Í skjóli nætur

Manninum er margt til listana lagt, oftast gott en stundum miður. Fátt er eitt auðvirðilegra þegar menn læðast í húmi nætur og ásælast annarra manna hluti eða vinna öðrum mein. Menn taka vel eftir þeirri umfjöllun fjölmiðla þegar þjófar stela öllu steini léttara í höfuðborginni; láta hreinlega greipir sópa og gista í híbýlum manna. Jafnvel nágrannar átta sig ekki á því að óboðnir gestir leggi undir sig heilu húsin.  Maður spyr sig hvað sé í gangi á höfuðborgarsvæðinu svo dæmi séu nefnd. Af hverju taka menn ekki eftir því að óboðnir gestir stela öllu steinum létttara hjá nágrannanum í næsta húsi?  Hvað er eiginlega í gangi?? Í öllu falli er tekið hart á slíkum málum.

Til sveita hafa menn yfirleitt verið blessunalega lausir við ágang slíkra einstaklinga sem taka hluti og eigur annarra með ófjrálsri hendi.  Menn gæta hvor að öðrum, sem betur fer. Mannaferðir fara ekki á milli mála, menn taka eftir þeim, slóðin liggur eftir slíka einstaklinga.  Það er hins vegar spurning hvort menn kjósi að taka eftir misjöfnum mannaferðum og hvað þeir hyggjast gera í þeim málum.

Í öllu falli hlýtur það að lýsa þeim einstaklingi best sem kýs að taka eigur annarra ófrjálsri hendi og án samráðs við eiganda. Siðblinda? Veikindi? Eða hreinlega rotinn  hugsunarháttur og ekki nokkur leið að finna viðkomandi málsbætur?

Ég hreinlega veit ekki hvort ég á að hafa samúð með slíkum einstaklingum eða reiðast þeim. Það verður að koma í ljós. En ég er ekki þekkt fyrir að láta þjófnað yfir mig ganga, þegjandi og aðgerðarlaus.  Er bókstaflega orðlaus yfir fréttum kvöldsins; mér heyrist ég hafa verið rænd og það heldur betur! Hversu lágt eru menn tilbúnir að leggjast í græðgi sinni og heift?  Menn ættu að vera búnir að átta sig á því að ég legg ALDREI árar í bátW00t

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Nú hef ég misst af einhverju....hverju var stolið af þér?

Kv.

+Kata 

Katrín, 1.9.2007 kl. 09:44

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ýmiss heyvinnslutæki, verkfæri og tól hafa verið tekin án vitundar minnar og annarra sem hafa haft hönd í bagga. Þó menn séu slungnir þá grunar mig hverjir gerendur eru, voru búnir að ásælast tækin, töldu sig eiga þau og annað og hóta mér ef ég léti þau ekki af hendi. Nú reynir á mátt lögreglunnar.

Get ekki sagt að þetta hafi komið mér á óvart en ansi skítlegt eðli litar menn sem þessa enda af skítlegu kyni komnir.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.9.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband