Jarðaför

Okkar elskulega móðir verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 16. febrúar kl. 13.00.

Blóm og kransar eru EKKI afþakkaðir að ósk mömmu enda mikil blómakona!  Smile 

 

Ykkar,

Katan og Haffi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð með ykkur, í hugskoti mínu, kæru systkini.

Megi Faðir - Sonur og Andi helgur, verða með ykkur öllum - alla tíma.

                                              Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Einstaklega einlæg jarðarfarartilkynning. 

Ég verð með ykkur í huganum og sendi að sjálfsögðu blóm til bloggvinkonu minnar.  Hver voru hennar uppáhaldsblóm ?

Anna Einarsdóttir, 13.2.2009 kl. 12:10

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Halló Kata og Haffi,

Ég frétti af andláti Guðrúnar núna rétt áðan. Ég sendi ykkur mínar allra bestu samúðarkveðjur.

Sjáumst á mánudaginn.

Með kærri kveðju,

Hrannar

Hrannar Baldursson, 13.2.2009 kl. 14:56

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Kæru Kata og Haffi. Gangi ykkur allt í haginn, verð með ykkur í huganum á mánudaginn.

Megi Guð fylgja ykkur í gegnum alla sorgina

Sigrún Óskars, 13.2.2009 kl. 16:24

5 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Aðalsteinn Baldursson, 13.2.2009 kl. 23:42

6 identicon

Ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur og vona að ykkur gangi vel.

Megi góður Guð fylgja ykkur og styrkja.

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 16:54

7 identicon

Elsku hjartans Kata og Haffi.

Ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. 

Megi guð og gæfan fylgja ykkur alla tíð.

Kær kveðja,

Anna Brynja

Anna Brynja Baldursdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 20:30

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Votta ykkur samúð mína.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.2.2009 kl. 20:20

9 Smámynd: Sigþóra Gunnarsdóttir

Kæru systkini

Ég get því miður ekki verið við útförina á morgun, en ég verð með hugann hjá ykkur og kveð minn kæra fyrrverandi kennara í huganum með þakklæti fyrir alla góðvild og kærleika sem hún sýndi mér, og bið Guð að blessa minningu hennar og gefa ykkur styrk á þessum erfiða kafla í lífi ykkar.

Megi Guð og gæfa fylgja ykkur um ókomin ár og velgengni í því sem þið eruð að gera í lífinu   FlowerFlower 

Með kveðju

Sigþóra Gunnarsdóttir

Akranesi













Sigþóra Gunnarsdóttir, 15.2.2009 kl. 22:22

10 identicon

Gjöfin

Ég veit ekki hvort þú hefur,

huga þinn við það fest.

Að fegursta gjöf sem þú gefur,

er gjöfin sem varla sést.

 

 

Ástúð í andartaki,

augað sem glaðlega hlær,

hlýja í handartaki,

hjarta sem örar slær.

 

 

Allt sem þú hugsar í hljóði,

heiminum heyrir til.

Hef þú úr sálarsjóði,

sakleysi fegurð og yl.

                                                                                 (Höf. Úlfur Ragnarsson)

Kæru systkini,

Okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Með góðum kveðjum og hlýjum hug,

Edda María & Gróa Björg.

Edda María & Gróa Björg (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:02

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.2.2009 kl. 12:14

12 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Guð veri með ykkur kæru systkini

Kristín Gunnarsdóttir, 18.2.2009 kl. 15:38

13 Smámynd: Ragnheiður

Ég lít hér inn með tár í augunum , svo ósátt við að hún sé farin. Vona að ég hafi lesið skakkt eða misskilið herfilega.

Kær kveðja

Ragnheiður , 23.2.2009 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband