24.12.2007 | 00:03
Að kvöldi dags
Þá er þessi dagur liðinn, tókst vonandi að minna Haffa á afmælisdaginn. Í öllu falli vorum við með fámennt en góðmennt afmæliskaffi. Krakkarnir tóku sér stutta pásu frá lestrinum. Mér finnst með ólíkindum hvað meðleigjandi krakkanna, Kári, tekur því vel að vera með kerlingu inni á hiemilinu sem er sífellt að vasast í eldhúsinu og skipta mér að. Góður drengur þar á ferð.
Svolítið skrítið að vera í öðru landi að undirbúa jólin. Þorláksmessan hefur alltaf ákveðinn sjarma yfir sér heima, afmæli Haffa og lestur jólakveðja í útvarppinu. Höfum yfirleitt sett upp tréð á Þorláksmessukvöld, oftar en ekki í stressi og krampa á síðustu stundu. Allt rólegra þetta árið, á reyndar hitt og þetta eftir, vantar jólapappír og merkispjöld að venju. Einkennilegur ávani að eiga aldrei nóg af þessum hlutum, virðist seint ætla að læra af reynslunni.
Hef verið að hugleiða að undanförnu hvað ég er heppin. Þurfti að gangast undir allsherjar tékk í desember, sneið, skann, blóðprufur og allan pakkan vegna þeirra einkenna sem ég var með í tæpar 8 vikur. Einkennin lofuðu ekki góðu og var ég búin undir það versta enda virkilega slæm af verkjum og hvimleiðum einkennum. Ákvað að vera ekki að vekja ugg hjá krökkunum með því að rjúka upp til handa og fóta og tilkynna þeim þetta, fannst rétt að bíða. Nógu erfitt er búið að vera hjá þeim samt. Ætlaði mér að tala við þau auglits til auglits og færa þeim fréttirnar sjálf ef einhverjar yrðu. Mér til mikillar undrunar og í stuttu máli sagt komu rannsóknirnar vel út, engin merki um sjúkdóminn né meinvörp. Sloppin í bili alla vega. Ekki veit ég hvort okkar var meira undrandi, ég eða Siggi Bö. Ótrúlegur léttir og þvílík heppni! Þá er sá pakki frá í bili.
Heilsan smátt og smátt að skána, enn með verki og einkenni, trúlega tengd magabólgum m.m. sem aukast ef álag er á mér, minnka þegar mín er í rólegheitum. Verð einfaldlega að passa mig betur.
Er ansi lúin núna, ætla að skríða í koju til að vera hress á morgun. Eftir þann dag fer tíminn að miklu leyti í afslöppun hjá mér. Pínu sprengur síðustu dagana og varla búin að snúa ofan af mér eftir ferðalagið um daginn. En allt í eðlilegum gír og skv. hefðbundnum jólaundirbúningi. Stífur lestur hjá krökkunum til ca. 16.00 - 17.00 á morgu, þ.e. á staðartíma. Við munum borða um kl.18.00 á íslenskum tíma annað kvöld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð Guðrún Jóna,
Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og vona að þið eigið eftir að njóta samvistanna þessa hátíðardaga!
Kær kveðja,
Sigrún Jónsdóttir.
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 00:43
Gleðileg jól
Georg Eiður Arnarson, 24.12.2007 kl. 00:53
Gleðileg jól og knús til Kötu. Gott að heyra af niðurstöðum. Nú er ég alveg búin á því eftir langan en skemmtilegan dag.
Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2007 kl. 02:54
Gunna mín þú ert ein af þessum heppnu.....njóttu nú lífsins og elskaðu lífið!
Jólakveðjur til ykkar allra í útlöndunum. Hér á enn eftir að setja upp jólatéð, skrautið týnt...og ýmislegt svona óvænt En hvít jörð og enn snjóar.
Kata sys og co.
Katrín, 24.12.2007 kl. 15:39
Hjartans þakkir öll fyrir hlýjar kveðjur, gleðileg jólin sömuleiðis
Já, sys ég er ótrúlega heppin, næ því einfaldlega ekki. Á greinilega eftir að hrella ykkur eitthvað áfram hérna megin
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.12.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.