigðu góða helgi Guðrún og takk fyrir bloggvinabeiðnina.

Sigrún Óskars, 3.5.2008 kl. 18:28

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.5.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband