Skattar

,,Skattar hafa hækkað einfaldlega af því launin hafa hækkað" sagði fjármálaráðherra okkar í sjónvarpsviðtali í kvöld, kampakátur yfir góðri efnahagsstjórn ríkisstjórnar. Einimtt það já. Er farin að hafa miklar efasemdir um IQ okkar mæta fjármálaráðherra. Etv. beinir hann sjónum fyrst og fremst að hinni nýju auðmannsstétt okkar Íslendinga og fyrirtækjanna. Það gæti skýrt þessi ummæli - eða....Whistling

Mér sýnist menn harla kampakátir með nýju kjarasamingana sem alls staðar eru samþykktir þó hækkandi eldsneytiskostnaður og neysluverð sé löngu búin að éta upp kjarabæturnar. Þátttaka í atkvæðagreiðslum reyndar í kringum 20% en þýðir þögn ekki sama og samþykki? Ekki er að heyra að landinn  kvarti mikið yfir eldsneytiskostnaði, það heyrist hvorki hósti eða stuna um þau mál. Mig munar verulega um það að kaupa líterinn af dísel fyrir tæpar 150 kr. enda keyri ég langar vegalengdir til og frá vinnu. Hækkunin umtalsverð á viku basis svo ekki sé minnst á mánaðar basis. Kannski almenningur sé sáttur og hafi nóg, þrátt fyrir allt og fjármálaráðherra hafi rétt fyrir sér?

Annars er fátt eitt að frétta af mínum vígstöðvum, komin reyndar með GREININGUWizard Magasár var það sem fannst í dag, trúlega af völdum gigtarlyfjanna. Kom mér ekkert á óvart. Óbreytt meðferð við því. Japla áfram á mínu Nexium eins og tópasi.  Sárið þó ekki talið skýra verkina nema að litlu leyti, lifrarprófin brengluð, lækkuð í blóði, járni og sitt hvað fleira en eins og staðan er þá veðja ég ennþá á gallið. Ekki er það bjórinn eða fæðið.

Annars gekk speglunin vel, frábær læknir og ekki síður hjúkrunarfræðingarnir. Ótrúlega léttur process núna miðað við oft áður og ég varð mér ekki til skammar. Hef einmitt verið að velta því fyrir mér hver úrræðin verða ef ég reynist með gallsteina. Einungis með eitt lunga sem mældist með rúmlega 60% starfshæfni þegar ég fór í lungnaskurðinn. Ætli það sé hægt að svæfa vandræðagemsan? Það hefði farið betur ef blöðruskömmin hefði verið tekin forðum daga.

Sit hins vegar ennþá uppi með vandann, verkirnir minnka náttúrlega ekkert við speglunina né greininguna en vissulega betra að vita hvað við er að etja. Næsta skref er ómun af gallvegum. Ætlaði að vera framsýn og panta tíma til að ná rannsókninni fyrir páska en ég var ekki með beiðni þannig að tíman fékk ég ekki. Trúlega bið fram yfir páska úr þessu.

Það er með ólíkindum hverju er hægt að venjast. Er alla vega hætt að kippa mér upp við kerfið okkar, geng að því vísu að allt taki tíma. Bráðatilfelli falla undir einhverja aðra skilgreiningu í kerfinu nú en áður. Trúlega flokkast endurlífgun undir bráðatilvik ennþá eða hvað?

Þar sem ég fær engu þar um breytt kyrja ég ærðuleysisbænina frá morgni til kvölds. Hún hljómar ágætlega, auðvelt að muna hana og setja hana í takt þegar ég ræ mér fram og til baka. Tíkin mín hún Díana er farin að taka með mér taktinn á næturna og heldur mér félagsskap þannig að mér leiðist ekki á meðan. 

Páskarnir framundan í næstu viku. Ég get heldur betur látið mig hlakkað til. Páskaegg í hvert mál. Þarf ekki að kvarta á slíku lúxus ,,fæði". Ég ætla að fá mér egg af öllum gerðum og stærðum

paskaegg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Deili með þér efasemdum um ÁM. Hann er af ætt strúta. Stingur hausnum í sandinn og IQ-IÐ ekki í hæstu hæðum. Farðu vel með þig. Það er varla gaman að svæfa þig kona.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég veit, þetta verður eitthvert vesen, hafi ég rétt fyrir mér. Læt það ekki eftir mér að hugleiða aðrar diagnosur.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála þér með fjármálaráðherraómyndina!  Hroki og heimska eru yfirleitt fylgifiskar.  Er hann ekki dýralæknir?  Eins gott að hann er ekki annars konar læknir, sem þú hefðir þurft á að halda í þínum veikindum!

Ég vona að þú farir að fá svör og meðferð, kominn tími til Guðrún mín.

Sigrún Jónsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Jammmmmmmmmm, Súúkkuulaaði  

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.3.2008 kl. 10:08

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:13

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Jamm Stýri, og hafði hann dísel til að vera umhverfisvænni og með hagkvæmari rekstur.  Lét plata mig þar

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:46

7 identicon

Sæl Guðrún

Datt inn á síðuna þína hjá henni Sigrúnu Jóns, gaman að  þessu.  Hafðu það sem best, við hittumst í skólanum eftir páskafrí.  Ætla vestur um páskana og njóta þess sem þar verður boðið upp á.

Kveðja af Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband