Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.7.2007 | 21:56
Brjálað að gera
Hef ekki haft undan að lesa fundagerðir sveitastjórnar og byggðaráðs Dalabyggðar þannig að ég hef ekki faðmað kodda né sófa í dag
Stórmerkileg lesning, verð ég að segja, hvet menn til að renna yfir þær. Þar kennir margra grasa. Mig skal ekki undra þó menn hafi dregið að birta þær. Skyldi það hins vegar samræmast sveitarstjórnarlögum? Stjórnsýslulögum.........? Varla
Hver skyldi nú fá markaðsstjórastöðuna? Nú er búið að setja inn það skilyrði, eftir að umsóknarfresturinn rann út, að viðkomandi hafi lögeimili og búsetu í sveitarfélaginu. Hm............. liggur þetta ekki í augum uppi
Vona að menn séu farnir að opna augun vel og trúa því sem þeir sjá með þeim Hitt er svo annað mál að ekki er allt sem sýnist. Menn þurfa að fá sér "galdragleraugu" til að greina það á stundum.
Síðasti biti í háls á morgun og svo helgarfrí.......................... Get ekki beðið. Númer eitt tvö og þrjú þá verður sofið útttttttttttttttttttt. Eini ókosturinn við sumarvinnuna er sá að þurfa að vakna kl.06. Erfitt fyrir B-manneskju eins og mig
Í öllu falli, nú er það sófinn, koddinn og poppið. Vonandi er eitthvað sem hægt er að glápa á í sjónvarpinu, alla vega svona með öðru auganu.
4.7.2007 | 22:43
Höggin
Þau eru ófá höggin sem dynja á þessari litlu fjölskyldu og stundum finnst mér ég ekki sjá neinn enda á eilífum áföllum og vonbrigðum. Einhvern veginn rís ég alltaf upp aftur, jafnvel upp úr öskunni á stundum og næ að halda nokkurn veginn sjó. Ég verð hins vegar meyrari en um leið reiðari þegar vonbrigðin dynja á krökkunum, finnst þau hafa þolað meira en nóg. Stundum dugar ekki að segja við þau; "erfiðleikarnir herða mann", "tækifærin felast í vonbrigðum og áföllum", "það sem ekki drepu mann, herðir mann"! Hvernig á að sannfæra ungt fólk um slíkt, þrátt fyrir töff reynslu á síðustu árum? Í flestum tilfellum er það sakleysið uppmálað og skilur ekki mannvonskuna. Sumum er ætlaður erfiðari skóli en öðrum, hvernig sem á því stendur og margar kenningar uppi um ástæður.
Í raun get ég sagt að einmitt þegar börnin mín finna til og eiga erfitt, ekki síst ef það er af annarra völdum, bókstaflega rísa hárin á höfði mér. Þegar aðrir markvisst gera manni illt sem síðan bitnar á þeim kallar fram hefndarhug hjá mér, ég líð ekki að þau finni til vegna mannvonsku og valdagræðgi annarra. Ætli þessi lýsing eigi ekki við flesta foreldra og ég líkt og þeir, svæfi hefndarhuginn og forðast að fara niður á sama plan og umræddir. Það er hins vegar ekki alltaf auðvelt en ég hugga mig við það að menn uppskera eins og þeir sá. Ég er ekki svo kærleiksrík og trúuð að ég geti alltaf fyrirgefið, a.m.k. ekki strax og viðurkenni það. Verst hvað klókir menn komast upp með það lengi að skaða aðra og fara illa með þá, áður en þeir heimta uppskeruna sína. Gníst, gr......... Þeim hefnist þó yfirleitt fyrir af lífinu sjálfu.
Best að ræða sem minnst um vinnudag 2 og 3 þessa vikuna. Þetta hefur hafst með herkjum með tilheyrandi faðmlögum við koddan og sófan þegar heim er komið. Afrekaði að reita arfa eftir faðmlögin í gærkvöldin, skreið eins og moldvarpa um allt og réðst á illgresið. Í verki sem og í hugsun. Góð leið til að hlaða batteríin sem ég get hiklaust mælt með. Bætti við mig aukavakt vegna manneklunnar, mun forðast það í framtíðinni. Líkar stórvel í sumarvinnunni og ekki lítið montin yfir því að hafa engu gleymt.
Verð að bíta í það súra að þurfa að fara of snemma af stað, það ætti að herða mig þegar upp er staðið. Vinnan er ákveðin endurhæfing í sjálfu sér en býsna sársaukafull og tekur sinn toll. Ce la vie! Ekkert flóknara en það.
Bíð spennt að sjá fundargerð byggðaráðs Dalabyggðar. Hver skyldi nú fá stöðu markaðstjórans? Mér sýndist reyndar aðeins einn umsækjandi vera hæfur ef litið er á menntun. Skyldi sá þáttur verða tekinn til greina?? Hvaða byggðaráðsmenn skyldu hafa setið fundinn og tekið ákvörðunina? Það verður spennandi að sjá. Eitthvað stendur í mönnum að birta fundargerðina Allt er leyfilegt í ástum og stríði stendur einhvers staðar
Kominn í ákveðinn gír í ýmsum málum, ekki seinna vænna. MBA gráðan dugir ekki að öllu leyti þegar kemur að kerfinu, svo mikið er víst. Er alltaf sannfærðari um nauðsyn þess að skikka eftirlifendur á námskeið við slíkar aðstæður. Í mörgum tilfellum virðast óhæfir starfsmenn raðast í hin ýmsu opinberu störf með tilheyrandi dramatíu og óþarfa áhyggjum. Þá er bara að taka á því.
Í öllu falli bætast litlu skrefin smátt og smátt við, allt skal þetta hafast. Er ekki markmiðið alltaf að verja sitt og sína? Markmiðum næ ég með litlu skrefunum. Eitt af höfuðmarkmiðum mínum eftir "endurfæðinguna" sem ég gef ekki eftir.
1.7.2007 | 20:00
Hress og kát
Dauðfegin að hafa tekið ákvörðun um að sleppa ferðalögum um helgina. Vaknaði eldhress í morgun og verkjalaus. Loksins Nú fer þetta allt að koma, það er ég handviss um, þarf einungis að gæta mín og hvíla mig nóg.
Krakkarnir komnir heim, þutkeyrðir eftir hlöðuballið, gjörsamlega búnir á því
Var að skoða fundagerðir sveitarstjórnar Dalabyggðar. Get ekki stillt mig um að brosa út í annað. Er reyndar hneyksluð. Formaður byggðaráðs víkur af fundi þegar fjallað er um málefni Hestamannafélagsins Glaðs enda stjórnarmaður og því báðum megin við borðið. Varamaður kemur í hans stað, veit ekki betur en að hann sé á kafi í hestamannafélaginu. Til hvers voru menn að skipta út manni??
Ekki tók nú betur við þegar ég fletti betur, Dvalarheimilið Silfurtún sem sýnir hallarekstur ár eftir ár, komið undir stjórn byggðaráðs. Bíddu nú við, er ekki formaður byggðaráðs jafnframt starfsmaður stofnunarinnar? Ég veit ekki betur en að í gildi séu samningar við hann sem lækni heimilisins. Hvað segja stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlögin við þessu? Ég tek það djúpt í árina að flokka þetta undir misbeitingu valds Ekki hefur þessi misbeiting valds bætt stöðu heimilisins enda spurning um færni þeirra sem halda um stjórnvölinn og hverra hagsmuna sé gætt. Formaður byggðaráðs fer alla vega með eins konar alræði á þeim vettvangi.
Svo virðist sem sumir sveitarstjórnarmenn hiki ekki við að notfæra sér aðstöðu sína og oft finnst manni eigin hagsmunir vera meira áberandi en hagsmunir sveitarfélagsins. Spilling heitir þetta á mannamáli. Menn verða að fara vera gagnrýnni og fylgjast betur með. Ekki hefur ástandið lagast þó nýjir menn hafi tekið við, þvert á móti eru sveitarstjórnar- og stjórnsýslulögin teygð og toguð í allar áttir eftir hentugleikum hvers og eins. Sé ekki betur en að það ástand sem menn gagnrýndu sem mest í kosningabaráttunni fyrir rúmu ári, hafi tekið á sig ljótari mynd. Mér finnst verðugt verkefni að skrifa bókina um "sveitarstjórnarlíf í Dölum" og rifja upp síðasta áratug eða svo,með megináherslu á síðustu 5 árin