3.1.2009 | 01:19
Stabilt
Loks virðist eitthvert stablitet komið á verkjastjórnununa í gær og dag. Það hefur löngum þótt erfitt að finna rétta meðferð við verkjum frá taugakerfinu. Í mínu tilviki er það sem bévítans meinið sem þrýstir á mænu og taugar og fátt eitt dugar gegn verkjunum þrátt fyrir miklað yfirlegu verkjalyfjasérfræðinga. Ég veit að menn hafa legið yfir samsetnengu lyfja og farið ýmsar leiðir sem loks virðast vera að skila sér með minnkandi verkjum og þar með meiri getu minni til höndla sjúkdóminn. Öll orka mín hefur farið í allt að 12-14 klst. verkjaköst, ekkert eftir í aðra baráttu síðustu 2 vikurnar.
Þeir sem hafa sinnt mér í þessari baráttu hafa sýnt ótrúlegt þrek og þol, að menn skyldu ekki gefast á stundum, skil ég ekki. Þeir eru hetjur í mínum huga og hefur stuðningur krakkanna og annarra aðstandenda ekki síður haft sitt að segja og sama bókstaflega fleytt mér upp úr þeim pytti sem ég hef legið föst í. Baráttuþrekið væri uppurið án þeirra, svo mikið er víst.
Ég tel mig sem sé komna upp á þurra syllu þar sem næstu skref verða tekin. Ég held áfram þeirri meðferð sem sett upp og útskriftaáætlun planlögð af skynsemi og í rólegheitunum. Í þetta skiptið liggur minni ekki á, tek þetta í litlu skrefunum. Ég er nefnilega ekki að flýta mér núna, ég er ekki á förum neitt. Minn tími er ekki kominn.
Næstu dagar fara í að prófa nýju verkjalyfjablönduna og prófa okkur áfram. Ég er full bjartsýni um vel takist enda hafa krakkarnir staðið sig ótrúlega vel, andlega sem tæknilega við ummönnun, lyfjagjafir o.f.
Tek stutt bæjarleyfi yfir nótt og hef deildina í bakhöndindina ef vandamál koma upp. Hef koðnað nóg niður, nú er það einungis uppleiðin
Ég er ykkur, bloggvinum, óendanlega þakklát fyrir innlit og hlýjar kveðjur. Gleðilegt árið öll sömul og kærar þakkir fyrir samfylgdina á árinu sem var að líða.
Athugasemdir
Þú átt skilið gott og gæfuríkt ár Guðrún mín og ég sendi mínar bestu óskir um það Krosslegg fingur og sendi þér hlýjar hugsanir
Sigrún Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 01:25
Gleðilegt ár Guðrún mín, gott að verið er að ná því að verkjastilla þig. Hugsa oft til þín og "brúarinnar"
Inga (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 07:42
Gleðilegt ár kæra Guðrún, meigi árið sem nú fer í hönd vera þér sem best. Kærleikskveðjur
Kristín Gunnarsdóttir, 3.1.2009 kl. 08:46
Gott að heyra - komin uppá þurra syllu - já þú átt það skilið.
Gangi þér vel - sendi þér kærleiksknús og hef þig í bænum mínum
Sigrún Óskars, 3.1.2009 kl. 09:54
Gleðilegt ár Guðrún mín, gott að þetta er að lagast með verkina.
Ragnheiður , 3.1.2009 kl. 10:34
LOKSINS KOMIN Á ÞURRA SYLLU.
Gangi þér vel
Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2009 kl. 14:09
Knús á þig elskulegust og baráttukveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.1.2009 kl. 14:38
Svo mikið veit ég Guðrún Jóna að þú hefur sýnt öðrum, í svipuðum sporum, alveg ótrúlega mikla hlýju. Því er það sönn ánægja að geta sent þér örlítinn styrk.... en öllu meiri væri ánægjan ef þér batnaði.
Gleðilegt ár ljúfa.
Anna Einarsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:20
Elsku Guðrún mín, sendi þér ósk um gleðilegt ár þrátt fyrir skugga sem þú ætlar ekki að láta hafa áhrif á þig mæta kona.
Þú ert í mínum bænum öll kvöld bara að láta þig vita skjóðan mín þó ég sé eigi alla daga inni hjá þér.
Ljós og kærleik
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2009 kl. 19:36
Gleðilegt árið Gunna mín (og frændsystkin). Gott að sjá að þú ert brattari
Megi allar góðar vættir fylgja ykkur á nýja árinu.
Bestu kveðjur úr Mos
Dagný.
Dagný Kristinsdóttir, 8.1.2009 kl. 20:44
Gleðilegt ár Guðrún mín. Ég vona svo innilega að þér líði betur eftir að þeir fundu betri verkja kokteil fyrir þig. Hugsa oft til þín og vonast til að sjá þig fljótlega hérna á blogginu. Guð gefi þér góða heilsu.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 11.1.2009 kl. 00:25
Elsku Guðrún, hafðu það sem allra best á nýju ári og vonum að nýjir og betri tímar munu koma á nýju ári! :*
Þið eruð rosalega sterk fjölskylda og ég óska ykkur alls hins besta! :*
Gyða (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 21:27
Sendi kæra kveðju með von um að þér líði eins vel og nokkur kostur er.
Sendi kæra kveðju líka til krakkana.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:24
Sendi þér ljós og kærleik elsku Guðrún mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2009 kl. 18:01
Sendi þér baráttukveðjur, megi þér líða sem allra best mín kæra
Sigþóra (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.