Kompás

Er hálf miður mín eftir að hafa horft á Kompásþáttinn í kvöld, reikna með að þannig sé ástatt um fleiri. Þvílíkur harmur, ég hef aldrei skilið hvernig foreldrar komast í gegnum þá raun að missa barnið sitt.

Mér finnst hins vegar að rangt sé að dæma menn fyrr en þeir eru sekir fundnir. Auðvitað berast böndin að skráðum eiganda bifreiðarinnar sem ók á litla drenginn. Hins vegar virðist skorta sannanir. Þangað til að þær koma upp á yfirborðið tel ég rangt að dæma hann. Hitt er svo annað mál að hann á ekki sjö dagana sæla fremur en foreldrar drengsins þó með öðrum hætti sé og skiptir þá engu hvort hann er sekur eða saklaus í þeim efnum.

Ég skil hins vegar foreldrana, þeir fá engin svör, drengurinn látinn og enginn ábyrgur. Greinilega átti sér stað saknæmt athæfi, hver svo sem er sá seki, og á meðan málið er ekki upplýst fæst engin niðurtaða eða ,,lokun". Sorgin og sársaukinn hljóta að vera yfirþyrmandi hjá þessum ungu foreldrum.

Er annars búin að vera í algjörri leti í dag, slæmt verkjakast undir morgun og lítill svefn.Dólað mér og reynt að koma einhverju í verk með afar misjöfunum árangri. Verið tæp í allan dag og ekki laust við að hungur hafi sagt til sín. Allur matur fer hins vegar illa í mig, er samt ótrúlega seig að ,,prófa aftur" til þess eins að reka mig aftur á.

Er orðin hálf leið á Prins Poloinu, finnst það orðið væmið og skilur eftir sig leiðinlegt eftirbragð. Poppið gengur ekki lengur. Harðfiskur kom enn einu verkjakastinu af stað í dag þannig að kötturinn og tíkurnar fengu að gæða sér á honum. Var fljót að finna lausn á hungrinu yfir sjónvarpinu; réðst á McIntosh dós sem ég átti. Orðin svolítið gömul og bestu molarnir farnir en vá, þetta var fín tilbreyting en svolítið væmin.Tounge

Mér reiknast svo til að ástand þetta sé búið að vara meira og minna síðan um miðjan nóvember. Smá hlé yfir jólin reyndar og  ekki alltaf svona slæmt. Fékk þau ráð hjá mínum sérfræðing að stunda sund til að minnka verkina og út að ganga. Þau ráð dugðu skammt, mér eiginlega versnaði. Ótrúlegur léttir í desember þegar mér var tjáð að sjúkdómurinn hefði ekki tekið sig upp aftur þannig að manni fannst ekkert mál að bíta á jaxlinn um hríð.   Engu að síður óleyst vandamál.

Það eru sem sé liðnir u.þ.b. 4 mánuðir síðan ég fór að væla en ekki haft árangur sem erfiði fyrr en nú. Vissulega ekki alltaf jafn mikill væll en svona af og til alla vega.   Þetta tímabil hefur verið nokkuð dýrkeypt, er búin að missa nokkuð úr vinnu vegna þessa. Lyfjakostnaður hefur hlaupið á tugum þúsunda á tímabilinu. Sparnaður í matarinnkaupum hefur hins vegar verið allnokkur og ber að fagna honum á móti öðrum kostnaði.  Svona er íslenska heilbrigðiskerfið í dag.Blush

En málin komin á skrið og það ber að fagna. Magaspeglun í fyrramálið. Geri mér alveg grein fyrir því að hún verður ekki einhver töfralausn á vandanum. Fleira þarf að koma til en vissulega léttir að vita að biðin eftir betri líðan er trúlega styttri en sá tími sem liðinn er. Verð komin í fantaform í vor. Mikið verður lífið einfaldaraWizard

Katan mín berst við maurana þessa dagana, eru um allt í herbergi hennar og uppi í rúmi. Er flutt tímabundið í sófan. Trúi ekki öðru en að karlmennirnir á heimilinu láti til sín taka, Katan með sömu pöddufóbíu og móðirin. Sendi þér baráttukveðjur mín kæra. Ekkert annað að gera en að vígbúnast og vera klókari en maurarnirBandit

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er harmsaga og álagið á þetta fólk hlíttur að vera mikið,en það er einhver þarna útí sem veit eitthvað og getur komið lögregglunni á sporið,það er alltaf einhver sem veit.

Guðjón H Finnbogason, 11.3.2008 kl. 23:37

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Er sammála þér Guðjón, einhver býr yfir vitneskjun þannig að ég tel þá Kompásmenn klóka. Vona að þetta ráð dugi til

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.3.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

GJ. Ég missti gallblöðruna fyrir tveimur árum eftir margra mánaða hremmingar. Þá var ársbiðlisti eftir aðgerð. Lagðist x3 inn á Lsp vegna þessa. Einu sinni hætt við op. vegna álags á spítalanum!! Næst var ég sögð allt of sýkt. En hún fór og farið hefur fé betra. Vona þín vegna að það sé hún sem hrjáir þig því þá er auðvelt að laga það.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 00:30

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

GJ. Ég missti gallblöðruna fyrir tveimur árum eftir margra mánaða hremmingar. Þá var ársbiðlisti eftir aðgerð. Lagðist x3 inn á Lsp vegna þessa. Einu sinni hætt við op. vegna álags á spítalanum!! Næst var ég sögð allt of sýkt. En hún fór og farið hefur fé betra. Vona þín vegna að það sé hún sem hrjáir þig því þá er auðvelt að laga það. 

Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 00:31

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kvitt

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.3.2008 kl. 00:40

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fyrirgefðu mér að senda þér einn tvöfaldan!!!Þú getur eytt öðru kommentinu.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 00:57

7 identicon

haha fyndinn þessi kall=) svo glæpalegur.. =)

en takk kærlega fyrir pakkann í dag!   Ég er ekki frá því að hann hafi verið akkúrat sem mig vantaði þessa stundina..

 Knús til þín og dýranna

Kata dóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:15

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Gangi þér vel á morgun, Guðrún. Hugsa til þín.

Sigrún Óskars, 12.3.2008 kl. 20:18

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Enn og aftur, takk fyrir kveðjurnar öll sömul

Gott að heyra kæra dóttir. Stutt í vorið og annarlok hjá mér, þá fæ ég vængi

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband