21.7.2007 | 22:42
Enn eitt laugardagskvöldið
Laugardagskvöld enn og aftur, mér finnst það síðasta nýliðið. Ekkert spennandi í sjónvarpinu að vanda, búin að gera heiðarlega tilraun til að flakka á milli stöðva og hætt.
Heldur líflegra þó í kringum mig en oft áður. Katan á komin heim eftir inntökupróf í læknisfræði við Háskólann í Ungverjalandi, nánar tiltekið í Debrecen. Mín flaug inn eftir taugatrekkjandi, munnlegt próf hjá Ungverjunum þar sem áhersla var lögð á undirstöðuatriðin í líffræði, efnafræði og eðlisfræði. Frábært hjá Kötunni, það er ekki fyrir alla að fara í munnleg próf hjá Ungverjunum sem virðast hafa það markmið að reyna á þolrifin hjá nemendum sínum, líklega til að kanna hvort þeir séu nægilega sterkir til að þola álagið. Eru "kvikindislegir" og stunda það að reyna að "grilla" nemendurna, eins og sumir komast að orði.
Þau hafa staðið saman systkinin síðustu daga, frábært hvað Haffi hefur staðið við hliðina á systur sinni. Þau eru eins og eitt þegar eitthvað er, jafn ólík og þau eru.
Það er alveg augljóst í mínum huga að Katan hefði aldrei reynt aftur við inntökuprófið við H.Í, það reyndist henni þyngra áfall en nokkurt annað að komast þar ekki inn í fyrstu tilraun. Í því prófi var lítt látið reyna á undirstöðuþekkingu nemenda í raungreinum og náttúrufræðum. Það er hins vegar missir H.Í að missa af afburðanemanda. Leikreglurnar eru umdeildar, á því er enginn vafi.
Sem sé; til hamingu elsku Kata mín Þú áttir þetta svo sannarlega skilið, búin að stefna að þessu í mörg ár og hafðir undirbúið þig vel. Þú uppskarst loksins eins og þú sáðir. Ég er bókstaflega að rifna úr stolti.
Mér finnst það hreint út sagt frábært að bæði systkinin hafi valið sér læknisfræði sem starfsvettvang. Ekki það að það ætti að koma mér á óvart þar sem þau hafa alist upp í því umhverfi, forledrarnir báðir heilbrigðisstarfsmenn. Bæði hafa þau allt til brunns að bera til að verða góðir fagmenn. Að vita af þeim á sama stað þar sem þau geta stutt hvort annað í gegnum súrt og sætt veitir mér meiri hugarró en ég get lýst.
Framundan verða ferðalög hjá mér, ég á ugglaust eftir að vera dugleg við að heimsækja ungana út til Debrecen. Þó þeir séu vel fiðraðir, þarf maður að skipta sér eitthvað af eða hvað...........
Það eru miklar breytingar framundan hjá okkur öllum, það fer ekki á milli mála. Það styttist í að ég taki ákvörðun um það hvert skuli stefna. Ég hef náð áttum, fékk góð ráð um daginn sem virkuðu. Þetta fer allt að koma. Átthagafjötrar þurfa ekki lengur að toga og binda mig. Kannski er rétti tíminn fyrir kaflaskil núna. Í öllu falli eru hjólin farin að snúast hratt, bókstaflega að hringsnúast.
Katan farin út á lífið, Haffi á næturvakt niður á geðdeild og ég í símann
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:44 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með Kötu litlu...auðvitað hafði hún þetta stelpan. Það veitir ekki af tveimur læknum í fjölskylduna og þremur hjúkkum
Passa mig bara á því að veikjast ekki fyrr en a.m.k. Haffi er búinn
Katrín, 22.7.2007 kl. 00:21
Takk fyrir það, Haffi tekur þig á orðinu
Einkennileg tilfinning að hugsa til þess að báði ungarnir séu að fljúga úr hreiðrinu. Þetta er allt svo skrítið en samt svo "rétt" og eðlilegt.
Við förum að vera vel birg í famelíunni, okkur veitir ekkert af þessum fjölda heilbrigðisstarfsmanna til að gæta hagsmuna okkar og hafa áhrif á forgangsröðunina í kerfinu
Bið að heilsa í Víkina
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.7.2007 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.