Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Samúðarkveðjur
Kæru systkini. Innilegar samúðarkveðjur vegna andláts móður ykkar,megi góður guð stiðja ykkur og styrkja um alla framtíð kv.Erna og Vésteinn Fellsenda.
Erna Hjaltadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 13. feb. 2009
samúðarkveðjur
Elsku Kata og Haffi. Við vottum ykkur samúð okkar vegna fráfalls Guðrúnar Jónu móður ykkar. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni kær kveðja frá okkur í Ne-Hundadal
María G. Líndal (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 11. feb. 2009
Nálarfóbía
Sæl Erna og takk fyrir innlitið :) Já, veistu, ég held að heilbrigðisstarfsmenn séu öllu verri þegar kemur að nálafóbíu og reyndar mörgu öðru. Við þykjum í öllu falli ,,kröfuharðir" sjúklingar oft á tíðu :)
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, lau. 27. sept. 2008
Nálafobia
Gat ekki annað en flissað þegar ég las um nálafóbíuna, ætli þeir sem vinna í heilbrigðisgeiranum séu verri með þetta en aðrir, ég þoli ekki nálar, get stungið aðra en vil alls ekki láta stinga mig...merkilegt. vona að niðurstöðurnar verði þér í vil. Gangi þér rosalega vel. Kv Erna fyrrv nemi Akureyri
Erna Hauksdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 26. sept. 2008
Þakkir
Bestu þakkir fyrir innlitið og hlý orð. Það verður seint hægt að segja að þú sért orðhengill, kæri bloggvinur, fáir jafn hreinksilnir og fylgnir sér og þú. Ég er þess fullviss um að krónurnar hafi komið sér vel hjá þeim á Breiðabólstað, yndislegt fólk og vandað. Hafðu það sem best
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, lau. 12. júlí 2008
Komdu blessuð og sæl; Guðrún mín !
Gat loks; þótt ei séu efni fram úr hófi, gaukað nokkrum krónum, að þeim Breiðabólstaðar hjónum, hvað við ræddum, á spjallsíðu þinni, um miðbik Apríl mánaðar, s.l. (15.IV.). Vona; að ekki komi að sök, þótt dragist hafi, hvar ég vil enginn orðhengill vera, spjallvinkona góð. Megir þú, sem allt þitt slekti, hafa það, sem allra bezt, Guðrún mín. Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason, fös. 11. júlí 2008
Takk
Hjartans þakkir fyrir innlitið öll, ég verð að viðurkenna að ég hef ekki alltaf ,,fattað" að kíkja gestabókina. Frábært að heyra frá ykkur öllum. Vissi um Bernhöft en veit ekki alveg hver nafna hennar Ólafsdóttir er. Það kemur mér ekki beint á óvart að staða Þórisdóttur væri lögð niður, óþarflega mikil yfirbyggingunni. Tel víst að einkavæðing sé framundan. Rosalega gaman að fá kveðjurnar allar, ekki síst frá ykkur á Húsavík, ég man eftir ykkur öllum:) Útlegðin Tryggvi vísar til þess að mér er gert með öllu ókleift að búa og starfa í því byggðalagi þar sem ég vil búa. Pólitíkin getur farið illa með menn. Leitt að hafa ekki tekið eftir skilaboðunum frá ykkur Sigrún og Vilborg, ég mun svo sannarlega kíkja oftar í gestabókina hér eftir. Auður, ert þú ekki komin í stéttina og farin að ströggla eins og við hinar? Bragi og Gísli takk fyrir innlitið, ströggla hér á höfuðborgarsvæðinu, einhvers staðar verða vondir að vera. Er enn að leita af sjálfri mér. Mary, við verðum endilega að fara hittast, mér finnst svo ótrúlega stutt síðan þú varst stelpuskott með sundástríðu.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, mið. 9. júlí 2008
Dropinn
Mikil tíðindi. I. BERNHÖFT er að fara í námsleyfi. Ingibjörg Ólafsdóttir er ráðin Hjúkrunsrforstjóri. Staða Ingibj. Þóris var lögð niður og rauk hún út í fússi. Ólga í fólki. Stefir í einkavæðingu...????
Hólmdís Hjartardóttir, mið. 9. júlí 2008
Fyrrverandi nemandi
Hæ Guðrún Rakst á síðuna þína fyrir svolítið löngu síðan og hef fylgst með þér síðan:) Efast um að þú munir eftir mér en þú kenndir mér í sjúkraliðanáminu mínu á Húsavík fyrir mörgum árum síðan:) Hafðu það sem best. Kv Erna Hauksdóttir
Móðir, kona, sporðdreki:), fim. 22. maí 2008
Kveðja
Sæl Guðrún. Varð nú að kvitta fyrir mig. Bestu kveðjur. Auður Einars - fyrrum samstarfsfélagi úr eyjum.
Auður Einars. (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 14. maí 2008
kveðja frá skurðhjúkrunarfræðingi
sæl guðrún og takk fyrir hlýleg skrif í garð okkar á skurð og svæfingu. þessi slæma meðferð sem þú fékkst þegar þú brotnaðir er sko örugglega ekki ve manneklu heldur ömurlegu stjórnarfari á þessum spítala. samstaðan í okkar röðum heldur sér og við látum ekki bugast þó anna stefáns hagi sér eins og fífl. gangi þér allt í haginn og takk fyrir innlitið. kv dóra
doddý, lau. 26. apr. 2008
kveðja
Sæl Guðrún vonandi fer nú að lægja hjá þér, gangi þér allt í hagin. kveðja að sunnan sos Sigrún þarf nauðsynlega að heyra í þér kveðja Vilborg á hss
Vilborg Jóhannesdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 14. apr. 2008
Sendi þér strauma
Sæl Guðrún Jóna, ég vann með þér á húsavíkinni forðum en við skulum ekki tala (skrifa) um það en ég elska alla sem ég vann með og sendi þér sterka strauma og vona allt fari vel. kveðja Hulda Agnars.
Hulda G Agnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 1. mars 2008
Hulda G. Agnars.
Sæl guðrún jóna,ég vann með þér á húsavík kannaðist við nafnið vona að allt gangi vel sendi þér strauma kv. hulda
Hulda G Agnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 1. mars 2008
Þó þung séu oft sporin á lífsins leið
Sæl og blessuð Guðrún Jóna :) Ég googlaði ljóðinu mínu um VON og rakst þá á bloggið þitt og kannaðist svo mikið við þig og mundi þá eftir hjúkkunni sem bjó á Garðarsbraut 32 á Húsó um leið og ég ;)þú á efstu hæð en ég og family á neðstu hæð, já skondið !! vonandi eru þessar ljóðlínur mínar þér einhvers virði. Með kveðju frá Húsavík SHL
Sigríður Hörn Lárusdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. feb. 2008
Ég les þig
reglulega og þykir vænt um að vera komin í bloggvinahópinn þinn. Takk fyrir og góðar kveðjur, Sigrún Jónsd.
Sigrún Jónsdóttir, þri. 12. feb. 2008
baráttukveðjur frá mér
Sæl, Guðrún. Til hamingju með afmælið um daginn. Takk fyrir að lesa bréfið fyrir Haffa. Yndislegt að heyra frá honum. Kveðja Mary
Mary B. Þorsteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 9. okt. 2007
Hafa samband
Sæl Guðrún Ég þarf nauðsynlega að ná í þig, en sé enga aðra leið en að skrifa í gestabókina þína, og vona að það sé í lagi. Viltu hafa samband við mig sem fyrst, s:528-9000 Eygló Pétursdóttir Rarik
ep (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 9. okt. 2007
Sæl og blessuð
Vissi að þú varst að blogga, en hafði ekki rekist á þig fyrr en nú. Eftir kynni af þér vegna sveitarstjórnarmála hef ég oft velt því fyrir mér hvar þú værir stödd í bardaganum. Gangi þér allt í haginn. Kveðja, Bragi Þór Thoroddsen
Bragi Þór Thoroddsen, mið. 5. sept. 2007
Stattu þig stelpa
Sæl Guðrún Jóna, ég vildi bara kvitta fyrir mig og segja að ég hef gaman af því að lesa bloggið þitt. Vonandi fer baráttan á besta veg. Ég sjálf er ekki af Hjarðarfellsætt en er ættleidd inn í þá miklu ætt. Ólst upp í Dal í Miklahloltshreppi og horfði yfir að Hjarðarfelli út um eldhúsgluggan. Þar átti besta vinkona mín heima hún Þorbjörg Gunnarsdóttir. Ég og mamma komum að dal sem kaupakonur, ég þá ársgömul og mamma giftist svo Erlendi eldri syninum á bænum. Svo núna spyr ég þig....ert þú sjálf af Hjarðarfellsætt? Þú getur sent mér línu á gislina@hive.is svo við séum ekki að gaspra þetta á veraldarvefnum.
Gíslína Erlendsdóttir, þri. 17. júlí 2007