Tíminn flýgur

Heldur á uppleið, hitinn lægri í dag og starfsorkan meiri en í gær. Var raunar sæmileg í morgun þegar ég fór upp á Skaga en daprari þegar leið á daginn eins og búast mátti við. Náði í hvorugan Sigurðinn í dag, skilaboð bíða beggja og ég bíð eftir þeim. Annar hvor þeirra hringir, fyrr en síðar.

Við mæðgur búnar að vera afspyrnu framtakssamar í dag (aðallega dóttirin) og ýmsu hrundið í framkvæmd sem hefur setið á hakanum. Tók svolítið á en Katan eiturhörð á að ljúka ákveðnum verkum áður en hún fer út.  Ekki spillir undirbúningur fyrir kveðjuteiti fyrir vinina fyrir framtaksseminni og ég nýt svo sannarlega góðs afWink

Tíminn flýgur á ógnarhraða og milljón hlutir sem eftir er að framkvæma á öllum vígstöðvum. Vona að pestarskömmin láti undan svo ég geti hleypt meiri hörku í mig. Allt þokast þetta í rétta átt á meðan hjólin hringsnúast á hraða ljóssins.

Mér líður ótrúlega vel að vera komin í mitt starf, saknaði þess mikið síðastliðinn vetur. Notaleg tilfinning að hafa einhver raunhæf og mælanleg markmið á hverjum degi sem standast þar að aukiTounge 

Næstu 3-4 vikur verða annasamar, ekkert annað að gera en að taka því og horfa mín uppáhalds, stuttu skref. Fílinn torga ég ekki í einu lagi frekar en aðrir.  Allt hefst þetta með jákvæðu hugarfari og stífri hugsun um hluta af "æðruleysisbæninni", þ.e  "að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt". Ég geri mitt besta, meira er ekki hægt að gera.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Mikið er gott að heyra að þér líður vel í vinnunni og  æðruleysisbænin segir allt sem segja þarf.

Láttu þér líða vel. Hugsa til þín á hverjum degi.

Kv.Gíslína

Gíslína Erlendsdóttir, 22.8.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Takk fyrir hlýjar kveðjur. Sömuleiðis, hugsa til þín oft á dag og fer jafnoft á síðuna þína til að vita hvernig þér gengur. Þarf að skammast mín og drífa í að senda þér ágripið af ættfræðinni, mér finnst við vera skyldar. Hef mjög sterka tilfinningu fyrir því, auk þess ertu ekki ólík móður minni heitinni og hennar fólki

Var það ekki gilli@hive.is???

Bkv. Guðrún Jóna

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.8.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband