14.1.2009 | 10:35
Ekki á allt kosið
Ótrúlegt hve tíminn getur silast áfram en á sama tíma flogið áfram. Kannast einhver við slíka hróplega mótsögn? Á sama tíma og jólin komu, og krakkarnir í jólafrí, snérust öll hjól á ógnarhraða. Stuttur tími til undirbúnings, trréð skreyttt á aðfagnadag, rétt fyrir kl. 20 og hátíðardsteikin snædd kl. 21.30, ,,well done" eins og einhvers staðar segir. Margt gekk upp, við áttum yndislegan tíma saman en óneitanlega lituðu tæknilegir örðugleikar nokkuð dagana og ófáar ferðir farnar niður á LSH til að laga dælur og verkjastilla garminnn. Slíkt er fljótt að gleymast þegar ánægjulegar stundir komu inn á milli.
Það að hafa fengið krakkana í jólafrí bætti í raun alla vanlíðan og vonbrigði og tíminn leið á ógnarhraða. En á sama tíma silaðiðst hann áfram í vissum skilningi. Ég komst varla upp stigana innanhúss, átti erfiðara að vera heima vegna verkja og krakkarnir á vöktum yfir þeirri gömlu til að hún færi sér ekki að voða, einkum á næturnar. Virku dagarnir poppuðu uppð á milli rauðu daganna, fáir aðvísiu en engu að síður drungaalegir. Þeim fylgdu vandamál, þung mál sem þarf að leysa, ég ekki undandskilin öðrum í þeim efnum. Ekki bætir efnahahagsástandið í landinu ásandið nema síður sé. Það verður töff að leysa þessi mál, úrræði fá og tími naumur. Sem betur fer á ég góða að til að leiðbeina mér en kerfið er þingt í vöfum og drungalgt eins og mér hefur oft verið tíðtætt um. Sjúklingar eiga fá talsmenn, ef þá nokkra. Það þekkja flestir sem hafa veikst alvarlega.
Hlutverk aðstanenda í veikindum sem þessum, vilja gjarnan gleymast, því miður. Það er gríðalega erfitt fyrir þá að horfa upp á náinn aðstandenda í gegnum erfið veikdindi, verki og önnur óþægindi, svo ekki sé minnst á óvissu, efa og kvíða. Geta í raun ekkert gert í stöðunni annað en að vera til staðar og veitt móralskan stuðning eftir þörfum og reynt að taka ómak af ýmsu tagi af manni. Því eru þó takmörk sett, sumt geta þeir ekki gert og finna því til vanmáttar síns. Því þurfa þeir oft ekki síður þétt stuðningsnet í kringum sig en sá sem er veikur. Þeirra líðan er oft ekki beysin, hef ég trú á.
Fraumunda eru samanburðarraggóknircí dag, fór í segulómunina í gær og beonaskann í dag eftr hádeg þannig að það styttist í niðurstöður um árangur á þeirri meðferð sem ég hef verið á síðustu vikur. Ekki nægjanlegur tími liðinn til að fá marktækar niðurstöður en þó nægjanlegur til að gefa eihhverjar vísbendingar um stöðu mála.
Ég vil vita hvort við séum að puðra lyfjunum út í loftið eða hvort við erum að ná einhverjum árangri með þessu brölti. Vaxandi verkir eru vissulega áhyggjuefni en gætu átt við fleira en vaxandi vöxt meinsins; bjúgur og bólga geta hafa hlaðist upp o.s.frv. Við þessum spurningum fáum við sennilega svör við sem skiptir höfðumáli, ekki síst fyrir krakkana og aðra aðstandendur. Vonandi ekki lengur en fram að helgi þangað til skal bitið á jaxlinn eins og vant er. Við erum orðinþja´lfuð í biðtím, efa og óvisssu.Það erhægt að verða meistari í flestu
Takk yndislegust fyrir kveðjurnar og innlitið, þið eruð langflottust
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2009 kl. 11:05
Ég er nú ekki heimtufrek en nú heimta ég góðar niðurstöður fyrir þig.
Anna Einarsdóttir, 14.1.2009 kl. 12:03
við eigum líka svo flotta vinkonu hérna til að fá að styðja.
Baráttukveðjur Guðrún mín
Ragnheiður , 14.1.2009 kl. 12:05
Mikið er gott að sjá frá þér - ég hef mikið hugsað til þín.
IÞÞ
Ingibjörg Þ.Þ (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:33
Baráttu kveðjur til þín Elskuleg með von um góðar niðustöður
Brynja skordal, 14.1.2009 kl. 14:08
Úfff, greinilegt að blæs heldur napurt um þig og þína núna. Ótrúlegt hvað lagt er á sumt fólk.
Bið Guð að gefa að það komi jákvæðar fréttir fyrir ykkur, þetta er búið að vera alveg hrikalegt stríð.
Sendi kærleik og ljós.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 15:32
Sannarlega sammála Ragnheiði. Þú ert mikil klassakona Guðrún mín og tekur hlutunum vel þó mikið erfiði sé á þig lagt.
Þú bendir réttilega á hversu mikilvægt það er að hafa gott stuðningsnet ekki bara fyrir sjúklinginn heldur einnig fyrir aðstandendur. Sú manneskja gæti verið prestur eða fyrrverandi sjúklingur sem hefur siglt í gegnum sama ólgusjó. Ég er virk í stuðningshóp kvenna með brjóstkrabba og við lyftum hvor annarri upp eins og með þarf. Að fá uppörvandi og hughreystandi orð þegar vanlíðan er mikil er ómælanlegt fyrir alla sem í hlut eiga.
Gangi allt vel hjá þér Guðrún mín og vonandi koma góðar fréttir í vikulokin.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 14.1.2009 kl. 18:27
Sæl Guðrún, ég hef fylgst með þér í nokkurn tíma þú ert ótrúlega dugleg miðað við allt sem þú hefur þurft að þola. Óska þér góðs gengis og vona að prufurnar komi vel út fyrir þig. Stuðningsnetið er nauðsynlegt, en það er samt ekki afsakanlegt að ekki skuli vera til fólk á þeim deildum sjúkrahúsanna sem getur rétt hjálparhönd í þessum málum, veikt fólk hefur nóg með að komast í gegnum veikindi sín það sem snýr að félagsráðgjöf og örðu slíku á að koma frá apparatinu.
Kær kveðja
Guðrún ókunnug
Guðrún Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 19:07
Knús knús. Ég ætla að kíkja á þig einhvern næstu daga.
Dagný Kristinsdóttir, 14.1.2009 kl. 19:49
Elsku Guðrún, þú virðist eiga æðruleysi í kílóavís - þvílíkt æðruleysi sem þú sýnir. Ég sendi þér stórt kærleiksknús og bið Guð að fylgja þér í gegnum þetta alltsaman. Svo vonumst við eftir góðum niðurstöðum.
Sigrún Óskars, 14.1.2009 kl. 20:58
Þú ert ótrúlega dugleg kona. Sammála þessu með stuðningsnetið og það vantar mjög mikið einhvern sem tekur á málum fyrir þá sem eru langveikir því yfirleitt hafa þeir bara fullt í fangi með að vera veikir. En þessir hlutir breytast nú eflaust seint. Gangi þér vel og vonandi færðu góðar fréttir fyrir helgina. Kv Erna Hauks Akureyri.
Ernan (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 21:53
Hæ Guðrún (og krakkar)
Ég hef mikið hugsað til ykkar undanfarið og vona að niðurstöðunar verði jákvæðar. Mig langaði svo að kíkja á þig á sjúkrahúsinu eftir að við vorum þarna en treysti mér bara ekki svona fyrst um sinn. Svo leið tíminn og maður kom aldrei. Það er gott að heyra að inná milli hafi jólin og hátíðarnar verið góðar.
Þú ert alveg ótrúlega sterk kona og geta gengið í gegnum það sem þú varst að gera og samt gefa þér tíma til að huga að okkur og veita stuðning þinn í desember er nokkuð sem ég á ekki eftir að gleyma.
Innilegar kveðjur til þín og krakkana og takk fyrir allt.
Tóta
Tóta (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 23:05
Þú ert svo mikil hetja Guðrún mín. Guð veri með þer og þínum
Kristín Gunnarsdóttir, 15.1.2009 kl. 07:06
Elsku Guðrún !!
Mikið er æðruleysið !!! Ég á ekki orð ! Það kemur mér svo sem ekki á óvart hvernig þú tæklar hlutina, þú með þinn sterka karakter. Vona og bið að niðurstöðurnar verði jákvæðar, elsku elsku Guðrún.
Þú og krakkarnir eru í bænum mínum.
Sigþóra Gunnarsdóttir, 15.1.2009 kl. 11:00
Kær kveðja til þín Guðrún mín, hugur minn er hjá þér.
Ragnheiður , 17.1.2009 kl. 00:17
Knús knús til þín Guðrún mín og farðu vel með þig
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.1.2009 kl. 17:33
Baráttukveðjur frá eyjum .
Georg Eiður Arnarson, 17.1.2009 kl. 23:14
Guð gaf þér æðruleysið í vöggugjöf elsku Guðrún mín og því fylgir sá dugnaður sem þú hefur sýnt.
Sendi þér ljós og kærleik ljúfa kona
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.