11.3.2008 | 01:29
Loksins
Þvílík Þyrnirós og prímadonna sem ég er búin að vera seinni partinn. Sofnaði um kl. 17.30 og svaf bókstaflega af mér allt kvöldið. Komin á stjá kl. 22.30! Geri aðrir betur. Sé ekki alveg fyrir mér mikinn svefn í nótt
En hvað um það, góðar fréttir í dag. Hitti meltingasérfræðing og var mjög heppin. Sá hin sami er ekkert að tvínóna við hlutina,potaði hressilega í mig og tók ákvörðun strax. Magaspeglun á miðvikudaginn og búinn að panta ómskoðun. Dreif mig í blóðprufur og niðurstöður ansi ,,gall-legar" Gætu bent til þess að ég hafi haft rétt fyrir mér. Ætla svo sem ekki að sjúkdómsgreina mig sjálf en óneitanlega er léttir að vera komin af stað með ferlið. Hefði seint trúað því að ég yrði ,,glöð" að vita að eitthvað sé að mér en satt best að segja er auðveldara að leggja á sig veikindi, verki og barlóm þegar maður veit hvað maður er að kljást við. Keypti mér nýjan kassa af Prons Polo af tilefninu
Fór hins vegar illa með kvöldið, þessi vika bókstaflega ,,CRAZY" í verkefnavinnu á öllum vígstöðvum, sé ekki alveg fram úr málum en ætla mér að einbeita mér að einu í einu, það verður að ráðast hvernig allt gengur. Rétt slefaði að ljúka minni vinnu fyrir miðnætti, mátti ekki tæpara standa. Haldið að þetta sé nú. Mátti ekki við því að missa dýrmætan tíma, ég hlýt að verða á stultum á morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allt komið í farveg eins og þeir segja! Gott að eitthvað er að gerast. Gangi þér vel.
Hólmdís Hjartardóttir, 11.3.2008 kl. 01:38
kvitt
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.3.2008 kl. 10:16
Guðrún Jóna þú átt kveðju í gestabókinni minni!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 11.3.2008 kl. 10:27
Gott að allt er komið í farveg, eins og Hólmdís og "þeir" segja. vonandi fæst niðurstaða sem fyrst. Gall-aðgerðir eru gerðar á mínum vinnustað og í rauninni ótrúlegt að einhver skuli hafa gallblöðruna ennþá, það eru gerðar svo margar svona aðgerðir. Alltaf gert í speglun - annað en fyrir 20 árum. Gangi þér vel í þessu ferli öllu.
Sigrún Óskars, 11.3.2008 kl. 19:54
Það er gott að eitthvað er að gerast og vonandi kemur þetta allt fljótlega í ljós,það er svo vont að vita ekki hvað er að gerast með mann,þegar svona stendur áog svo er að krossleggja fingur og tær og vona það besta,bestu kveðjur og kossar.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.3.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.