Þvers og krus

Ég er eiginlega orðin kjaftstopp þegar kemur að Samfylkingunni þessa dagana og er þá mikið sagt! Mér verður sjaldan orða vant. Þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar tala þvers og krus, ýmist þvert á móti yfirlýstri stefnu flokksins eða með. Nýjasta dæmi varðar innheimtu skólagjalda við ríkisháskólana. Ég er fyllilega meðvituð meðvituð um stefnu Sjálfstæðismanna, þeir vilja skjólagjöld og einkavæðingu. Samfylkingarmenn hafa verið á móti skólagjöldum í grunnnámi á háskólastigi, eitt af kosningarmálum þeirra sem gaf þeim einhver atkvæði í kassan í síðustu kosningum, ekki síst frá ungu námsfólki.

Ég hef hins vegar aldrei skilið af hverju einkareknu skólarnir eru að fá sömu framlög og þeir ríkisreknu, slíkt er mismunun enda þeir einkareknu með verulegt forskot þegar kemur að rekstrarfé. Það gefur auga leið að einkareknu skólarnir fá samkeppnisforskot sem um munar. 

Ég hef, líkt og margur, sérstaklega fylgst með störfum Samfylkingarinnar í núverandi ríkisstjórn. Sumir þingmenn þekktir fyrir óvægna gagnrýni á áherslu Sjálfstæðismanna í gegnum tíðina enda mörg, opinber stefnumál ólíkt. Margir undruðust stjórnarviðræðurnar hjá Þingvallarstjórninni, einmitt vegna ólíkra áherslna flokkanna, að því er menn töldu. Annað hefur reyndar komið á daginn, áherslur þessara flokka fara vel saman þegar kemur að einkavæðingu ríkisstofnanna og þjónustu á vegum hins opinberra. Samfylkingarmenn í Hafnarfirði voru að tryggja rekstur einkavædds leikskóla  í dag. Það  sama á einnig við um fleiri málaflokka, utanríkistefnan er orðin samhljóma stefnu íhaldsins, svo virðist sem stefnan í velferðarmálum sé einróma  og þannig má lengi telja.

Ég fæ ekki betur séð en að þeir örfáu þingmenn sem eru enn trúir sinni sannfæringu sem og opinberri stefnu flokksins, séu kveðnir hið snarasta í kútinn, ekki síst  þegar þeir tala þvert á forystuna. Skapar ekki trúverðugleika forystunnar. Mér virðist það spursmál hvenær klofningur innan Samfylkingarinnar kemst upp á yfirborð.  Það kraumar örugglega en menn ná að halda ólgunni frá fjölmiðlum og almenningi. Eins og ég hef áður sagt; rosalegar eru ráðherrastólarnir dýrir og fórnarkostnaðurinn mikill. 

Ég hlustaði á hluta viðtals við Össur í gær og get ekki sagt að hann sé svipur hjá sjón miðað við fyrri framgöngu í málum. Í dag talar hann föðurlega til þjóðarinnar og er með heimspekilegar vangaveltur í viðtölum. Sannfærir mig ennfrekar um að ég hafi rétt fyrir mér um að ýmsir ráðherrar eru að sinna persónulegum hugsjónamálum og ná fram persónulegum markmiðum.  Þeir sem ekki eru sammála ráðherranum eru náttúrlega villuráfandi sauðir sem þarf að leiðbeina á rétta slóðir.  Sollan heldur áfram á sinni ,,Móðir Teresu" braut, virðist engan áhuga hafa á málefnum innanlands né stöðuna í efnahagsmálum fremur en aðrir ráðherrar hennar.

Ansi er ég hrædd um að sá tími sem eftir er af valdatíma núverandi ríkisstjórnar, dugi henni til að einkavæða allt sem hægt er að einkavæða, selja Íbúðalánasjóð og sigla þjóðarskútunni í kaf. Einhverjir hagnast af slíkri stöðu í efnahagi þjóðarinnar. Hverjir skyldu það verða? Í öllu falli verður það Samfylkingin sem fyrst og fremst kemur til með að gjalda fyrir stjórnarsamstarf við Sjálfstæðismenn í næstu kosningum. Hef alla trú á því að við þau tímamót verði forystu Samfylkingarinnar skipt útWhistling
 Nú hefur samgönguráðherra lagt til að Bjargráðasjóður verði lagður niður og 660 milljónir greiddar út til eigenda sem eru ríkið, sveitarfélög og Bændasamtök Íslands. Hingað til hefur bændum ekki staðið til boða önnur úrræði þegar illa árar og geta ekki sótt í stéttafélagssjóði líkt og aðrar stéttir.Er enn sannfærðari um að samsæriskenning mín um vilja stjórnvalda til að þurrka út bændastéttina sé á rökum reist. Búið að selja Lánasjóð Landbúnaðarins til Landsbankans. Það verður ekkert eftir ef þetta frumvarp nær fram að ganga sem það gerir örugglega í krafti meirihluta á Alþingi. Nú þurfa bændur að fara stíga á bremsuna og standa saman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Guðrún mín,þú ert yndisleg og það er alltaf svo gott að fylgjast með þér,þó að ég þekki þig ekki neitt.þá finnst mér þú vera yndisleg manneskja og hlý eins er  með hana Ásdísi þið eruð algjörar perlur og einstakargóða helgi elsku Guðrún mín og farðu vel með þig

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.4.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þú ert yndislegust sjálf Linda mín,

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Samfylking , Framsókn ,ég sé engan mun . kv .

Georg Eiður Arnarson, 18.4.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Guðrún, ég hef sagt það áður og segi það aftur, það er verið að búa til stöðu, sem gerir það að verkum að Ísland "verður" að sækja um inngöngu í ESB, það er búið að vinna markvist að þessu síðustu misseri.  Samningurinn á milli ríkisstjórnarflokkanna hefur sennilega verið:  Einkavæðing fyrir ESB!

Að venju get ég tekið undir allt, sem þú skrifar.

Sigrún Jónsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:31

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Er hjartanlega sammála ykkur báðum, Georg og Sigrún. Hverju orði sannara Sigrún, um stjórnarstarfssamninginn.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.4.2008 kl. 00:11

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er hugsi.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband