31.12.2008 | 02:19
..
Loksins komin í samband. Það hefur verið á brattann að sækja síðustu daga vegna bévitans verkja og tæknilegra örðuleika. Hef notið umönnunar frábærs starfsólks, á eiginlega ekki til orð til yfir því hversu vel þetta starfsfólk sinnir sínum störfum á krabbameinslækningadeildinni. Þrátt fyrir erfiða tíma hef ég átt yndislega kafla með krökkunum og notið jólanna. Leið eins og prímadonnu á aðfangadagskvöld þar sem allt gekk upp, stemningin, ljósin, jólatréð, pakkarnir og umframallt börnin. eina undantekningin var þó maturinn sem var "over done" sem þrátt fyrir allt bragðaðist vel.
í dag fékk ég nýja deyfingu sem gekk vonum framan og naut fylgdar frumburðarins í gegnum allt ferlið sem var mér ómetanlegt. Krakkarnir hafa lagt allt sitt í að fylgja mér hvert einasta skref í meðferðinni, sorgum og sigrum. Án þeirra hefði ég nú misst baráttuþrekið. Við skelltum okkur í fjölskylduboð á sunnudag þar sem stórfjölskyldan kom saman og naut ég mín í tætlur og átti góða kafla.
Á morgun liggur fyrir fjölskyldufundur sem hefur endurtekið verið frestaður vegna ástands míns. Ég á ekki von á að neitt nýtt komi fram á þessum fundi annað en að staðan verði tekin út og framhald næstu daga ákveðið. Ég er komin upp úr pittinum, krafsa í bleytunni á uppleið og ætla mér að vera komin í þurrt skjól í byrjun nýrs árs.
Þungum málum mjakast áfram enda nýt ég góðra aðstoðar í þeim efnum. Þó er ljóst að kerfið blýþungt og mér ekki hliðhollt að öllu leyti.
En dagurinn í dag var mjög góður og leiðin er bara upp á við! Ég vil þakka fyrir allar kveðjurnar en þær hafa hjálpað mér mikið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Yndislegt að heyra þetta. Eitt lítið skref í einu, bara hægt og sígandi. Ég veit að þú hefur mikinn stirk frá börnunum þínum. Gleðilegt og gæfuríkt ár Guðrún mín.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 31.12.2008 kl. 03:00
Kær kveðja til þín Guðrún mín.
Gleðilegt ár og hjartans þakkir fyrir allan þinn hlýhug og stuðning á árinu sem er að hverfa í aldanna skaut
Ragnheiður , 31.12.2008 kl. 07:41
Það er gott að vita af börnunum þínum hjá þér Guðrún mín
Ég óska ykkur öllum gæfuríks komandi árs og megið þið öll finna þann styrk, sem nauðsynlegur er í komandi verkefnum. Baráttukveðjur með góðu knúsi
Sigrún Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 08:38
Elsku Guðrún !
Það er yndislegt að vita að krakkarnir eru hjá þér á þessum erfiða tíma.
Mínar bestu óskir um gæfuríkt ár og Guð gefi ykkur styrk á komandi ári í baráttunni
Stórt knús og kram af Skaganum.
Sigþóra Gunnarsdóttir, 31.12.2008 kl. 10:10
Guðrún Jóna mín.
Ég sendi þér allar mínar hlýjustu óskir um gott ár 2009. Dugnaður þinn er ótrúlegur. Takk fyrir frábær samskipti á bloggsíðunum okkar.
Anna Einarsdóttir, 31.12.2008 kl. 11:34
Gangi þér allt í haginn.
Gleðilegt ár.
Kveðja frá
Ingibjörgu
Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 13:36
Elsku Guðrún.
Innilega baráttukveðjur, hef verið að fylgjast með blogginu þínu af og til. Megi nýtt ár færa þér gæfu og gleði og gangi þér sem allra best í þinni baráttu.
Gleðilegt ár kv. Guðrún Fanney.
Guðrún Fanney (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:28
Takk takk og ljúfar kveðjur og takk fyrir yndisleg kynni á árinu sem er að líðaog megi nýja árið veita þér og fjölskyldu þinni ljúfar stundir um þessi ljúfu áramót.
Knús knús og ljúfur faðmur af yndislegri hlýju og ljúfa vináttu
Linda Linnet og Gunnar Óla
og dæturnar:):):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.12.2008 kl. 17:38
Megi Guð og allur STÓRI englahópurinn vera með ykkur litlu familíunni og gefa ykkur gott og farsælt nýtt ár, með SIGRUM SIGRUM og endlausum SIGRUM.
Kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 00:37
Gleðilegt ár til þín og barnanna þinna. Gangi þér vel upp brekkuna, ég er sannfærð að þú kemst í þurrt skjól - þvílíkur eru styrkur þinn. Ég sendi þér góðar hugsanir og kærleiksknús inní nýtt ár
Sigrún Óskars, 1.1.2009 kl. 17:36
Gleðilegt ár til ykkar allra.
Þið eruð hetjur.
Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2009 kl. 08:07
Elsku Guðrún mín, mínar bestu óskir um gleðilegt ár og megi það færa þér gæfu og góðan árangur í baráttu þinni við veikindin, Guð gefi þér og börnum þínum styrk í gegnum þetta ferli allt. Ég fylgist með þér hér á blogginu þínu. Þakka þér samveruna á síðasta ári. Kær kveðja Helga Jóh
Helga Jóh (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:42
Gleðilegt ár kæra famelía! Vonandi gengur baráttan vel. Er nú alltaf að vonast eftir símtali frá bróður mínum, þó að ég skilji vel að hans sé þörf við hjúkrunarstörfin. Knús til ykkar. Kveðja Mary
Mary systir Haffa (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.