25.12.2008 | 23:54
Létt og laggott
Eitt og annað er búið að ganga á undanfarna viku. Öll orka farið í að verkjastilla frúna, gleði og vonbrigði í þeim efnum en virðist vera á réttri leið, LOKSINS! Prímadonnan komin heim með glæstu einkunn eftir sólahringsferðalag. Ekki smá stollt af minni dömu sem mætti aðfaranótt aðfangadags klukkan 2.30 að líta á gömlu og ekki vikið frá mér síðan fremur en prinsinn.
Lyfjabreyting, heimkoma barnanna, bæjarleyfið eða blanda af öllu, er einhver viðsnúningur í líðan þeirri gömlu en svo virðist sem verkir víki fyrir öðru. Ég er búin að vera í bæjarleyfi síðan seinnpartinn í gær þrátt fyrir erfiða daga þar á undan, með smávægilegum uppákomum. Hef komið sjálfri mér og staffinu, sem er allt yndislegt, á óvart með batnandi liðan.
Ég hef ekki haft orku eða heilsu til að blogga né nokkuð annað vegna bévítans heilsufarsins þrátt fyrir nokkar tilraunir í þeim efnum þannig að þessi viðsnúningur kom bæði mér og starfsfólkinu á óvart. Ég er ekki frá þvi að allar kveðjurnar frá ykkur, kæru bloggvinir hafi haft sitt að segja og þakka ég fyrir einlægar og hlýjar kveðjur undanfarna daga.
Framundan er áframhaldandi lyfjameðferð og tilraunastarfsemi á verkjameðferðinni sem virðist lofa góðu. Of snemmt er að segja til um árangur lyfjameðferðar fyrr en um miðjan janúar. Þannig það er ekkert annað að gera í stöðunni en þreygja Þorrann og vona það besta. Ekki er stefnt að útskrift fyrr en verkjaástand er stöðugt enda ekki tilbúin að fara í gegnum batteríið á ný af óþörfu.
Mig Langar að nota tækifærið að óska ykkur öllum kæru bloggvinir og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsæls komandi ár. Mín jólakort hafa ekki verið send í póst ennþá af augljósum ástæðum og biðst ég velvirðingar á því. Vona að þið hafið það gott yfir hátíðarnar og þakka af alhug stuðning og baráttukveðjurnar á síðustu misserum.
Þessi pyttur er djúpur og brekkan blaut en ég ætla að fara hana alla leið með hjálp barnanna og annarra. Erfiðleikarnir eru til að sigrast á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
Athugasemdir
Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja
Linda og Fjölskylda :):):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.12.2008 kl. 00:02
Njóttu jólanna með ljósuum þínum kæra Guðrún.
Hólmdís Hjartardóttir, 26.12.2008 kl. 00:07
Drottinn blessi ykkur öll og styrki. Óska þér fullrar orku og stjórn á verkjum. Engir smákögglar sem þú átt :)
hm (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 00:12
Gott að heyra frá þér Guðrún mín. Njóttu heimsóknar barnanna núna um jólin og gangi þér vel í framhaldinu. Knús og kossar
Sigrún Jónsdóttir, 26.12.2008 kl. 09:11
Mikið er gott að sjá frá þér.
Bestu óskir um gleðileg jól - og batnandi heilsu.
Hátíðarkveðjur,
Ingibjörg
Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 10:30
Gott að heyra frá þér Guðrún mín, njóttu þín í botn eins og þú getur. Hugsa oft til þín. Er með mitt fólk frá kóngsins Köben hér yfir hátíðarnar.
Inga (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 10:40
Gott að heyra frá þér elsku Guðrún mín !!!
Njóttu þess í botn að hafa molanan þína hjá þér. Brekkan sem þú þarft að fara er sannarlega blaut, En með Guð og góðra manna hjálp vona ég að þér takist að klöngranst hana alla leið vinkona. Guð geymi þig og molana þína um alla framtíð
Stórt kram af Skaganum
Sigþóra Gunnarsdóttir, 26.12.2008 kl. 11:17
Gaman að heyra frá þér Guðrún. Vona að allt gangi vel og njóttu þess að hafa börnin hjá þér. Þau hafa nú ekki langt að sækja dugnaðinn, sækja það beint til þín. Sendi þér styrk, kærleik og góðar hugsanir sem draga þig uppúr pittinum og upp brekkuna - sterka kona.
Stórt jólaknús til þín og barnanna
Sigrún Óskars, 26.12.2008 kl. 17:00
góðar fréttir Guðrún mín og ómetanlegur styrkur fyrir þig að gullmolarnir þínir séu komnir heim. Gangi ykku öllum vel og óska þess að komandi ár megi vera gæfuríkt.
Gleðilega Jólahátíð
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 26.12.2008 kl. 19:07
Elsku Gunna mín
Óska þér og börnum þinum gleðilegra jóla og vona að þið hafi það sem allra best
Kveðja Stína og fjölskylda
Kristín Alexandersdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 21:34
Sömuleiðis gleðileg jól Guðrún og til hamingju með börnin þín. Ég hugsa sterkt til þín og bið fyrir þér. Kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.12.2008 kl. 21:35
Var að sjá að þín heilsa hafði ekki boðið uppá heimferð og fannst það leitt.
En ég bið góðan Guð að vera með ykkur litlu familíunni og gefa ykkur samt sem áður gleðileg jól og góða samveru og svo farsælt nýtt ár.
Kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 21:47
Kæra
Sigríður Rut Skúladóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 14:15
Brynja skordal, 27.12.2008 kl. 15:30
Gleðilega hátíð! Vona að þú eigir notaleg jól umvafin elskusemi barna þinna og stórfjölskyldunnar. Gangi þér vel í alla staði, og ekki hvað síst að ná heilsu. Jólakveðja Hmj
Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 27.12.2008 kl. 19:25
Kæra Gunna!
Sendi þér og læknanemunum þínum, sem nú eru komin heim frá Ungverjalandi og eru hjá þér í jólafríinu, óskir um GLEÐILEGA HÁTÍÐ OG FARSÆLT KOMANDI ÁR 2009!
Baráttukveðjur frá Sirrý Skúla
P.s. Mamma spyr oft frétta af síðunni þinni og skilar góðri kveðju!
Sirrý Sk. (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 19:39
Sæl duglega kona.
ég hef fylgst með síðunni þinni um inhvern tíma en aldrei kvittað fyrir mig. ÞÚ ERT SVO STERK. Guð gefi þér og börnunum þínum allt sem þarf til að sigra.
Berglind (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 23:01
Það var gott að hitta litlu fjölskylduna í dag og fá að taka utanum ykkur. Þið vitið af mér ef ég get hjálpað ykkur.
Dagný Kristinsdóttir, 28.12.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.