Veikindi í Ungverjalandi

Ferlegt að vera langt í burtu frá ungunum sínum þegar eitthvað bjátar á. Hafsteinn búinn að vera fárveikur í rúma viku með kvef háan hita og önnur "flensueinkenni", heldur að rétta úr kútnum. Sem betur fer var hægt að senda honum einhver lyf. Það er ekki heiglum hent þarna úti, nemendur fara helst ekki til læknis þarna nema á börunum enda til þess ætlast. Harkan sex og þarna verða menn að mæta veikir í skólan, enginn væll  tekinn þar til greina. Ef nemendur skila sér ekki í þá kúrsa þar sem er skyldumæting, þá eru þeir einfaldlega fallnir.

Um leið og Hafsteini fór að skána, hrundi heilsan hjá Katrínu, trúlega Salmonella sýking með tilheyrandi hita og hvimleiðum einkennum. Hugsanlega hægt að kenna svínakjöti þar um. Búin að vera fárveik síðasta sólahringinn með heiftarlega kviðverki m.m. og ekkert lát á einkennum. Harkaði af sér í skólann í gær en koksaði á því morgun og endaði inni hjá ungverskum lækni í dag sem gaf henni sprautu með óskilgreindu efni og haug af töflum, að hennar sögn. Fyrirskipað að éta hrísgrjón, punktur og pasta sem henni fannst í lagi en þá vantaði kanlsykurinn til að setja ofan á hrisgrjónagrautinn. Lítið skárri í kvöld, kviðverkirnir skelfilegir en hitinn eitthvað lækkandi. Úff, nú er erfitt að vera fjarri en þau eru bæði hörkudugleg og hörð af sér. Ég þarf auglsjólega að koma hraðsendingu til krakkanna í einum grænum. Svakalega sakna ég þeirraCrying

Í tilfellum sem þessum sér maður kosti íslenska heilbrigðiskerfisins, þó ég sé dugleg að gagnrýna það. Við búum flest við þau skilyrði að geta sótt sólahringsvakt í læknisþjónustu þó vissulega sé langt að fara hjá sumum. Þarna úti þurfa krakkarnir að vera með alla pappíra á hreinu, annars vísað frá, aðgangur takmarkaður við tiltekinn tíma suma daga vikunnar og sætta sig við að fæstir ungverskir læknar eru talandi á ensku. 

Til að bæta gráu ofan á svart týndist labrador hvolpurinn hennar Kötu í gærkvöldi. Náði að losa sig og stakk af með keðjutaum áfastan og í eftirdragi. Ég fékk hina bestu hreyfingu út úr uppákomunni, hljóp, já ég meina hljóp, um allt hverfið að leita af tíkinni, keyrði eins og óð manneskja um alt án árangurs.  Uppskar hins vegar mæði og tilheyrandi enda ekki í formi. Whistling Ekkert annað í stöðunni en að tilkynna hvarfið; það var lögreglan, hundaeftirlitið, hundahótelið á Leirum sem tekur við óskilahundum og dýraspítalinn í Víðidal sem fær slest slösuð dýr sem finnast. Allir tóku erindinu vel og mér lofað að hringt yrði í mig, ef einhverjar fréttir bærust.

Enginn árangur, ég vakti hálfa nóttina, þóttist heyra gelt og ýlfur hér og þar en aðvitað var það bara vindurinn. Það var framlág Guðrún sem ók upp á Skaga í morgun. Ég tók ekki einu sinni eftir rokinu og fann ekki fyrir vindhviðunum, svo upptekin var ég við að hringja aftur í allar áttir og hugsa. Enginn hafði frétt af tíkinni. Þá fóru að renna á mig tvær grímur, hafði verið nokkuð bjartsýn að einvher hefði fundið tíkina og hýst hana yfir nóttina. Á suðurleið var ekkert enn að frétta, ég barmaði mér og kveinkað sáran við systurson minn sem er í lögreglunni, hann gat auðvitað lítið gert, engin tík í óskilum. Á þessum tímapunkti sá ég tíkina fyrir mér fasta í taumnum einhvers staðar í grindverki eða runnum, handviss um að dagar hennar væru taldir. Allt of kalt úti, hún hefði þetta ekki af.

Úff, það var erfitt að fara heim og bíða þar. Var komin í galla og alles til að leita í nærliggjandi runnum og grindverkum þegar ég verð vör við miða við bréfalúguna en á honum stóð: getur verið að þið hafið týnt gulri labrador tík í gærkvöldi? Unidrritað af nágrönnum sem búa 3 húsum fyrir neðan okkur! Mín ekki lengi að hlaupa til og sækja hana. Þar var hún blessunin í góðu yfirlæti, hjónin höfðu fundið hana í reiðileysi ca. 2 tímum eftir að hún hvarf og ekki vitað um eigandann. Höfðu hringt að Leirum, í lögregluna og upp í Víðidal; enginn kannaðist við týndan hund! En þau fengu einhvern  veginn upplýsingar um eigandan, hana Katarínu; tíkin náttúrlega örmerkt og þannig var hægt að fletta henni upp. Þeim fannst heldur langt í Dalina og því reynt að hafa upp á eigandanum með öðrum hætti, sem tókst.

Ótrúlegt ferli. Boðskapurinn: það virtist ekki virka að tilkynna hvarfið á tíkinni né fundinn á henni, langar boðleiðir og engin tjáskipti á milli vakta/einstaklinga??? Þetta minnir mig á heilbrigðiskerfið á góðri stundu! 

Tíkin fundin, víkur ekki frá mér og ég gat loks sagt krökkunum frá uppákomunni. Erfiðast var að þaga og valda þeim ekki hugarangri, mér leið eins og ég væri að fara á bak við þá. 

Örmagna eftir langan dag, hef varla undan í vinnunni og meðaltími í tölvunni ennþá yfir 12 tímum á dag. Ekki lagaði Perlumálið stöðuna Pinch Bíð spennt eftir helginni, þá get ég sooooooooofið út. Styttist í niðurstöður hjá mér, það virðist óhjákvæmilegt að fá hnút í magann á þeim tímamótum þó ég sé virkilega bjartsýnWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta eitthvað smitandi varðandi hunda og strok ??  Slaufa stakk af út um svalahurðina í dag og Dóri krönglaðist lasinn út til að gá að henni því hún hlýddi ekki kalli mínu.  Við vorum svo heppin að hún stökk inn í opinn bíl sem var fyrir utan hjá okkur en eigandinn var að sækja barn sitt úr pössun.  Alla vega leið manni betur þegar hún var komin inn.  Óþekkar dömur !!!  Veikindi á þessum bæ enn í dag, ég fer í vinnu á morgun en Dóri kvelst enn í hálsinum.  Þetta hlýtur að lagast   Kveðjur heim til þín og krakkanna.

Sigrún sys (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Gott að heyra að tíkin fannst heil á húfi og ég vona að krakkarnir nái sér fljótt, líklegra en hitt þar sem þau eru af íslensku víkingakyni. Þótti líka gaman að sjá hugarfarsbreytinguna í síðasta bloggi, þú á hárréttri leið með því að snúa þessu á þennan veg og mér líst vel á orðið ...nýja lífinu... Þú átt svo sannarlega skilið að eiga gott nýtt líf. Krossa líka puttana fyrir þig og vona að niðurstöður verði góðar....sem þær verða auðvitað...annað kemur ekki til greina. 

Takk líka fyrir að bjóða mér að senda póst ef ég hef spurningar um lyfin, ég verð að viðurkenna að ég veit ekki einu sinni hvað þú ert menntuð eða við hvað þú vinnur en hef séð að þú ert vel inn í hjúkrunarmálum.

Ég held að ég sé í góðum höndum hjá Karítas en á eftir að kynnast því betur hvað sú þjónusta hefur upp á að bjóða. Við ætlum að halda fund hér heima sem fyrst.

Gíslína Erlendsdóttir, 27.9.2007 kl. 17:21

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Gott að heyra frá þér Gíslína, saknaði þess að sjá ekki færslu frá þér í gær. Vona að allt hafi verið í lagi.

Takk fyrir hlýjar hugsanir og hvatningu, krakkarnir eru að koma til, það er frekar mamman sem er háð ungunum og telur sig ómissanid, þau eru bæði hörkudugleg.

Þú ert pottþétt í góðum höndum hjá Karítas, engin spurning. Sjálf er ég hjúkrunarfræðingur eins og þú hefur greinilega áttað þig á Hef menntað mig í ýmsu öðru, s.s. kennslu og fleira í svipuðum dúr og þú. 

Er mun rólegri núna en fyrir síðasta tékk, búin að ákveða það að taka því sem höndum ber hverju sinni og njóta augnabliksins.  Allt snýst þetta um tíma og hann ætla ég að nýta vel. Eitt af mörgu sem þú hefur kennt mér með þinni afstöðu, það er nefnilega ekki nóg að vita að það sé rétt, maður verður að fara eftir því

Bkv. Guðrún Jóna 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.9.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband