Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fikt

Það borgar sig ekki fyrir "amatöra" að fikta í stjórnborðinu, var að lagfæra síðust færslu og missti hana út. Það er svo sem allt í lagi, öllu verra var með fín comment sem ég fékk. Þau duttu út líka um leið. Þykir mér það leitt og bið hlutaðeigandi afsökunar á klaufaskapnumBlush

Búin að taka á því í dag og náð ansi langt í undirbúning fyrir næstu vikuna. Nú er að fara sinna gestum og gangandi. 


Laugardagskvöld; enn og aftur

Enn og aftur laugardagskvöld; mér finnst svo ofboðslega stutt síðan það síðast var, þá stödd heima. Margt hefur breyst þá. Brjálað að gera, eiginlega allt of mikið, ég ætla ekki að endurtaka leikinn þó mér finnist rosalega gaman að vinna. Er ekki komin með þrekið sem þarf í 160-170% vinnu, auk þess sem ég er búin að læra það að lífið er ekkert sjálfgefið og það snýst um meira en vinnu; þó hún sé skemmtileg. Sjaldan hefur mér leiðst vinna og oftar en ekki hefur hún stjórnað mér líkt og örðum Íslendingum. Ég viðurkenni að ég þrifst best undir álagi hvort heldur sem það er hjúkrunin eða kennslan.

Ég átti ekki von á því að þessi dagur færi í annað en að sooooooooooofa út í það endalausa. Ég er hins vegar ekkert öðruvísi en meðal "Gunnan"; ég get ekki endalaust legið marflöt. Skrokkurinn segir til um það þannig að ég fór á fætur um hádegið; þá búin að reyna að kúra lengur síðan um kl.10 í morgun. Mér fannst árangurinn góður í þeim efnum en var búin að ætla mér að sofa mun lengur enda nóg af verkefnum og ég  í skuld hvað það varðar.Sleeping

Hef annars verið djúpt hugsi vegna stjórnmálamanns sem ég met mikils. Mér sýnist hann ætla að falla í sömu gryfju og ég og fleiri; þ.e að láta espa sig upp vegna meintrar ósanngirni, sem svo sannarlega getur verið rétt, en af hóp sem er eingöngu tilbúinn til að efla til æsinga en ekki til þess að fylgja sínum manni alla leið. Ég þekki slíkan þrýsting sjálf sem sprettur upp af réttmætum ástæðum en það er ekki sama hvernig maður spilar úr erfiðum málum. Það vill nefnilega svo til að þegar kemur að ögurstudu; stendur maður einn; allir aðrir sem æst hafa upp málin, eru skyndlilega ekki til staðar þegar á reynir. Það er fjandanum erfiðara og sárara. Tilefnið getur verið réttmætt en stuðningurinn hverfull, allir hafa hagsmuni að gæta og þeir fara ekki endilega saman við hagsmuni þess sem hefur kjarkinn til að tjá sig og freista þess að koma "skikkan" á málin.

Ég vona að umræddur stjórnmálamaður hugsi sig vel um áður en hann sker upp herör gagnvart sínu eigin liði.  Í fullri hreinskilni er það þannig að maður stendur einn þegar á hólminn er komið; baklandið sem þrýstir og þrýstir, lætur sig hverfa nema þá aðeins ef viðkomandi er þess meiri leiðtogi og með sannfæringarkraft. Það getur hins vegar verið erfitt meðal bænda og  og búaliðs. þannig er það einfaldlega hversu einkennilegt sem það hljómar.

Pólitiikin er vond tíik, það þekki ég býsna vel sjálf. Menn mana mann og þrýsta á að rjúka upp til handa og fóta, telji þeir aðrir brjóta af sér. Þeir, hinir sömu, eru sjaldnast tiltækir þegar harðbakkan slær þá stendur maður einn enda allir með hagsmuni sem þarf að gæta að. Maður á að vera sjálfum sér trúr og ef kjósendur standa við bak manns, ber manni að vera þeim trúr en að hleypa fjölmiðlum inn í þeim tilgangi að vekja athygli á meintri ósanngirni, kann aldrei góðri lukku að stríða. Aldrei er hægt að teysta á þeirra umfjöllum enda þeirra hlutverk að selja, fyrst og fremst . Skiptir þá engu máli hvort menn selji Skrattanum eigin sál eða einfaldlega sálu sína og aldrei aftur snúið, þeir eru og verða alltaf einir á íssköldum "toppnum" og bláköldum veruleikanum. Þannig getur pólitíkin verið. 

 

 

 


Afmæli

Litla systir sem er nokkuð hærri en ég á afmæli dag. Til hamingju Kata mín, njóttu vel með öllum strákunum þínum Wizard

Pólitískar ráðningar

Heyrði spjallað um eina vafasama ráðningu í dag. Framkvæmdarstjóri var ráðinn við dvalarheimili aldraðra í Borganesi og las ég um daginn hver hlaut stöðuna. Sá hinn sami er formaður bæjaráðs í sveitarfélaginu og hefur gengt starfi framkvæmdarstjóra kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi, ef ég tók rétt eftir. Forvitnin rak mig til að skoða málið betur en það eina sem ég hafði upp úr krafsinu var það að einhvern tíman var hann sölustjóri í einhverri kjötvinnslunni.  Þessi ráðning kom mér töluvert á óvart þar sem viðkomandi virtist ekki hafa neina reynslu af málefnum aldraðra né rekstri í opinberu umhverfi. Þess ber að geta að umsækjendur voru 12 og taldi Hagvangur þennan tiltekna umsækjanda hæfastan til starfans.  Gott og vel.

Frétti svo meira um þetta mál í dag  og kom m.a. fram að eina menntunin sem umræddur umsækjandi hefur er 15 ára gamalt stúdentspróf frá mínum skóla; FVA. Meðal umsækjenda voru einstaklingar með MBA nám,3 ára háskólanám í viðskiptafræði og meistaranám í Mannauðsstjórnun var hins vegar hafnað. Ekki ætla ég að gera lítið úr stúdentsprófinu og veit að minn skóli er góður skóli en ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri meira virði en meistaranám í viðskiptum og mannauðssjórnun svo ekki sé minnst á reynslu á sviðinu.

Í mínum huga er ráðning sem þessi að gjaldfella háskólanámið svo um munar, svo ekki sé minnst á meistarnám á háskólastigi.   Þetta er ekki fyrsta vafasama ráðningin í stjórnunarsöðu og ekki sú síðasta.  Hef þegar sagt mína skoðun á þeim málum sem hefur ekkert breyst, síður en svo. En hvað segir þetta okkur? Nákvæmlega það sem ég hef haldið fram; klíkuráðningar tíðkast og virðast fremur vera regla hjá sjáfstæðismönnun en undantekning. EKki það að ég sá slíkar ráðningar meðal framsóknarmanna líka en ég hef á tilfinningunni að þær séu algengari hjá þeim fyrrnefndu. Ekki hefur það spillt fyrir hinum nýja framkvæmdarstjóra að vera náinn vinur heilbrgðisráðherra, ef satt er sagt frá í þeim efnum. Í öllu falli er ég ekki undrandi á óánægju margra í sveitarfélaginu, skil ekki hvernig Hagvangur getur rökstutt val sitt og bíð spennt eftir rökstuðningi fyirir ráðningunni sem ég geri ráð fyrir að verði tekinn fyrir hjá Umboðsmanni Alþingis, ef marka má fréttina í dag. 

Ég fullyrði það hiklaust að þegar slíkar ráðingar fara fram í ummönnunar- og heilbrigðisgeiranum eru hagsmunir skjólstæðinga ekki hafðir að leiðarljósi þó að þeir sem njóta þessara pólitísku forréttinda við ráðningar í eftirsótt stjórnunarstörf, séu eflaust hinir bestu menn.  Málið snýst hins vegar ekkert um það.  

Til hvers er fólk að leita sér frekari menntunar í því skyni að verða hæfari stjórnendur og leggja bæði milljónakostnað í námið auk ómælds erfiðis og tíma á meðan á því stendur ef hún skiptir ekki máli þegar kemur að ráðningu í stjórnunarstörf hjá ríki og sveitarfélögum? Það er nóg að vera með grunnskólapróf til að hneppa hnossið ef maður er í réttum flokk, með rétt sambönd. Hvaða skilaboð eru þetta til háskólanna okkar?

Er siðleysið orðið svo algjört í þjóðfélaginu að það skiptir engu máli hvað er best fyrir viðkomandi stofnun, skjólstæðinga hennar og starfsmenn og þykir sjálfagt að hæfustu einstaklingarnir eru settir út í horn?  Það væri fróðlegt að gera úttekt á fjölda pólitískra kíkuráðninga hjá hinu oinbera. Hver skyldi útkoman verða? Á! þetta er orðið sjúkt og spilltSick

Í mínum huga má líkja ráðningum sem þessum við það þegar hjúkrunarfræðingar ætla að leysa tannlækna af, starfsmaður í ræstingum leysir af bankastjórann eða þegar verslunarstjóri í Hagkaup leysir af sérfræðing á LSH. Fáranalegt. Stjórnun, mannaforráð og samskipti, í þessu tilfelli við aldraða og ólíka hagsmunahópa, krefst sérfræðiþekkingu sem ekki fæst einungis með reynslunni, menn verða að afla sér hennar með formlegum hætti líka. Það er ekki nóg að vera sleipur í pólitíkinni og réttu megin.

Ég hlýt að setja stóra spurningu við trúverðugleika þeirrar ráðningaskrifstofu sem leggur blessun sína yfir slíkar ráðningar. Allt virðist gert til að afla viðskipta og halda sínum kúnnum. Endanlega er það stjórnin í þessu tilviki sem ber ábyrgðina og hún er ærin.

 


Strembinn tími

Ansi mikið álag þessa dagana. Þar sem megnið af kennslunni hjá mér er í formi fjarkennslu þessa önnina fer gríðalegur tími í tölvuvinnu enda byggir fjarnám mikið á verkefnavinnu nemenda. Því er fjöldi verkefna til yfirferðar gríðalegur í hverri viku. Auk þess þarf að setja upp glærur með fyrirlestrum, kennslubréf, útbúa verkefnin og Guð má vita hvað. Ofboðslega skemmtilegt, það vantar ekki en óhemju vinna. Hef setið upp í 14 klst. í tölvunni á dag þegar mest er að gera.  Keyri upp á Skaga 3 daga vikunnar þar sem ég þarf að kenna 1 klst. á dag í dagskólanum en um 3 tímar fara lágmark á dag í það. 

Var auðvitað búin á því í dag eftir helgartörnina og steinsofnaði áður en fréttir byrjuðu. Átti því ansi mikið eftir í kvöld sem ég þurfti að vinna upp og var rétt í þessu að ná í skottið á sjálfri mér. Þessi vika verður vægast sagt "hectic" og ekkert annað að gera en að þreyja Þorran, hún líður hjá. Framundan er m.a. staðlota hjá fjarnemum sem stendur yfir allan fimmtudaginn og undirbúningurinn því nokkur . Hlakka reyndar mikið til að hitta nemendur enda frábær hópur.

Hef eiginlega ekki haft tíma til að sýta og hugsa og það er bara fínt. Hef eiginlega haft það mikið að gera síðan ég byrjaði að vinna að ég á mér "ekkert líf" eins og börnin orða það. Ætla svo sannarlega að gefa mér tíma til að heimsækja krakkana út, í síðasta lagi þegar haustannarfrí verður upp úr miðjum okt. Tíminn líður með þvílíkum ógnarhraða að ég hreinlega skil það ekki. Það fer vonandi að hægjast eitthvað um á næstunni. Mér finnst tímbært að fara sinna einhverju áhugamálum svo ég nefni nú ekki eigið nám sem er hafið að nýju eftir gott sumarfrí.

Í öllu falli fækkar áhyggjum eitthvað eftir kaflaskilin en fjandi var þetta erfitt, ég get ekki sagt annað. Á eftir að taka til í ýmsum málum en sé fram á að koma skikkan á flest mín mál þegar tími gefst til.Pinch

Það styttist í næsta tékk hjá mér sem verður í byrjun október þannig að tíminn hefur bókstaflega flogið. Sakna krakkann ofboðslega en er svo sátt við þann farveg sem þau hafa valið sér að ég get ekki annað en verið sátt og stolt. Verst hvað nettengingin er slitrótt þarna úti þannig að símareikningarnir verða pottþétt í hærra lagi næst, það verður bara að hafa það.

Ætla rétt að vona að ég vakni ekki með vekjaraklukkuna undir sænginni í fyrramálið líkt og í morgun, var fljót að stinga henni þangað þegar hú hringdi og var næstum búin að sofa yfir mig. Myrkrið hefur augljóslega sitt að segja líka. Það kemur sér vel að tíkurnar fengu mikla hreyfingu um helgina, ég hvorki orkaði það að fara með þær í kvöld né hafði tíma. Æ, þessar elskur, ég verð að vera dugleg með þær á morgun í staðinn og þá verður  mér kannski fyrirgefið InLove Hef ótrúlega gaman af göngutúrum okkar, nú er engin Kata til að hreyfa þær og því algjört must að ég standi mig. Hef auk þess feikgott af því og það sem meira er; ég finn mikinn mun á sjálfri mér enda úthaldið aukist umtalsvert.

 


Kaflaskil

Rétt skriðin í bæinn. Margra daga vinnu lokið á sólahring. Er alltaf jafn hissa hvað ég á trausta vini, sem gjörsamlega björguðu mér þessa helgina, enn og aftur. Ég hef aldrei þekkt jafn traust fólk og Sigurbjörgu og Heiðar, Kjartan og Guðrúnu og Hörð.  Þvílík gersemi sem þau eru öll. Ég er orðlaus yfir hjálpsemi þeirra og tryggð.  Hvernig get ég nokkurn tíma þakkað þeim nægilega? Ég hreinlega veit það ekki.

Sigrún og famelia komu einnig að málum, heldur betur og hvernig sem við fórum að þessu, lukum við margra daga vinnu á nokkrum klst.  Hvernig þau fara að þessu veit ég ekki og ekki er allt búið enn hjá þeim.  Gunni búinn að vera á næturvöktum og mætti galvaskur eftir 4 klst. svefn og Sara á fullu með tuskuna þó það sé það versta sem hún getur gert skrokknum á sér.  Einhverjir verða þreyttir á morgun er ég hrædd um og öll þurfum við upp snemma. Ég þarf á fætur um kl.06, tvöfaldur vinnudagur og þannig verður vikan. Ég er strax farin að telja niður dagana að næstu helgi þegar ég má sofa út.  Það má því segja að nóg hafi verið að gera og ég segi hiklaust að þrekvirki hafi verið unnið.  

Ég ók greitt úr Hörðudalnum leit hvorki til vinstri eða hægri og aldrei í baksýnisspegilinn. Þetta voru þung skref, með þeim þyngri og stærstu sem ég hef tekið um ævina. Vissulega knúin af erfiðum aðstæðum sem ekki var við ráðið en engu að síður eigið val.  Sjaldan tekið eins stóra ákvörðun í mínu lífi og verð nú að læra að sætta mig við hana og breyttar aðstæður.  Það mun taka tíma. Í öllu falli er hægt að tala um tímamót og kaflaskil. Ákveðnum kafla í lífi mínu er lokið og hvað tekur síðan við verður að ráðast. Ákvörðunin var mín, þó aðstæður hafi vissulega þrengt valkosti mína verulega. Ég hef hins vegar ekki lagt árar í bát og mun seint gera. 

Enn eitt höggið í stórfjölskyldunni þessa helgina, vágestur hefur bankað upp hjá bróður mínum. Hann er, sem betur fer gæddur óbilandi kjarki og jákvæði og sá maður að hann kallar ekki allt á ömmu sína.  Gefst aldrei upp og orðinn vanur ýmsu. Jákvætt hugarfar og mikil baráttugleði hefur fleytt honum langt. Þekki reyndar fá sem eru jafn jákvæðir og hann sem sér plús hliðar á öllum málum, sama hversu erfið þau eru.  Ég er reyndar mjög bjartsýn fyrir hans hönd og er viss um að allt fari vel. En þetta er högg engu að síður og er hugur minn óneitanlega hjá honum og fjölskyldu hans. Sú fjölskylda er ótrúlega sterk og samheldin. Stórfjölskyldan mun auðvitað öll standa við bakið á þeim á erfiðum tímum.

Þegar slík áföll dynja finnst manni hreppapólitík og átök lítilfjörleg og alls ekki þess virði að eyða orku í slík mál, hvað þá í einstaklinga sem ekki er viðbjargandi.  Það er ekki þess virði að ergja sig á þeim, hvað þá meir. Það vill svo til að lífið býður upp á svo margt jákvætt og öll höfum við val um hvert við viljum stefna g hverja við viljum umgangast. Þetta skilja allir sem hafa lent í stórsjó og áföllum og alltaf snýst valið um það hvernig við viljum eyða okkar x-tíma, sem er óþekkt stærð.

En nú er það sængin og koddinn sem bíða mín og ég sjaldan jafn fegin að ganga til hvílu. Við unnum þrekvirki um helgina og fyrir því finn ég vel en ofboðslega ánægð með frammistöðuna. Það verða a.m.k. 3 vekjaraklukkur stilltar í fyrramálið enda dugar ekkert minna . Rosalega er ég þreytt W00t

 

 


Enn önnur helgin

Þá er enn önnur helgin komin og það hálfnuð.  Er á heimleið og nóg að gera í kotinu en margar vinnufúsar hendur reiðubúnar. Veðrið ekki beint aðlaðandi en það verður bara að hafa það. Ætlaði reyndar að vera farin en ég verð víst að sníða mér stakk eftir vexti, líkt og aðrir.

Staðið í brasi með hestakerruna, búin að týna lyklinum sem læsir henni og ekki nógu handsterk til að klippa lásinn í sundur sjálf.  Allt skal þetta hafast með þolinmæðinni. Í tilfellum sem þessum finnur maður fyrir "karlmannsleysinu".

Í öllu falli verða ermar brettar upp þessa helgina, ekkert annað í stöðunni en að bíta á jaxlinn. Í öllu falli verða tíkurnar alsælar að vera úti frá morgni til kvölds frjálsar. Gaman hjá þeim og fínt fyrir mig enda Díana mín sérdeilis frábær varðhundurWink

Allt gengur vel hjá krökkunum úti, hefðbundin aðlögun í gangi en mér heyrist allt ganga að óskum. Hlakka ekki lítið til að heimsækja þau út og líta íkringum mig. Verst að ég hef misst af haustblíðunni þar ytra, en það kemur haust eftir þetta haust.

Ótrúlega skrítið að þurfa ekki að standa í smalamennsku þetta haustið, sá tími er liðinn hjá mér í bili a.m.k.  Enginn veit sína framtíð segir einhvers staðar og ég verð að trúa því að þessar breytignar séu til góðs. Maður þarf stundum að gera meira en gott þykir og ekkert annað en að taka því.

 



Afurðaskráin

Skyldi það nokkrum koma á óvart að afurðaverð virðist vera það sama um allt land.? Get ekki stillt mig um að afrita þær upplýsingar sem koma fram á heimasíðu Skessuhorns; fréttablaðs okkar Vestlendinga  en þar segir m.a.:

"Sláturleyfishafar hafa birt verðskrá sína og er hún yfirleitt aðgengileg á netinu. Athygli vekur, þegar verðskráin er skoðuð, hve samræmd hún virðist vera. Sem dæmi má taka flokkinn R3 sem er algengasti flokkurinn, en tæplega 30% af kjöti lenti í honum við kjötmat sl. haust. Kílóverð sex stærstu sláturleyfishafanna í þessum flokki er sem hér segir: Norðlenska 356 krónur, SAH 357 krónur, SS 359 krónur, Sláturfélag Vopnfirðinga 359 krónur, KS 360 krónur og Fjallalamb 361 krónur. Munurinn á hæsta og lægsta verði er fimm krónur, eða um 1,5%. Ef meðalskrokkur er 15 kíló fást 5.340 krónur fyrir hann hjá Norðlenska og 5.415 hjá Fjallalambi. Þetta vekur upp spurningar hvort yfir höfuð ríki virk samkeppni á sláturmarkaðinum. Bændur hafa í það minnsta ekki mikið val til að hámarka það verð sem þeir fá fyrir afurðir sínar. Jafnlítill verðmunur leiðir ósjálfrátt hugann að olíufélögunum, en þar á bæ hafa menn verið óhræddir við að samræma verðskrár sínar eins og allir vita"

Heimild:    http://skessuhorn.is/Default.asp?Sid_Id=24825&tId=99&Tre_Rod=&qsr 

Fagna þessari umfjöllun sem er löngu tímabær. Því miður enginn skráður höfundur fyrir henni. Hvernig hefði verðskráin hljómað í Dölum? 

Talandi um 356-361 kr. á kílóið til bænda  í algengasta  flokknum. Kostar ekki hefðbundið lambalæri, um 2 - 2 1/2 kg. um 4.500 - 5.200 af nýslátruðu út úr búð? Jafnvel úr Bónus? Hverjir græða? Ekki eru það bændur, svo mikið er víst. Ef miða ætti verð út úr verslun, fengi hver bóndi yfir 30.000 fyrir skrokkinn og þá ekki miðað við hæsta verðflokk. Ef keyrt er á lifandi lamb eða sauðfé er bóndanum greiddar um 5.000 kr., þ.e ef ökumaðurinn gefur sig fram eða finnst.  Kökunni alla vega misskipt á milli manna; framleiðenda, milligönguaðila og birgja. Löngu tímabært að þessi umræða fari í loftið.

 


Slæmt en ekki alslæmt

Hef verið þungt hugsi eftir athugasemdir þjónustufulltrúa Kbbanka í gær þar sem hann beinlínis gefur upp  að honum sé kunnugt um fjármál þeirra umsækjenda sem sóttust eftir tíðræddri stöðu framkvæmdarstjóra.

Málið er sérstaklega alvarlegt í mínu huga sökum starfa umrædds þjónustufulltrúa, sem verður það heitt í hamsi að afhjúpa í raun trúnaðarbrest. Hvaðan skyldi færslan hafa verið framkvæmd? IP talan á færslunni segir auðvitað allt um það.

Ekki það að trúnaðarbrestur er ekkert nýtt fyrirbrigði í minni byggð, það hefur löngum tíðkast að viðkvæmar upplýsingar hafi lekið út í samfélagið og virðist þá litlu máli skipta hvaða stofnun/fyrirtæki á í hlut. Ef einhver tekur lán eða þinglýsir í heimbyggð er að komið um alla sveit áður en málin eru frágengin. Jafnvel ábyrgðarmennirnir á hreinu.  Það sama gildir um bætur frá TR ;viðkæm bréf jafnvel send galopin með póstinum þannig að sjúkrasagan er fyrir opnum tjöldum. Ef kona reynist ófrísk, þykir henni nauðsynlegt að leita jafnvel annað fyrstu vikur meðgöngunnar hí stað þess að fá þjónustu í heimabyggð, svo fáein dæmi séu nefnd. Allt til að þungunin fréttist ekki.

Í kosningaslag hefur ekki þótt tiltökumál að draga upp fjárhagslega stöðu frambjóðenda hvort heldur sem hún er jákvæð eða neikvæð, öllu tjaldað til í því skyni að koma höggi á andstæðingana.  Menn hafa ekki verið feimnir við að sviðsetja og búa til hneykslanlegar sögur um andstæðinginn og kennir þar ýmissa grasa í skáldsögunum,atvinnurógnum og svívirðingunum. Hika menn ekki við að taka einkalíf annarra fyrir og fer mikið fyrir hugmyndafluginu í þeim efnum.  Þar fara gjarnan fremstir í flokki sem í raun eru ekki til fyrirmyndar er kemur að einkalífinu, hvort heldur sem þeir stundi framhjáhald, lyfjaát eða berji konur sínar.  Með því að hafa nógu hátt um andstæðinginn og takast á loft í hugmyndafluginu er hægt að þyrla upp moldviðri og breiða yfir eigin slóð, í bili. Whistling 

Við þekkjum þetta öll, við vitum af þessu en flestir hafa kosið að láta slíkt viðgangast í því skyni að verja sitt og sína. Enginn vill verða næstur, fjölskyldan, atvinnan og búsetuskilyrði í húfi og það skil ég vel. Ærumeiðing verður aldrei aftur tekin, hversu óréttmættar og rangar fullyrðingar liggja þar að baki og það vita menn, að fenginni reynslu.  Menn hafa beinlínis verið gerðir út til að grafa og þefa upp einhver leyndarmál eða hvað sem er til að koma höggi á andstæðingana og er ekkert heilagt í þeim efnum. Finnist ekkert, þá er það einfaldlega búið til og þá nógu krassandi.

Menn reiðast gjarnan sannleikanum og sumir þola ekki gagnrýni á stjórnsýsluna. Í stað þess að svara gagnrýninni á málefnalegan hátt, er rokið upp og reynt að koma höggi á þann sem gagnrýnini veitir. Ég leyfi mér hiklaust að benda á staðreyndir og það sem ég tel betur megi fara, skárra væri það nú. En það er ekki sjálfgefið að aðrir séu á sama máli og eðlilegt að þeir láti skoðun sína í ljós.  

Menn þurfa ekki að stunda skáldsögugerð um nánungann, sannleikurinn er alveg nógu krassandi þó hann snúist etv. um þá sem ekki má ræða. Það er hins vegar spurning, hvað almenningur á að vita um nánungan. Sumir auglýsa sjálfir sitt einkalíf, hvort heldur sem á vinnustað eða í gangnakofum en það er þá alfarið á þeirra ábyrgð. Öðru máli gegnir um mál er heyra undir trúnað.

Athugasemdir þjónustufulltrúans við bloggi mínu geta seint talist til málefnalegrar umræðu eða gagnrýni. Það sem meira er; þær endurspegla einmitt það sem ég hef bent á og gagnrýnt í samfélaginu. Einskins látið ófreistað til að koma höggi á þann sem opnar munninn, jafnvel þó það kosti trúnaðarbrest og virðist mönnum ekkert heilagt í þeim efnum. Einmitt þessi viðbrögð voru fyrirsjáanleg, það var einungis spurning hver myndi ríða á vaðið.  Afhjúpunin alger og því ekki alslæm þó gróf sé. Ég hlýt að spyrja um trúverðugleika þjónustufulltrúans sem fagmanns í eina banka samfélagsins og tel hann koma höggi á annars frábært starfsfólk bankans. Það er miður og áhyggjuefni.

 

 


Hvað er Dalamennska?

Það er alveg augljóst að með því að blogga, berskjaldar maður sig gagnvart umheiminum. Maður liggur vel við höggi og eitthvað hefur blogg mitt farið fyrir brjóstið á einhverjum ef marka má færslu í athugasemdardálki mínum. Ég get eiginlega ekki orða bundist og skil ekki hvað viðkomandi er að fara eða ýja að. Eftirfarandi ritar þjónustufulltrúi viðskiptabanka míns:

"Er þá ekki bara rétt að ætla Guðrún Jóna að sá sem var ráðinn hafi verið betur treyst til að halda á fjármálum viðkomandi stofnunar.

Annars er ekki mín meining að standa í skriflegu skítkasti hvorki við þig né aðra. Mér sýnist þó á öllu að þú gangir fulllangt í þínum fullyrðingum, af því sem ég hef séð.  Þú gerir lítið úr fólki sökum ætternis og telur það ekki standa fyrir neinu vegna þess hverra manna það er. Megnið af því sem ég les hér á þessu bloggi er sjálfsvorkunn og almenn niðurrifsstarfssemi út í allt og alla og því tel ég þetta blogg ekki þess vert að lesa meira af því."

Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 16:13

 

 

Svo mörg voru orð kjörins fulltrúa okkar til sveitarstjórnar á síðasta ári.   Ekki veit ég hvað þjónustufulltrúanum frá Sólheimum gengur til eða meinar með þessum orðum sínum en augljóslega er honum mikið niðri fyrir.

 Skítkastið stendur ekki á sér, í öllu falli. Hvað sem rekur hann í stóryrðin er svo annað mál. Ég hlýt að kalla eftir nánari skýringum.

Pólitíkin er vond tík eins og ég hef áður nefnt og augljóslega er algjör viðsnúningur hjá fyrrum framsóknarkonunni, eða hvað? Öðru vísi mér áður brá, get ekki annað sagt.

Það hafa fleiri berskjaldað sig nú en ég með mínu bloggi og skoðunum á samtímanum, og stjórnsýslunni. Trúverðugleiki Whistling

Það má vera að ég sé uppfull af sjálfsvorkunn; ég tel mig reyndar hafa stefnt í á átt að  vinna mig út úr erfiðri stöðu og sársaukafullri reynslu á minn hátt og að sjálfsögðu eru til einstaklingar sem sjá það versta í þeirri viðleitni. Tímar hafa vissulega verið erfiðir ég hef minn hátt á því að vinna mig út úr þeim og sitt sýnist hverjum í þeim efnum, eins og gengur. En er það ekki einu sinni svo að "margur heldur mig sig"?  En það er nú einu sinni svo að ég hef hvorki þurft sjálfsvorkunn né vorkunn annarra, er heldur lítið fyrir slíkt.

 

Ég sé ekki ástæðu til að svara öðru skítkasti af hálfu þjónustufulltrúans sem hlýtur að fara að komast í öruggt sæti sveitarstjórnar, svona miðað við afföll listans og sameinaða krafta. Þetta fer allt að koma hjá þér nafna, og þá breytir þú heiminum enda löngu kominn tími til.  Þinn tími mun koma og þú þarft ekki heimsókna á mína síðu til þess. Vegni þér ævinlega sem best.Wink 

Gagnrýni er góðra gjalda verð og nauðsynleg. Hún þarf hins vegar að vera byggð á rökum til að vera trúverðugleg.  Er þetta raunveruleg eða innflutt Dalamennska? 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband