Eldar loga

Nú loga eldar stafnanna á milli innan Framsóknarflokksins. Rætnar árásir á einstaka meðlimi og fulltrúa, svo rætnar að hver fjölskylda hlýtur að kikna undan þeim. Kjörnir fulltrúar eru nefnilega ekki einir, að baki þeim stendur yfirleitt einhver fjölskylda. Henni er ekkki hlíft.

Ég þekki slíkar árásir af persónulegri reynslu og það gerir fjölskylda mín einnig. Við fengum að kynnast ólyfjan framsóknrmennskunnar svo um munar og það gerðu fleiri af mínu ættslegti, heldur betur. Þó það sé sagt að mönnun hefnist einhvern tíman fyrir vélbrögð, þá er það nú svo að þegar kemur að því er ekki beint sætt bragð upp í manni. Það má rétt vera að menn eigi það skilið að súpa seyðið af eigin ólyfjan og sennilega er það mun erfiðara en þegar þeir byrla það öðrum en þegar kemur að skuldadögum getur maður óskað öðrum svo illt?

Ég er hreinlega döpur eftir að hafa fylgst með því skítkasti sem hefur átt sér stað innan Framsóknaflokkisns að undanförnu. Ætti að fagna því að sú rætni sem þar ríkir skuli vera komin upp á yfirborðið og þjóðinni ljós. En ég get það ekki, svo mannskemmandi er hún að ég óska engum svo ills að lenda fyrir henni. 

Það er hins vegar augljóst að núverandi forysta ræður ekki við neitt, enda trúlega jafn sýkt og innviðirnir.   Oft hefur mér að orði að flokkurinn sé liðinn undir lok, hvernig má annað vera miðað við þá spillingu sem þar ríkir?  Þegar svona er komið, er réttast að forystan víki sem og klíkurnar og hleypi grasrótinni að til að byggja upp úr rústunum. Nú verða menn að kannast við og bregðast við eigin vitjunartíma áður en fleiri einstaklingar og fjölskyldur liggja í valnum. Það að þreyja þorran með rómantískan glampa í augunum er ekki að virka í nútíma þjóðfélagi. Menn verða að fara að viðurkenna að þetta er búið spil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Skil ég rétt að Guðni þurfi að pakka niður núna og fara heim

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.1.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það vill enginn svona persónulegt skítkast í pólitík. Svona umræður eiga ekki heima á opinberum vettvangi

Hólmdís Hjartardóttir, 24.1.2008 kl. 12:19

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Já, nú er tímabært fyrir Guðna, Valgerði, Siv og skósveina að pakka niður og leyfa þeim sem enn hafa hugsjónir Framsóknarflokksins að leiðarljósi, að byggja upp.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.1.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.1.2008 kl. 13:17

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mikið rétt hjá þér Stýri, Halldór ber svo sannarlega ábyrgðina á stöðu flokksins en það gerir Guðni reyndar líka. Hann þagði þunnu hljóði til að halda friðinn við sinn formann, hefði átt að stíga fram og vinna með grasrótinni sem var bullandi óánægð. Hann hefði komið sterkar út ef hann hefði verið trúr sinni sannfæringu, held ég.

Varðandi Guðjón Ólaf, þá er hann búinn að stimpla sig út úr pólitíkinni vona ég en hvaða starf er maðurinn að fara að taka að sér???? Nú veit ég ekki meir

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:35

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir innlitið, mín kæra, já pólitíkin er skrítin tík og mannskemmandi. Vonandi fer siðferðið að lagast á þeim vettvangi.  Farðu vel með þig

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.1.2008 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband