Kyngimögnuð kona

Ég er greinilega alveg kyngimögnuð kona og margt til listanna lagt. Fær um meira en margur, skilst mér.

Nú stunda mínir "vinir" í minni fyrri heimabyggð kapphlaup um það hver þeirra getur rægt mig meira og fundið einhvern höggstað á mér. Nýjasta nýtt er reiði og pirringur yfir því að ég skuli vera farin af Seljalandi og þar með úr sveitarfélaginu  og menn keppast um að finna "skýringu" á því. Þetta æði manna kemur mér á óvart, satt best að segja þar sem það hefur verið yfirlýst markmið sumra í fimm ár að koma mér úr sveitarfélaginu meðöllum tiltækum ráðum. Nú halda menn að missa sig yfir því að ég skuli vera farin.Shocking

Ég er ekki þekkt fyrir það að gefast upp, alla vega ekki auðveldlega. Ég lét mig hafa það í fjögur ár að þurfa að stunda störf utan heimabyggðar þar sem allar dyr voru luktar,enn læstari eftir að nýjir menn tóku við stjónrvölinn. Sótti ég um hvert einasta starf sem losnaði í mínu fagi, án árangurs. Rökstuðningur manna var ansi hæpinn, þá sjaldan sem hann lá fyrir. Þetta ástand verður óbreytt á meðan fyrrum samstarfsmaður minn er alvaldur í sveitarfélaginu. Það þarf engum blöðum að fletta í þeim efnum. Komi nýjir einstaklingar í áhrifa- og stjórnunarstöður er þeim fljótlega gert grein fyrir því yfirlýsta markmiði að synja mér um störf og þeir gangast hiklaust og umorðalaust undir þau skilyrði. Þeir verða jú að falla inn í samfélagið og það er farsælla að vera með þeim í liði sem halda um stjórnvölinn. 

Síðasta ár hefur verið gríðalega erfitt í öllum skilningi þess orðs, veikindin og fráfall Guðjóns hafa tekið sinn toll. Á það ekki síst við um fjárhaginn sem eðlilega hrundi enda tekjutap gríðalegt. Allir sem lenda í slíkum aðstæðum upplifa slíkar þrengingar og ekki er aðstoðinni frá kerfinu fyrir að fara. Lífeyrissjóður bænda er ekki til að hrópa húrra fyrir, mánaðarlegar greiðslur nema um 12.000 kr. fyrir utan skatt. Enginn útfarastyrkur í boði, ekkert. Ég óvinnufær. Auðvitað fór allt í óefni, hvernig mátti annað vera?

Sumir eru heppnari en aðrir með sína viðskiptabanka. Ég hef ekki verið það, allt gjaldfellt um leið og hægt var sem var á nafni eiginmanns míns, engin ráðgjöf eða sveigjanleiki, einungis harðar innheimtuaðgerðir og vaxtarkostnaður upp í topp. Til að bæta gráu ofan á svart, frétti ég um mína fjárhagstöðu frá heimamönnum sem var komin á flot og á milli tannana á mönnum í sveitarfélaginu. Ekki í fyrsta skiptið en ég farin að sjóast!

Þegar til kom að ég fengi endurhæfingalífeyri frá TR, "gleymdi" umboðsmaður TR í sveitarfélaginu, að greiða hann út þar til að deildarstjóri í Reykjavík, gekk í málið. Það sama gilti um ekknabætur sem ég átti rétt á. Umboðsmaðurinn "gleymdi" einnig að greiða þær út. Ég átti rétt á lægri lyfjakostnaði o.fl. en það "gleymdist" að senda mér það skírtreini, mér barst það í pósti stuttu áður en það rann út. Þegar ég bað um að fá send gögn frá TR, sendi umboðsmaðurinn í minni heimabyggð það í galopnu umslagi, allir gátu lesið innihaldið sem það vildu. Það hafa ugglaust einhverjir gert. Skyldu þetta allt vera tilviljanir og "gleymsku" að kenna? Í öllu falli á umræddur starfsmaður þá við minniserfiðleika að stríða sem hamlar honum í störfum sínum.Whistling

Það er alltaf spurning hvenær maður lætur skynsemina ráða för en ekki þrjóskuna. Ég þrjóskaðist lengi við enda vildi ég hvergi annars staðar búa en í minni heimabyggð. Menn gerðu mér það ókleift með öllu og er sagan sú efni í heila bók.  Ég þarf, líkt og allir aðrir, að stunda vinnu til að hafa ofan í mig og á, svo ekki sé minnst á allan skuldahalann sem óhjákvæmlega safnaðist upp. Mér er það ekkert feimnismál að ræða hann opinskátt, á meðan fólk á ekki þess digrari sjóði, safnar það skuldum þegar það verður fyrir tekjuskerðingu.  Það þarf ekki reiknishaus til að komast að þeirri niðurstöðu. Ég hef, líkt og aðrir í sömu stöðu, skriðið með veggjum, gjörsamlega niðurbrotin yfir stöðunni, ekki síst þegar um ábyrgðarmenn er að ræða. Ég gat ekkert gert í málum fyrr en ég varð vinnufær á ný. Svo eru menn að hneykslast yfir því að ég skuli vinna mikið. Hvað annað er hægt, segi ég nú? Það tekur hins vegar tíma að vinna sig út úr slíkri stöðu og það virðast sumir alls ekki getað skilið.W00t

Nú halda menn ekki vatni yfir því að ég skuli vera farin og enn og aftur er mér kennt um fráfall eiginmanns míns.  Enn og aftur er ráðist á æru mína í því skyni að troða hana niður í svaðið. Ég get ekki annað en haft samúð með slíku fólki. Þeir sem koma slíku af stað eru að keppast við að sópa yfir eigin slóð og bæla samvisku sína niður. Enda hafa þeir margt á samviskunni, það vantar ekki upp á þar. Þeir sem taka undir slíka fólsku, hlýtur að leiðast mjög og vanta krydd í tilveruna. 

Ekki veit ég hvort ég standi undir þeim vafasama titli að vera kyngimögnuð kona og vera fær um nánast allt. Ég stend þó enn upprétt, hef vissulega oft bognað en aldrei brotnað. Ég ætla mér ekki að gera það. Eitt veit ég þó með vissu að sannleikurinn kemur alltaf í ljós þó það kunni að taka tíma. Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að það sé einmitt það sem sumir menn óttast þessa dagana og þurfa því að skapa moldviðri til að draga athyglina frá staðreyndum. Sick

Það er kannski ekki alsæmt að vera aðalumræðuefnið í minni fyrrum heimabyggð.  Fremur drungalegur tími núna og lítið við að vera, menn verða að hafa eitthvað fyrir stafni og ekki amalegt að ég leggi þeim lið, svona ómeðvitað. Í öllu falli bítur þessi óskemmtilega umræða mig ekki, ég sef alveg róleg yfir henni. Menn eru eitthvað órólegir það er greinilegt. Ég get ekki sagt að mér leiðist það mikið. Sögurnar kyngimagnaðar. Ég virðist alla vega ekki gleymd, ennþáSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún Jóna

Ég datt inn á síðuna þína fyrir algjöra slysni.  Heyri að á ýmsu hefur gengið hjá þér sl. ár en heyri að þú ert ekki af baki dottin, sem er gott.  Þú mannst nú kannski ekkert eftir mér, en þú kenndir mér fyrir norðan(FSH) sjúkraliðan en ég hélt áfram námi eftir það og er nú orðin hjúkrunarfr. Vona að þér og þínu fólki farnist vel í framtíðinni.

Baráttukveðja Binna Gíslad.

Brynhildur Gísladóttir (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ekki láta bugast, þú ert ekki ein, kveðja frá eyjum. 

Georg Eiður Arnarson, 11.11.2007 kl. 00:12

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir keðjurnar öll sömul, þær hafa tilætluð áhirf

Það kemur mér alls ekki á óvart að þú sért orðin hjúkrunarfræðingur Binna mín, þar ertu á heimavelli eins og ég sagði alltaf í "den". Ég er ekki lítið ánægð með þessa fréttir. Reiknað með að þú sért þá á Húsavík eða hvað???

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.11.2007 kl. 16:03

4 identicon

Við höfum alltaf þótt vera magnaðar, konurnar í ætt móður okkar !  Hjarðarfellsættin af Snæfellsnesinu og svo ræturnar norður í Reykjahlíðarætt yngri og austur á Mjóafjörð og Seyðisfjörð.  Konurnar í föðurætt okkar hafa llíka margar verið skörungar enda erum við af Grunnarvíkurætt og Jökulfirðirnir voru harðbýlir og bjuggu til sterkt fólk.   Einnig eigum við rætur að rekja í Dalina í báða ættboga, norður á land og á Suðurlandsundirlendið... við gefumst seint upp, alla vega

Sigrún sys (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 20:29

5 identicon

Sæl Guðrún Jóna

Þú hefur greinilega vakið hjá okkur áhuga því ég held að við séum tvær sem erum búnar að klára hjúkrunarfr., ég og Hafdís Austfjörð af þessum litla hóp sem þú kenndir.  Ég bý á Húsavík með mína fjölsk. á þrjár stelpur 10-3 ára.  Vinn núna á heilsugæslunni og gríp aðeins í á skurðstofunni þegar vantar þar.  Mér finnst gaman af að heyra frá þér, því ég hef ekki heyrt af þér síðan þú varst hér fyrir norðan. Hafðu það nú gott og farðu nú vel með þig.

Baráttukveðja Binna

Brynhildur Gísladóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 22:40

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Frábært að heyra Binna. Bið innilega að heilsa öllum, sé að þú ert að hluta til komin í mitt gamla starf

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.11.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband