30.4.2008 | 13:41
Íbúðalánasjóður
Mér sýnist forsætisráðherran okkar vera farinn að missa tengsl við raunveruleikan. Taugarnar kannski að bresta. Nýjasta útspil hans er að kenna 90% lánum Íbúðalánasjóðst um efnahagsástandið í landinu. Býr kannski eitthvað annað á bak við þessa yfirlýsingu?
Þvílík firra og hroki að bjóða þjóðinni upp á slíkar skýringar. Allir vita að það eru bankarnir sem m.a. bera ábyrgðina á efnahagsástandinu. Útrás þeirra og samkeppni við Íbúðalánasjóð. Velta bankana nemur hundruðum milljarða á ári eftir að þáverandi ríkisstjórn einkavæddi Búnaðarbankan og Landsnabankan. Búin að vera samfelld góssentíð síðan og ný auðmannsstétt sprottið upp eins og gorkúlur með tekjur sem venjulegir Íslendingar hafa ekki látið sig dreyma um hér á landi
Eru hámarkslán Íbúðalánasjóðs ekki 16-18 milljónir? Hvernig í ósköpunum kemst hagfræðingurinn Geir Haarde að þessari niðurstöðu er mér óskiljanlegt. Hámarkslán Íbúðalánasjóð duga kannski fyrir 2ja herbergja íbúð í blokk á höfðuborgarsvæðinu og þokkalegri fasteign á landsbyggðinn en þó háð staðsetningu. Hvernig dettur forsætisráðherra að bjóða þjóðinni upp á slíkar skýringar? Það væri fróðlegt að sjá tölur um það hversu hátt hlutfall fasteignakaupenda eru að fjárfesta í eignum á því verðbili sem lán Íbúðalánasjóðs duga fyrir.
Í mínum huga er aðeins ein skýring á þessari yfirlýsingu forsætisráðherrans; það á að leggja Íbúðalánasjóðinn niður og ryðja þar með síðustu hindrun bankanna úr vegi. Það kann að vera að ríkisstjórn sé allt í einu að vakna úr sínum draumaheimi og fari á límingunum þegar blákaldur raunveruleikinn blasir við. Ég hef frekar þá trú að ríkisstjórnin sjái nú tækifæri í stöðunni og möguleika á að koma sínum áherslumálum í gegn. Samfylkingarmenn ætla sér greinilega að sitja hjá í umræðunni. Ekki einu sinni Jóhanna Sigurðardóttir segir orð, jafnvel þó hennar tími sé kominn.
Ríkisstjórnin mun leggja niður Íbúðalánasjóð, selja hann bönkunum sem hækkar umsvifalaust alla vexti, aftuvirkt. Frumskógagalögmálið mun gilda í landinu; þeir sterkustu munu lifa af. Enn og aftur; þetta kaus þjóðin yfir sig. Hvenær mun hún rísa upp og segja; nú er nóg komið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lestu blogg óskars.
Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 14:01
Óskar þessi er með mynd af páfagauk
Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 14:16
Óskars???
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.4.2008 kl. 14:21
Ríkisstjórnin er rök- og ráðþrota. Ég held ég hafi aldrei séð það svona slæmt.
Sigrún Jónsdóttir, 30.4.2008 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.